Vikan


Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 42

Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 42
arbrautinni undanfarið þá hef- ur hún alls ekki gefið sönginn upp á bátinn. Hún hefúr nýlok- ið við nýja LP plötu og mynd- band vegna hennar. Hún virð- ist þó hafa slakað eitthvað á síðan hún fór að vera með hin- um unga Rob Camiletti, sem er fyrrverandi bakari frá New York, og er 23 ára. En lífið hefur ekki alltaf leik- ið við þessa leikkonu sem er af armenskum og indíánakyn- stofni. Hún er fædd 20. maí 1946 í bænum E1 Centro í Kaliforníu. Mamma hennar gifti sig átta sinnum, þar af þrisvar föður Cher, sem þó bjó ekki hjá þeim nema í um eitt ár. Hann var hinn mesti kvennabósi, alkóhólisti og eit- urlyfjaneytandi þar að auki. Þegar Cher var 16 ára var hún orðin þreytt og leið á flökku- líferni fjölskyldu sinnar og á náminu, þannig að hún ákvað að fara að heiman og leita frægðar og frama í Los Ange- les. Á Sunset Strip hitti hún Sonny Bono, manninn sem breytti lífi hennar. Þau giftu sig árið 1963 og ári síðar varð dúettinn til sem átti eftir að gera þau heimsfræg. Plötur með þeim seldust í milljóna- upplagi og vinsældir þeirra jukust enn vegna sjónvarps- þáttar þeirra. En í einkalífinu var Cher ekki hamingjusöm og árið 1972 var hjónabandinu lokið. Ekki löngu síðar giftist hún Gregg Allman. Þau eignuðust soninn Elijah Blue sem var annað barn Cher því fyrir átti hún dóttur, Chastity, sem hún eignaðist með Sonny. Gregg var eiturlyfjaneytandi sem ekki gat hætt og því fór hjóna- bandið út um þúfur. Cher hélt áfram að leita og reyna að finna sér stað í lífinu. Hún var með sýningu í Las Vegas og þó hún fengi um 15 milljónir króna á viku í tekjur þá var hún ekki ánægð eða hamingju- söm: „Líf mitt hefur alltaf verið annað hvort gott eða slæmt en ég hef aldrei verið í jafnvægi," útskýrir Cher. Eftir að hafa ákveðið að skipta um lífsstíl þá seldi Cher Beverly Hills húsið sitt í eg- ypska stílnum og flutti til New York, þar sem hún vonaðist til að geta unnið fyrir sér sem leikkona. í byrjun tók enginn hana alvarlega og margar dyr voru henni lokaðar. En dyr ffamleiðandans Robert Altman opnuðust af sjálfú sér þannig að hún fékk fljótt hlutverk í verkum sem voru sýnd utan Broadway. Þar vann hún sér inn tæpar 22.000 krónur á 40 VIKAN viku, sem sýnir að peningar voru henni ekki allt. Á einni slíkri sýningu tók leikstjórinn Mike Nicholas eftir henni og hún fékk hlutverk sem lesbísk vinkona Karenar Silkwood, sem var kvikmynd þar sem Meryl Streep lék aðalhlutverk- ið. Síðan lék Cher undir stjórn leikstjórans Peter Bogsdona- vich í myndinni Mzsk sem vann til verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Einkalíf hennar tók framför- um jafnt á við frama hennar á hvíta tjaldinu. Hún sást í fylgd með ýmsum karlmönnum: Framleiðandanum David Geff- en, Josh Donnen, hinum unga Val Kilmer, rokkstjörnunni úr Kiss, Gene Simmons, og núna er það Rob Camiletti. Þessi margræða kona er þó í raun- inni mjög viðkvæm, næstum brothætt. Cher klæðist oftast svörtu, sem er hennar uppá- haldslitur, en kjólar hennar bera í rauninni vott um sér- visku og eru mjög áberandi, eins og gegnsæi kjóllinn sem hún var í við Óskarsverðlauna- afhendinguna ber vitni. Af þeim myndum sem hún hefur Ieikið í þá er Cher ánægðust með Moon Struck. í henni leikur hún ekkju af ítölskum ættum, sem er karakter sem hún átti ekki erfittt með að til- einka sér, eða eins og hún seg- ir sjálf: „Ég hef haft tækifæri til að kynnast náið ítölskum kon- um sem halda fast í gamlar hefðir. Fyrst, þegar ég var með Sonny og nú með Rob, sem kemur úr mjög ítalskri fjöl- skyldu. Þegar ég ferðaðist í Evrópu um Ítalíu og önnur lönd þar sem latnesku málin eru töluð þá skildi ég hvers vegna fólk þaðan vill halda saman og sitja og tala saman eftir hádegismatinn eða á kvöldin. Á heimili Robs gerum við einmitt þetta. Þessu fólki finnst það ekki skylda sín að sitja og horfa á sjónvarpið og ungir og gamlir eyða tímanum saman — sem þekkist ekki hjá flestum bandarískum fjölskyld- um.“ Þrátt fyrir allt þá hefur vel- gengnin ekki komið á óvart þessari konu sem hugsar sig ekki um tvisvar áður en hún segir: „Hefði einhver sagt mér fyrir um framtíðina, þá hefði ég talið þetta allt mögulegt. Ef, fyrir hundrað árum, einhver hefði sagt að maður ætti eftir að ganga á tunglinu þá hefðu allir sagt að það væri fásinna. Ég lít þannig á málin að í lífinu sé allt mögulegt sem menn óska sér — alla vega hefúr það verið þannig hjá mér.“ Glampi 1 augum, krullað hár, dálítið þybbinn og eins og hundruð ann- arra þeldökkra ungra manna í Bandaríkjunum. Þannig var Michael Jackson árið 1979. . . en ekki mjög lengi. 1. 2. 3. 4. 5. 6. Ójöfn og dökk húð. Breitt bil milli augna. Óákveðin lögun. Breiðir nasavængir. Drúpandi nefbroddur. Bogalagað svæðið milli nefs og efri varar. Oddhvöss haka. 1981 Nýr áratugur og nýtt útlit. Michael er orðinn vinsæll poppsöngvari. Húðin er orðin jöfn og einum tón Ijósari. Hakan hefur fengið aðra lögun og ýmis- legt fleira hefur breyst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.