Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 36
\
Ananaskraumís
Ábætir
Fyrir 4
Áætlaður vinnutími: 10 mín.
Höfundur: örn Garðarsson
INNKAUP:
4 stk. ananas ca 200 gr hver
1 I. vatn
450 gr sykur
1—2 sítrónur
3 eggjahvítur
HELSTU ÁHÖLD: Blandari, beittur,
oddmjór hnífur, pottur, þeytari, skál.
Ódýr H Erfiður □ Heitur □
Kaldur (xl Má frysta Sl Annað:
geymist í 4—5 daga
ADFERD:
■ Vatn og sykur er soöiö saman.
■ Ananas er holaður að innan og innihaldið sett í blandara ásamt safan-
um úr sítrónunum, þessu hellt út í sykursírópið. Kælt.
■ Ananashulstrin fryst.
■ Síðan fryst í sorbet vél eða í skál í frysti, hrært reglulega í.
■ Þegar ísinn er svo til frystur þá er þremur stífþeyttum eggjahvítum
blandað varlega saman við og síðan sett aftur í frystinn.
■ Síðan sprautað í frosin ananashulstrin.
■ Ath.: Hægt er að skera hvert hulstur í tvennt og fá þannig tvo skammta
úr hverjum ananas.
■ Þessa aðferð má nota við fleiri ávexti.
Baka með reyktum laxi
Áætlaður vinnutími: 10—15 mín.
Eldun: 200 C í 30—40 mín.
Höfundur: Örn Garðarsson
INNKAUP:
Grunnuppskrift: Brisée eða bökudeig
500 gr hveiti
250 gr smjörlíki
1 V4 dl volgt vatn
10 gr salt
10 gr sykur
Grunnuppskrift af vökva fyrir bökur:
(Quiche)
4 egg
V2 I mjólk
100 g sýrður rjómi
salt, pipar og muskat eftir smekk
1 uppskrift af Brísée deigi
Fylling:
300 g laxabitar (reyktur)
100 g smjörristaðir sveppir
1 msk Noilly prat vermouth eða
annar þurr vermouth
1 msk sherry
1 msk hveiti til að velta upp úr
11/2 msk söxuð steinselja.
AÐFERD:
■ Brísée deig: Hveiti, feiti, salt og sykri er hnoðað saman og vætt með
vatni. Gæta þess að hnoða ekki of lengi, sett í poka og geymt í kæli í klst.
■ Flatt út á hveitistráðu borði. Bakað við 180-200 °C í 15-20 mín.
■ Quiche: Öllu er blandað köldu saman. Garnitur* sett í, vökvanum hellt
yfir og bakað.
■ í bökur má nota alls konar afganga og hér er gefin uppskrift með reykt-
um laxi:
■ Öllu er blandað saman og sett í hálfbakaða botnana, vökvanum hellt
yfir og bakað.
■ Hægt er að flýta fyrir með því að hita vökvann og hella eggjunum útí og
þeyta vel í og hella síðan yfir fyllinguna og sett síðan í ofninn.
■ Skreytt með ferskum kerfil, dilli eða steinselju.
■ Tilbreyting: Bianda saman: blaðlauk og pylsu, eða rauðri papriku og
skinku. Tómat, mosarella osti, hvítlauk, og ferskum jurtum. Skinku og
gráðaost.
■ Eins og sjá má eru möguleikarnir óteljandi.
Garnitur = kryddjurtir o.fl. sem bætt er í vökva.