Vikan


Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 12

Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 12
LEIKLIST Leiksmiðja í vélsmiðju „Þessi... þessi maður“ heitir verkið sem Leiksmiðjan ísland frumflytur um miðjan júní Leiksmiðjan ísland kveður sér hljóðs TEXTI: FELIX BERGSSON MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON Leiklistaráhuginn á íslandi er ótrú- legur, eiginlega óútskýranlegur. Allir, á hvaða aldri sem er, stíga á stokk og hefja dýrkun leiklistar- gyðjunnar. Og þeir sem ekki taka þátt mæta í staðinn sem áhorfendur, gagnrýna, hrósa og gefa klappið sem leikararnir upp- skera í leikslok. Þetta hefur auðvitað ekki alltaf verið svona en undanfarin ár hefur áhuginn aukist svo mikið að þeir hörðustu, sem allt vilja sjá, eiga í vandræðum með að komast yfir allt sem boðið er upp á. Nýir leikhópar spretta upp. Yfirleitt eru það at- vinnuleikarar sem vilja skapa sér atvinnu- grundvöll en við og við birtast einnig áhugamannafélög. Vígi þeirra hefur hingað til verið landsbyggðin, borgin hefúr verið sjálfri sér nóg um atvinnuleikhús. En, svo kom Hugleikur og nú Leiksmiðjan ísland. Ekkert rafmagn Leiksmiðjan ísland er eiginlega ekki eitthvað sem hægt er að lýsa í fáum hnit- miðuðum orðum. Hún er ffekar eitthvað sem maður finnur eða eins og þau sögðu sjálf um vinnu sína: „Maður skynjar kannski frekar en sér. Þetta er ákveðin lífs- reynsla." Þau eru átta, níu með Kára Hall- dóri. Hann er stjórnandinn. Ég mælti mér mót við þau á annan í hvítasunnu. Hús- næðið var vandfundið. Einhvers konar bakhús í húsnæði Vélsmiðjunnar Héðins, vestast í vesturbænum. Ótrúlegt leikhús, stórt og hrátt, ekkert rafmagn og þar af leiðandi engin lýsing. Þau lýsa með kyndl- um og kertum. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. „Draumahúsnæðið," sögðu þau síðar. Þegar ég renndi í hlað skein sólin í heiði og loftið var á einhvern hátt jákvætt. Það var sama andrúmsloft inni í smiðjunni. Ekki sól en samt sól. Sól sem maður sér ekki heldur finnur. Ákaflega dularfullt Þau settust hjá mér og við tókum tal saman. Allir góðir. Kertin brunnu um allt gólfið og lýsing var því skuggaleg. Allt ákaflega dularfullt. Það átti líka eftir að koma á daginn að Leiksmiðjan ísland er dularfullt fyrirbæri. Ég spurði fyrst af hverju. Af hverju byrj- aði Leiksmiðjan ísland? Svörin helltust yfir mig. „Okkur langaði til þess.“ „Það er ekki margt að gerast fýrir áhuga- leikara. Við viljum ekki fara hefðbundnar leiðir. Mörg okkar störfúðu í Stúdenta- leikhúsinu en það starfar ekki núna.“ „Við vildum gera hlutina öðruvísi. Yfir- leitt koma hópar saman til að setja upp eitt stykki. Of mikill hraði í öllu.“ „Við byrjuðum í haust en hófum ekki að vinna markvisst að þessari sýningu fýrr en fyrir mjög stuttu.“ „Við vildum ekki bara leika heldur skilja líka hvað það er að leika." Þau tala í belg og biðu. Ég kýs að trufla þau ekkert. „Við tókum húsnæði á leigu og réðum til okkar fjóra kennara í raddbeitingu, söng, leikflmi og leiktúlkun. Með þeim höfúm við unnið 12—20 tíma á viku. Þetta höfúm við borgað úr eigin vasa.“ „Við höfúm verið að vinna með okkur sjálf." „Prófa ýmsar leiðir til að nálgast leik- inn.“ „Svo fundum við líka draumahúsnæðið. Það skiptir miklu.“ Ég gríp þetta með húsnæðið. Af hverju 12 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.