Vikan


Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 58

Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 58
K annski var þetta síðasta stund œvi hans og í þögulli, sárri þrá hugsaði hann til Clare. Tom Bentecke setti pappír í ritvélina og eíst á blaðið skrifaði hann Greinar- gerð og í hornið dagsetningu morg- undagsins. Svo leit hann á velktu gulu pappírsmiðana, sem lágu tilbúnir við hlið ritvéiarinnar, þéttskrifaðir með rithendi hans sjálfs. „Þetta er nú meiri hitinn," and- varpaði hann. Hann stóð upp og gekk út að gluggan- um. Þegar hann leit niður sá hann Lexing- ton Avenue, þar sem ljósin glitruðu fjórtán hæðum fyrir neðan hann. Hann var hár og grannur, dökkhærður ungur maður, sem bar þess merki að hafa verið dugandi íþróttamaður á skólaárum sínum. Hann hallaði sér fram, lagði hendurnar á glugga- karminn og ætlaði að ýta rennigluggunum upp. Eins og venjulega stóðu þeir á sér og hreyfðust ekki úr stað. Hann varð að taka á öllum kröftum til að opna þá um nokkra sentimetra. En hann settist ekki strax aftur við vinnu sína. í þess stað fór hann fram á ganginn og kallaði í átt að svefhherberg- inu, þar sem konan hans var að búa sig: „Cfare, ertu viss um að þér þyki ekki verra að fara ein?“ „AHs ekki.“ Hún kom fram í forstofúna í undirkjól og hafði lyft báðum höndum til að festa á sig eyrnalokk. Hún var grönn, óvenjulega fagleg stúlka. Fegurð hennar varð enn meiri vegna þess hve svipfalleg hún var. „Mér finnst bara leiðinlegt að þú missir af kvikmynd sem þú hefðir haft gaman af að sjá.“ „Ég verð að ljúka þessu í kvöld, Clare.“ Hún samsinnti því. „En þú vinnur allt of mikið, Tom, allt of rnikið." Hann brosti. „Þú hefur sjálfsagt ekkert á móti því þegar vinnan fer að bera ávöxt og peningarnir byrja að streyma inn.“ „Ef til vill ekki.“ Hún brosti til hans og fór aftur inn í svefnherbergið. Þegar hún kom skömmu seinna aftur inn í dagstofúna sat Tom við ritvélina. Hann lagði ffá sér sígarettuna sem hann var nýbúinn að kveikja í og stóð upp til að hjálpa henni í kápuna. Andartak hélt hann henni í örmum sínum og andaði að sér ilmvatni hennar og óskaði þess að hann gæti farið með henni. Hann þurfti ekki nauðsynlega að ljúka þessu verki í kvöld. Þetta voru einkaathuganir hans og enginn vissi neitt um þær á skrifstofúnni svo hann gat vel frestað því að hreinskrifa þær. En þá gæti hann ekki afhent þær fýrr en á mánudaginn, en ef hann léti forstjórann hafa þær á morgun hefði hann bæði laugar- dag og sunnudag til að athuga þær. „Góða skemmtun," sagði hann og kyssti hana fljótlega. Kaldur gustur gaus inn ffá tröpp- unum þegar hann opnaði dyrnar fýrir hana. Hann beið þar til hún var komin inn í lyftuna og lokaði svo dyrunum hægt. Súgurinn blés inn um dyrnar um leið og hann lokaði þeim. Bak við sig heyrði hann þytinn í gluggatjöldunum og skrjáfið í pappírum á skrifborðinu. Þegar hann leit við sá hann hvernig pappírinn fauk niður á gólfið og einn gulur miði sveif út að glugg- anum, þar sem hann lenti í síðustu hring- iðu súgsins, sem feykti honum hægt út um opnu rifúna undir renniglugganum. f einu skrefi var hann kominn að glugg- anum — hann starði út. Guli miðinn hafði lent á múrbrúninni sem lá eftir veggnum 56 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.