Vikan


Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 22

Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 22
íslenskar listakonur Ragna Ingimundardóttir út- skrifaðist úr Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1981. Hún nam því næst tvo vetur við keramikdeild Gerrit Rittvield Akademi í Am- sterdam í Hollandi. Ragna er með sitt eigið verkstæði og kennir auk þess við keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans. Hún vinnur nær eingöngu stórar skálar og gólf- vasa og fæst nær ekkert við smá- hluti. En því skyldi hún hafa farið að búa til skartgripi? „Ætli það hafi ekki verið fyrir sjálfa mig, af því að mig langaði sjálfa í þá,“ svarar hún. Síðan kom í ljós að fleiri vildu gjarnan eignast nælur eftir Rögnu. Ragna býr til tvær gerðir af næl- um og eyrnalokkum. Önnur er þannig að hún sprautar steinleir á flatar gifsplötur, en hinar eru mótaðar í höndunum. Síðan skefur hún og pússar yfir með sandpappír, málar og brennir upp í 1280 stiga hita. 22 VIKAN Elísa Jónsdóttir, sem rekur Gallerí List, er keramiklistakona, menntuð í Cambridge í Englandi. Hún hefur sjálf unnið margar nælur sem eru á boðstólnum í verslun- inni. Hún segir að nælurnar njóti sívaxandi vinsælda. Margar konur koma og kaupa sjálfum sér nælur. Falleg næla í blússu, peysu eða jakka getur sannarlega lífgað upp á útlitið og gefið klæðnaði persónu- legan og glæsilegan stíl. Nælurnar eru tilvaldar til tækifærisgjafa, og oft kemur fólk og kaupir nælur til smágjafa til dæmis í staðin fyrir blómvönd eða konfekt. Verðið fer eftir ýmsu, bæði stærð og vinnu sem liggur að baki, en er á bilinu 400 til 2000 krónur. Elísa segir fyrst og fremst hug- myndaflugið ráða ferðinni þegar hún vinnur nælurnar. Hún mótar leirinn með fingrunum, og notar gjarnan eitthvert einfalt verkfæri svo sem eins og skrúfur, nagla eða hvaðeina til þess að fá fram mis- munandi mynstur í sjálfan leirinn. Síðan eru nælurnar brenndar, en við það framkallast liturinn í öllum sínum litbrigðum. Margrét Jónsdóttir rekur kera- mikverkstæði á Akureyri og vinnur jöfnum höndum við gerð skraut- gripa, nytjahluta og skúlptúra úr leir. Margrét vakti athygli í vetur fyrir menningarverðlaunagripi DV sem hún gerði. Hún lærði við kera- mikdeild Kunsthandværkskolen í Kolding í Danmörku sem er svip- aður skóli að uppbyggingu og Myndlista og handíðaskóli Islands að því undanskildu að nemendur velja sér deildir strax í upphafi náms. Margrét mótar sínar nælur í höndum, en brennir þær síðan með all sérstæðri brennsluaðferð. Sú nefnist raku-brennsla og er talin upprunin í Kóreu. Hún er frá- brugðin venjulegri brennslu að því leiti að við seinni brennslu tekur listamaðurinn hlutina rauðglóandi út úr 1000 stiga heitum ofninum og setur þá í tunnu með sagi við um 10 stiga hita og lætur þá vera þar í 5 til 10 mínútur. Við þessi hitabrigði opnast sprungur í glerunginn og sótið litar svartar æðar inn í gler- unginn. Með þessari brennsluað- ferð fást sömuleiðis litbrigði sem ekki nást annars svo sem ýmsir kopar og bronslitir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.