Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 50
iFyrirtíðaspenna
(„premenstrual tension")
Stúlkur komast á kynþroskaaldurinn þegar þær eru 12
til 14 ára gamlar og byrja þá að hafa tíðablæðingar sem
koma oftast með reglulegu millibili á 28 daga ffesti.
Tíðalok (menopausa) verða oftast þegar konur eru í
kringum 50 ára aldurinn. 28 daga ferlið milli blæðinga er kallað
tíðahringur.
TEXTI: ÞÓRA EMILIA ARMANNSDÓTTIR
Tíðahringurinn er mjög flókinn þáttur
líkamsstarfseminnar sem stjórnast af
hormónum, F.S.H. (Follicle Stimulating
Hormon) og L.H. (Luteinizing Hormon)
sem myndast í undirstúku (hypofysu) í
heila. Þessi hormón örva þroska eggbús
(follicle) sem framleiðir hormónið ostro-
gen. Magn ostrogens í blóði eykst um leið
og eggbúið stækkar og þessi aukning or-
sakar aukna losun á L.H. hormóni. Skyndi-
leg aukning á L.H. í blóði (24 klst. fyrir
egglos) veldur því að eggbúið springur og
egglos á sér stað og við það minnkar L.H.
jafn skyndilega aftur. Þegar egglos hefúr
átt sér stað breytist eggbúið í gulbú (corp-
us luteum) og hefst þá losun progesterons
út í blóðið. Magn progestronsins eykst þar
til gulbúið fer að rýrna og fellur um leið
og gulbúið hefur lokið starfsemi sinni.
Ostrogenmagnið í blóði er nokkuð hátt á
sama tíma og fellur um leið og progestron-
ið. Meðan magn þessara tveggja hormóna
helst hátt í blóðinu, verður engin losun á
L.H. og F.S.H., en um leið og það fellur
koma tíðablæðingar og hömlun á losun
L.H. og F.S.H. lýkur, þar með hefst hringur-
inn að nýju. Ailir þættir í tíðahringnum
eru jafh mikilvægir og hafa áhrif hver á
annan, ýmist hamlandi eða örvandi.')
Þrátt fýrir að hér sé iýst fullkomlega
eðlilegri líkamsstarfsemi konunnar hefúr
komið í ljós að margar konur eiga við van-
líðan að stríða, ýmist sálræna eða líkam-
lega, nokkrum dögum fyrir blæðingar, oft-
ast 7-10 dögum áður og þar til blæðingar
byrja og einnig oft á fýrsta degi blæðinga.
Fyrirtíðaspenna eða „premenstrual
tension" er heiti á sjúkdómsgreiningu yfir
þann fjölda óþæginda og veikinda sem
margar konur hafa síðustu dagana fýrir
tíðablæðingar. Algengustu einkennin eru
vökvasöfnun eða bjúgur, sérstaklega á
andliti og fótum, verkir í maga, móðurlífl,
höfúðverkur, spenna og verkir í brjóstum,
erflðleikar við að sofna, þunglyndi og
taugapirringur.4)
í viðtali í tímaritinu Þjóðlíf við þær
Guðrúnu Marteinsdóttur dósent og Her-
dísi Sveinsdóttur lektor um fýrstu rann-
sóknina sem gerð hefur verið hér á íslandi
um fýrirtíðaspennu kvenna geta þær þess
að þegar á 16. öld hafi stjarnfærðingurinn
48 VIKAN
Giovanni da Monte bent á möguleika þess
að tengsl væru á milli tíðablæðinga og
þunglyndis. Þá hafi og franski sagnffæð-
ingurinn Jules Michelet, sem var uppi á
19. öld, haldið því ffam að konur væru sár-
þjáðar í 15 til 20 daga í hverjum mánuði.
Einnig geta þær þess að í leikriti Ágústs
Strindbergs um fröken Júlíu sé afbrigðileg
hegðan hennar m.a. skýrð með orðunum:
„Nú er hún að byrja, þá verður hún alltaf
svo undarleg“.2)
Fyrirtíðaspennu kvenna var fýrst gefinn
gaumur af afbrotafræðingum í Frakklandi
fýrir um 100 árum. Rannsókn sem þeir
gerðu á afbrotakonum leiddi í ljós að 63%
kvenna sem viðriðnar hafa verið búða-
hnupl höfðu ffamið verknaðinn í síðustu
vikunni fyrir blæðingar.31
Tölur um fjölda kvenna sem hafa ein-
kenni fyrirtíðaspennu eru mjög á reiki og
nefndar hafa verið tölur um að 25—90%
kvenna á blæðingaaldrinum þjáist af
fýrirtíðaspennu á einhverju stigi, en alvar-
lega veikar eru þó ekki taldar vera nema
5-7%.
í könnun sem gerð var á konum í
Reykjavík 1987 kom í fjós að 66,7% reyk-
vískra kvenna fúndu fýrir óþægindum fyrir
tíðir. Af þeim gerðu 35% eitthvað mark-
visst til að draga úr einkennum og 20,1%
þeirra höfðu leitað til heilbrigðisstétta
með vandamál sín og þá flestar til
lækna.2,3,4)
Fyrirtíðaspenna talin valda
skertri ábyrgðartilfinningu
Afleiðingar fýrirtíðaspennu geta verið
og eru oft mjög alvarlegar. Rannsóknir
hafa leitt í ljós að helmingur allra slysa
sem konur verða fyrir á heimilum sínum, í
vinnu eða á götunni eiga sér stað vikuna
fyrir blæðingar. Margar ástæður fyrir inn-
lögn kvenna á sjúkrahús má rekja til fyrir-
tíðaspennu. Talið er að helmingur sjálfs-
morðstilrauna kvenna orsakist af fyrirtíða-
spennu, misferli ýmiss konar, misþyrming-
ar á börnum og líkamsárásir á eiginmenn.
Konur sem eiga við áfengisvandamál að
stríða drekka meira og algengt er að konur
byrji aftur að neyta áfengis á þessu tímabili
eftir að hafa gengist undir meðferð vegna
ofdrykkju. Ástand þetta hefúr því í ein-
staka tilfellum hamlað starfsframa kvenna
og eyðilagt persónulegt líf þeirra.3)
í Englandi hafa einkenni fyrirtíðaspennu
nýlega verið viðurkennd af opinberri hálfu
og sjúkdómsgreiningin hefúr orðið mikil-
væg í því sambandi. Þar hefúr verið sýnt
ffam á að meira en 50% af glæpum sem
konur fremja, allt frá búðaþjófnaði til mis-
þyrmingar á börnum, á sér stað í aðdrag-
anda tíðablæðinga. Fyrirtíðaspennan hefúr
verið viðurkennd sem mildandi þáttur
í málum sem risið hafa vegna árása,
íkveikju, búðaþjófhaðar, ósæmilegrar
hegðunar og ofbeldis. Þá hefur fýrirtíða-
spenna einnig leitt til mildari dóms í
morðmálum þar sem hún er talin valda
skertri ábyrgðartilflnningu.3)
Hver er orsök
fyrirtíðaspennu?
Lítið virðist vera vitað um orsök fyrir-
tíðaspennu, en þó er einna helst álitið að
um röskun á hormónastarfsemi sé að
ræða, of mikið af estrogen hormóni og of
lítið af progestroni.
Því hefúr einnig verið haldið fram að
þær konur sem finna fyrir fyrirtíðaspennu
séu taugaóstyrkar og því talið líklegt að
sálrænir erfiðleikar komi af stað þessum
einkennum hjá mörgum konum.4)
Áður fýrr var fyrirtíðaspenna með-
höndluð eftir einstaka einkennum, en vís-
bendingar í dag sýna betur og betur að
hún orsakast af röskun á hormónastarf-
semi. Fyrirtíðaspenna hefst við kynþroska-
aldur eða að loknum barnsburði og hættir
við byrjun tíðanna eða við frjóvgun,
þ.e.a.s. þegar hormónastarfsemin er að
breytast. Raunveruleg fyrirtíðaspenna
hefst reglulega á seinni helmingi tíða-
hringsins þegar egglos hefur orðið og
komið seinna kvenhormóni (progestron-
inu) af stað. Minnkun progestronsins hef-
ur verið tengt ýmsum tegundum þung-
lyndis og þreytu og mörgum konum líður
betur og finna minna fyrir fyrirtíðaspenn-
unni ef þær taka inn getnaðarvarnapill-
una.3)
B6 vítamín við spennunni
Það getur einnig verið önnur skýring á
orsökum einkenna fyrirtíðaspennu. Ein-
staka konur sem þjást af henni hafa reynst
með of mikið af prolactini (mjólkur-
hormón frá heiladingli) í blóðinu og enn
fleiri konur hafa hátt meðaltalsgildi á prol-
actini í blóði. Of mikið prolactin getur
minnkað starfsemi eggjastokkanna. Nú er
unnið að tilraunum til þess að hjálpa þeim
konum með lyfi sem kallað er Parlodel og
inniheldur Bromocriptin. í rannsókn á St.
Thomas’ Hospital voru konur sem sýndu
einkenni fyrirtíðaspennu, en hormóna-
rannsóknir sýndu að þær höfðu ekki of lít-