Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 15
SAGA JÓNSDÓTTIR LEIKKONA:
„AIHaf að stofna eitthvað"
TEXTI: ADOLF ERLINCSSON
UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
„Við Jörundur höfum þekkst firá
því við vorum unglingar á Akur-
eyri og að auki vann ég með
honum í Þórskabarettinum í
þrjá vetur, þannig að það er ekk-
ert nýtt að starfa með honum í
þessum sjónvarpsþáttum. Ég veit
alveg að hverju ég geng í því
sambandi."
Það er Saga Jónsdóttir Ieikkona sem
mælir þessi orð, en hún er ásamt Jörundi
Guðmundssyni kynnir í þættinum í sumar-
skapi sem Stöð 2 og Stjarnan senda út frá
Hótel íslandi í sumar. Þetta eru léttir
skemmtiþættir þar sem þau Saga og Jör-
undur taka á móti góðum gestum og er
ekki að efa að margar áhugaverðar per-
sónur slæðast í þættina. Að auki má svo
nefna að Flosi Ólafsson verður sérstakur
heiðursgestur í öllum þáttunum. En þar
sem Saga Jónsdóttir verður á skjánum hjá
stórum parti landsmanna á hverju föstu-
dagskvöldi í allt sumar datt okkur í hug að
fá hana í viðtal til að fræða lesendur meira
um þessa glaðlyndu konu.
Að vísu var Saga ekki áfjáð í að láta taka
við sig viðtal, en eftir að sauðþrár blaða-
maðurinn hafði nöldrað í henni smástund
gaf hún sig og bauð honum heim til sín
kvöldið eftir þar sem taka mætti viðtalið í
ró og næði. Á tilsettum tíma var svo undir-
ritaður mættur við fallegt einbýlishús á
Flötunum í Garðabæ þar sem Saga býr
ásamt eiginmanni sínum og þremur
sonum. Þegar maður kemur inn í vistlegt
húsið rekur maður strax augun í myndir af
Sögu og Þóri í ýmsum gervum og hlut-
verkum sem hanga á vegg og bera atvinnu
íbúanna vitni.
Leikfélag skýrt
í höfuðið á henni
Saga Jónsdóttir er fædd og uppalin
Akureyringur en flutti til Reykjavíkur fyrir
tæpum tíu árum og hefúr síðan verið
býsna áberandi í leiklistinni og skemmti-
bransanum í borginni. Þó hún sé þekktust
fýrir gamanhlutverk sín hefur hún fengist
við ýmislegt annað á leiklistarsviðinu og
að einu leyti hefur hún hreina sérstöðu.
Engin önnur leikkona á íslandi hefur feng-
ið heilt leikfélag skírt í höfúðið á sér, en
unglingaleikklúbburinn Saga á Akureyri
var einmitt stofnaður fýrir ellefu árum eft-
ir leiklistarnámskeið sem Saga og maður-
inn hennar, Þórir Steingrímsson, héldu
fyrir unglinga á Akureyri. Þetta leikfélag
hefur æ síðan haldið uppi blómlegri starf-
semi og þar með nafni Sögu.
VIKAN 15