Vikan


Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 51

Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 51
ið af progestroni, meðhöndlaðar með B6 vítamíni (Pyridoxin). 3) Læknir í Ástralíu, Gils að nafhi, varð einna fyrstur til að nota þessa meðferð við fyrirtíðaspennu og árangurinn var ótrú- legur. í nýjustu rannsókninni reyndist meira en helmingur sjúklinga sem með- höndlaðir voru með þessu lyfl fá mikla bót meina sinna, sérstaklega reynist það draga úr höfuðverk, bjúg og almennri þreytu. Einnig varð vart við minna þunglyndi og önuglyndi. Mesta athygli vakti árangurinn gagnvart höfuðverknum, en 62% þeirra sem þátt tóku í rannsókninni losnuðu al- gjörlega við hann. B6 vítamínið hefur einnig virst létta þunglyndi sem oft tengist inntöku getnaðarvarnapiflunnar.3) Fækkun barneigna og brjóstagjafar orsökin? Sumir sérfræðingar telja að þar sem konur í dag séu ekki lengur bundnar hinni eilífu hringrás barnsburðar og brjóstagjaf- ar þá hafi þær raunverulega tíðir oftar en líkami þeirra ráði við. Enn aðrir hafa stungið upp á að fyrir- tíðaspennueinkennin séu þáttur í þróun mannsins og ætlunin með þessu sé að draga úr áhuga karlmannsins á samræði og „eyðslu" á kyngetu sinni þegar þungun gagnaðilans er ómöguleg. Það er vel mögulegt að síendurteknar tíðir séu í sjálfu sér ekki eðlilegar frá nátt- úrunnar hendi, heldur geri líffræði kon- unnar, með svipuðum hætti og annarra spendýra, ráð fyrir því að hún verði barns- hafandi um leið og hún verði kynþroska, hafi barn á brjósti í 2 ár og verði þá barns- hafandi á nýjan leik.3) Sumir læknar telja orsök fýrirtíða- spennu geta stafað af of mikilli vökvasöfn- un á líkama konunnar og þunglyndi geti stafað af of miklum vökva í kringum heil- ann og önuglyndi er talið að dómi þessara aðila orsakast af svörun taugafrumanna við ójafnvægi milli natrium og kalium.3) Meðhöndlun Meðferð gengur oftast út á að reyna að koma í veg fyrir vökvasöfnun og röskun á hormónastarfsemi. í því skyni eru oft gefin lyf, þ.e. þvagræsilyf, og konum er einnig bent á að gæta sín í saltneyslu 7—10 daga fyrir blæðingar. Við þessa meðhöndlun er svo oft bætt lyfjameðferð, þ.e. róandi lyfj- um og kvíðastillandi lyfjum. í erfiðustu til- fellunum eru gefin hormónalyf, sérstak- lega þau sem innihalda progesteron. í flestum tilfellum er þó nægjanlegt að ræða við og skýra út fyrir konunum hvað liggur að baki vanlíðan þeirra. Leitað er eftir að fá upplýsingar um persónuleika sjúklingsins og tilfinningar og reynt að út- skýra samband milli þeirra þátta og erfið- leika þeirra.4) Fyrirtíðaspennu er oftast hægt að með- höndla þannig að árangur náist. Læknir sem þekkir einkenni viðkomandi konu, og getur séð á tíðakorti hennar hvenær ein- kennanna verður vart, getur rannsakað nákvæmlega hvað það er sem veldur vandamálinu, hvaða skortur eða efnafræði- legu ástæður geta legið að baki vandamál- inu, þ.e.a.s. það fer þá eftir því hvar í tíða- hringnum einkennanna verður vart. Margir læknar kjósa að nota mildustu og einföldustu meðferðina án nokkurrar sér- stakrar rannsóknar, þ.e. vítamín B6 eins og áður hefur verið vikið að. Lyfjameðferðin ætti að hefjast 3 dögum áður en einkennin hefjast sem er offast 10 dögum fyrir tíðir og halda áfram þrem dögum eftir að tíðir hefjast.3) • Fyrirtíðaspennu kvenna var fyrst gefinn gaumur af afbrota- frœðingum í Frakklandi fyrir um 100 órum. • ... helmingur ollro slysa sem konur verða fyrir ó heimilum sínum, í vinnu eða ó götunni eiga sér stað vikuna fyrir blœðingar. • Talið er að helmingur sjólfsmorðstilrauna kvenna orsakist af fyrirtíðaspennu, misferli ýmis konar, misþyrm- ingar á börnum og líkamsárásir á eigin- menn. • Sumir sérfrœðingar telja að þar sem konur í dag séu ekki lengur bundnar hinni eilífu hringrás barnsburðar og brjóstagjafar þá hafi þcer raunverulega tíðir oftar en líkami þeirra ráði við. Sjálfshjálp Áður en kona reynir að takast á við fyrir- tíðaspennueinkennin er nauðsynlegt fýrir hana að kanna það hvort sjúkdómsgrein- ingin sé rétt. Ef tíðakort er haldið hjálpar það til við að skýra einkennin og leiða við- komandi fýrir sjónir hvenær tíðir hefjast og hjálpa jafnffamt til við skilgreiningu orsakanna. Það er einnig nauðsynlegt að útskýra fyrir fjölskyldu viðkomandi orsök geðillskunnar og önuglyndisins og annarra einkenna sem hafa áhrif á þá sem eru í nánasta umhverfi viðkomandi. Sumar feðutegundir innihalda B6 víta- mínið og eru þess vegna mikilvægar, eins og t.d. lifur, mjólk, egg, korntegundir, heil- hveiti og hrísgrjón. Það getur verið vel þess virði að draga úr neyslu vökva og matar sem inniheldur mikinn vökva. Til að koma í veg fýrir vökvasöfhun er nauðsyn- legt að borða eins lítið salt og mögulegt er. Það er nauðsynlegt vegna ákveðinna sjúkdómseinkenna, t.d. lækkaðs blóðsyk- urs, að borða oftar en venjulega en jafn- framt minna magn í einu. Það dregur bæði úr höfuðverk og önuglyndi. Margar konur eiga það hins vegar til, sakir lækkaðs blóð- sykurs, að borða oftar og meira en ella og þyngjast þess vegna fyrir tíðir. Konur þyngjast einnig vegna þess að lík- aminn safhar á sig meiri vökva. Ekki er ráðlegt að borða mat með miklu sykurinnihaldi þar sem hann eykur blóð- sykurinn hratt um tíma en leiðir til hraðari Iækkunar blóðsykursins. Betra er að borða feðutegundir sem eru lengur að meltast eins og t.d. heilhveiti. Að losa sig við reiði- eða spennutilfinn- ingar þarf ekki að vera gert á kostnað ann- arra. Mörgum konum finnst líkamsæfingar hjálpa þeim til að losna við eða að draga úr spennu og minnka áhrif magakrampa. Hiti er einnig góður við sviða og sársauka þvi hann slakar á spenntum vöðvum, t.d. getur verið gott ráð að fara í heitt bað áður en hvílst er. Nudd er hægt að nota til þess að minnka streitu. Sumum finnst að einhver sérstök verk, t.d. brauðbakstur eða tiltekt, slaki á spenn- unni og enn aðrar slaka á spennunni með því að gráta. Sumum konum léttir mikið við að ræða um einkenni fyrirtíðaspennunnar við aðra og komast að því að þær eru langt frá því að vera einar um þessi einkenni. Þeim finnst gott að vita og fræðast um að það er ástæða fyrir fyrirtíðaspennunni og að þær geta sjálfar gert eitt og annað til þess að draga úr henni. Að þekkja og staðfesta einkenni fyrir- tíðaspennu er mikilvægasti þátturinn. Kona sem þjáist af henni getur þá hjálpað sjálfri sér að einhverju leyti, einnig rætt málið við lækni og jafnvel fengið læknis- hjálp og meðalagjöf sem getur létt á sjúk- dómnum. Þegar gengið hefur verið úr skugga um að kona sé haldin fyrirtíðaspennu er oft nægileg hjálp fyrir hana að ræða þetta vandamál við fjölskylduna og finna sjálf út leiðir til þess að létta á einkennunum, t.d. forðast streitu og streituvalda á tímanum fyrir tíðir og borða vel. Ailt sem hún gerir sjálf getur hjálpað henni verulega til þess að losna við áhyggjurnar og amstrið sem fýrirtíða- spennan veldur henni annars mánaðar- lega. HELSTU HEIMILDIR 1) Hjordis Guöbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, grein ( tlmaritinu HJÚKRUN 3.-4./85,61.árgangur, bls. 15-17. 2) Guðrún Marleinsdóttir dósent og Herdís Sveinsdóttir lektor, viðtal í Fréttatimaritinu ÞJÓÐLlF, 1. tbl. 4. árg., janúar 1988, bls. 19-21. 3) Hunter, Catherine, SRN, hjúkrunarkona á Railton Road Clinic, London, grein í NURSING TIMES, janúar 1985, bls. 40-43. 4) Brody, Sam, OBSTETRIK OCH GYNEKOLOGI, Alm- qvist Boch Wiksell Förlab AB, Stokholm, 1970, bls. 586- 587. VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.