Vikan


Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 60

Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 60
BRATT ERÖLLU LOKK) nokkru fyrir neðan gluggann. Á meðan hann horfði á hann fauk hann enn lengra eftir brúninni með vindinum sem stóð meðfram húsinu. í einu átaki ýtti hann glugganum upp svo hann opnaðist með miklum skell. En eftir pappírnum gat hann ekki teygt sig lengur. Þegar hann beygði sig út um gluggann sá hann hvernig hann rann eftir syllunni, fast upp við vegginn. Gegnum hávaða umferðarinnar langt fyrir neðan gat hann heyrt skrjáfið í pappírnum og það minnti hann á það þegar visnað laufblað rennur eftir gangstétt. Dagstofan í næstu íbúð skagaði u.þ.b. metra fram úr veggnum út að götunni. Gulur miðinn, sem nú var varla sjáanlegur lengur, fauk þar í krókinn og festist. Hann lá á hnjánum og starði á gult pappírsblaðið meðan hann beið eftir að það rynni út af brúninni og niður á götuna. Hann ól með sér þá veiku von að hann gæti fylgt því með augunum og séð hvar það kæmi niður og flýtt sér svo niður með lyftunni og sótt það. En það hreyfðist ekki. Hann sá að það hafði fest þarna í horninu. Honum datt í hug að reyna að ná því með kúst- skafti eða annarri langri stöng en hann sá að það þýddi ekki. Það voru minnst fimm metrar út að króknum og engin stöng sem finnanleg var í íbúðinni mundi ná þangað. Honum fannst óþolandi að verða að gefast upp við að ná því. Því í fjáranum þurfti endilega þessi eina örk af öllum hin- um að fjúka út um gluggann? Síðdegis á hverjum laugardegi hafði hann staðið i einni af hinum stóru sjálfsölubúðum til að athuga hvernig fólk brygðist við ýmsum útstillingum og árangurinn af athugunum hans var skrifaður á þessa gulu pappírsörk. Kvöld eftir kvöld hafði hann unnið við út- reikninga og fært útkomuna inn á þetta gula pappírsblað. Ótal matartíma, þegar hann hefði átt að vera að borða hádegis- verð, hafði hann hlaupið út á bókasafnið til að afla sér upplýsinga sem hann hafði svo skrifað á gula miðann. Það varð allt að koma með á skýrslunni til að sanna málið, því að án þessara staðreynda mundi grein- argerð hans líta út eins og ágiskun. Og þarna lá árangurinn af allri hans fyrirhöfn — ótal tíma vinnu — á múrbrún fjórtán hæðum yfir götunni! Auðvitað gat hann unnið þetta allt upp aftur, en það þýddi margra mánaða vinnu, og nú var einmitt rétti tíminn til að leggja þetta fram. Það mundi ef til vill ekki færa honum launahækkun eða betri stöðu alveg strax, en hann var viss um að slík framtaks- semi alveg á eigin spýtur mundi fyrr eða síðar skapa honum betri aðstöðu hjá fýrir- tækinu. Það var þetta sem með þurfti til að nafn hans hætti að vera aðeins nafn á list- anum yfir launin, en yrði nafn sem yfir- menn hans þekktu og myndu eftir. Þetta var fyrsta skrefið upp hinn háa stiga, en upp á efsta þrep hans ætlaði hann sér að ná. Áður en hann hafði hugsað hugsunina tii enda vissi hann að hann mundi fara út á brúnina eftir pappírsmiðanum. Ósjálfrátt fór hann að reyna að sætta sig við tilhugsunina með því að hlæja að henni. Þegar hann sá sjálfan sig í huganum að reyna að halda jafnvæginu þarna úti á brúninni virtist honum það svo fráleitt að það var beinlínis hlægilegt. Þetta væri ágæt saga að segja á skrifstofunni á morgun, það væri heldur betur saga sem hann þyrfti ekki að skammast sín fyrir. — Reyndar gat þetta ekki verið svo sérlega erfitt. Brúnin var nógu breið til að hann gæti staðið á henni og hún var slétt og örðulaus. Með- fram fimmta hverjum múrsteini var glufa, sem var nógu djúp til að það væri hægt að halda sér í hana með fingurgómunum, svo það mundi ekki verða mjög erfitt að halda jafhvæginu. Hann fór fram á gang og náði í gamla tweed-jakkann sinn. Það var sjálfsagt kalt úti. Hann fór í hann og hneppti honum að sér á leið út að glugganum. Með sjálfum sér vissi hann að hann varð að gera þetta strax, áður en hann fengi tíma til að hugsa sig um. Ef hann hugsaði of lengi um þetta gæti farið svo að hann yrði hræddur. Án þess að hika sveiflaði hann öðrum fætinum út fyrir gluggakarminn, þreifaði fyrir sér með honum og fann brúnina nokkru fyrir neðan gluggann. Hann greip báðum höndum fast um neðri glugga- karminn á renniglugganum og smeygði höfðinu varlega undir hann og fann kalt loftið leika um andlit sitt eftir hitann í stof- unni. Svo renndi hann hinum fætinum út og rétti sig hægt upp. Mestallt kíttið á neðri gluggakarminum var molnað burt og á ljótum trélistanum náði hann taki með fingurgómunum. Hér stóð hann, öruggur með sig, fjórtán hæðum fyrir ofan götuna og horfði inn í sína eigin dagstofu sem kom honum undarlega fyrir sjónir héðan frá séð. Svo renndi hann fyrst vinstri hendi varlega yfir að glufunni milli múrsteinanna til hægri. Það var erfitt að taka fyrsta skrefið til hlið- ar og iáta líkamann fylgja með — maginn herptist saman af ótta — en hann þvingaði sig til að gera það án þess að hugsa. Og nú stóð hann með aðeins múrvegginn fyrir framan sig og þrýsti vinstri kinninni upp að hörðum, ósléttum veggnum. Dagstofan var horfin og hér var miklu kaldara og dimmara en hann hafði gert sér í hugar- lund. Varlega hreyfði hann fyrsti hægri fót, síðan vinstri — hægri, vinstri, hægri, vinstri. — Skósólar hans strukust við ósléttan múrinn, fingur hans héldu sér í rifúna milli múrsteinanna. Hann gekk á tánum, því röndin var ekki alveg eins breið og hann hafði haldið. En ef hann hallaði sér fram að veggnum hélt hann jafnvæginu vel og nú fannst honum það ekkert erfiðara að ganga hér á syllunni en hann hafði haldið. Hann heyrði hvernig hnapparnir á jakkanum strukust við múrvegginn með smáhöggi í hvert sinn sem þeir mættu ójöfnu. Ekki í eitt einasta skipti leyfði hann sér að líta niður, þótt hann hefði næstum ómót- stæðilega löngun til þess. Eins og vélrænt hélt hann áfram til hliðar — hægri fót, vinstri fót, hægri, vinstri — í átt að horn- inu... Hann komst þangað, lyfti varlega hægri fæti og setti hann á brúnina meðffam horninu. Nú stóð hann í horninu með enn- ið upp að köldum múrnum og fingurna inni í rifunni í axlarhæð. Svo flutti hann varlega hendurnar, fyrst aðra, síðan hina niður í næstu glufu milli múrsteinanna. Hægt og hægt mjakaðist enni hans niður hrjúfan flötinn þar til hann beygði hnén og sveigði sig niður að pappírnum, sem lá í króknum milli fóta hans. Aftur flutti hann hendurnar niður í aðra rifú, meðan vöðv- arnir í lærum hans og hnjám þöndust und- an erfiðinu. Hálfsitjandi á hækjum sér flutti hann vinstri hönd á eina rifu neðar og rétti hina undurvarlega niður eftir blaðinu. Það tókst ekki að ná því og hnén voru svo fast upp að veggnum að hann gat ekki beygt þau meira. En með því að beygja höfúðið svo að hnakki hans nam við múr- vegginn gat hann lækkað hægri öxlina það mikið að fingur hans náðu taki á horni blaðsins og gátu losað það. í því sá hann Lexington Avenue niðri í djúpinu fýrir neðan sig. Hann sá óendanlegar rákir af glyttandi ljósum bíla sem læddust áfram, flaksandi ljósaauglýsingar, mannfjöldann eins og maura og angistin náði skyndilega ofsatök- um á honum, tennurnar glömruðu í munni hans. Ofsahræðsla heltók huga hans og vöðva og hann fann hvernig blóðið streymdi burt úr yfirborði húðarinnar. Á þessu ógnþrungna broti úr sekúndu, þegar hann starði niður á milli fóta sér á þessar hræðilegu ljósræmur fýrir neðan sig, var eins og eitthvert óþekkt afl þving- aði líkama hans í upprétta stöðu með svo miklu afli að höfuð hans kastaðist í vegg- inn og síðan aftur á bak svo að hann var um það bil að missa jafnvægið og litlu munaði að hann steyptist niður í djúpið. Aftur þrýsti hann sér inní krókinn, ekki aðeins andlitinu heldur bringunni og maganum. Fingur hans héldu dauðahaldi í rifuna með öllu því afli sem spenntir vöðv- ar hans áttu til. Hann titraði ekki lengur, allur líkami hans hríðskalf, hann kreisti svo fast saman augun, að hann verkjaði, og allur kraftur virtist hverfa úr fótleggjum hans og hnjám. Hann vissi sjálfur að minnstu munaði að það liði yfir hann, að hann hnigi niður með andfitið niður í djúpið. Til þess að bjarga fífinu einbeitti hann sér að því að halda meðvitundinni með því að draga djúpt andann og fylla lungun köldu lofti. Eftir andartak fann hann að það mundi ekki líða yfir hann, en hann gat ekki ráðið við skjálftann og ekki heldur opnað augun. Hann stóð klemmdur upp í krókinn og reyndi að yfirvinna óttann, sem fyllti hug hans þegar hann hafði litið á götuna fyrir neðan sig. Honum varð ljóst, að það höfðu verið mistök að hann skyldi ekki líta niður strax og hann fór út og venja sig þannig við það. Hann komst ekki til baka. Hann gat það með engu móti. Honum var ómögulegt að hreyfa fæturna. Hann hafði misst allan kraft. Skjálfandi hendur hans voru stífar, 58 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.