Vikan


Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 49

Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 49
Michael Jackson: „Moon Walk“ Þrátt fyrir ungan aldur hef- ur Michael Jackson sent lrá sér ævisögu. Kallar hann bókina „Moon Walk“. Þessi bók á eflaust eftir að seljast í milljóna upplagi því þeir eru margir sem vilja vita allt um goðið. Jackson er opinskár og ein- Iægur í bókinni. Segir til dæmis að hann sé mjög einmana. Þeg- ar hann hafði sent frá sér plötuna „Off the Wall“ fór hann oft í gönguferðir að næt- urlagi um nágrenni heimilis síns í von um að hitta einhvern sem hann gæti talað við. Michael hefur í nokkur ár verið í hópi guðanna hjá mörgum. Eitt sinn er hann kom að hliðinu heima hjá sér til að gefa eiginhandaráritanir var hann spurður hvort hann þyrfti að fara á klósett! Hann segir í bókinni að það fari í taugarnar á sér þegar einhver mætir honum á götu eða ann- ars staðar og trúir ekki sínum eigin augum. „Ég er á jarðar- kringlunni einhvers staðar svo ég hlýt að vera á einhverjum ákveðnum tíma líkt og allir aðrir,“ segir hann. Mikið hefur verið ritað um kvennamál Jacksons. Hann hefur yfirleitt farið út með töluvert eldri konum eins og Diönu Ross og Elisabeth Tayl- or, sem eru miklar vinkonur hans. Hann segir um Díönu Ross að hún hafi verið honum sem móðir, systir og unnusta. Hann fór líka nokkrum sinnum út með Tatum O’Neal og Brooke Shields. Hann segist vera bjartsýnn á að finna „réttu" konuna ein- hvern tímann og draumur hans er að eignast 13 börn. Þegar hann minnist þeirra stefhumóta sem hann hefur átt er hann lítt glaður. Hann segir: „Hlutirnir sem ég deili með milljónum manna eru ekki þeir hlutir sem ég vil deila með einni manneskju. Margar stúlkur langar að vita hvað ég er að gera og hugsa. Þær langar að bjarga mér frá einmana- leikanum, en þær gera það á þann hátt að þær deila ein- manaleikanum með mér. Það vil ég ekki leggja á nokkra manneskju því ég veit að eng- inn er jafh einmana og ég.“ Ef einhver annar en Jackson hefði gefið þessa bók út væri hann líklega talinn eitthvað undarlegur, en mikið er ritað um þessa miklu stórstjörnu og ekki nærri allt satt. En „Moon Walk“ ætti að varpa nýju ljósi á einhverja hluti. □ ^ápaerir utir Útsölustaðir um land allt Emkaumboð #/#.' íslenslc ///// Ameríska Sólarvöm fyrir varir í sumarlitunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.