Vikan


Vikan - 15.09.1988, Síða 33

Vikan - 15.09.1988, Síða 33
TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Aðeins einn veitingastaður á íslandi sér- hæfir sig í mexíkanskri matargerðarlist, en það er veitingastaðurinn Mexíkó í Kringl- unni. í Bandaríkjunum aítur á móti — og þá sérstaklega í ríkjum sem liggja nærri landa- mærum Mexíkó — eru óteljandi mexí- kanskir matsölustaðir og þá jafh mismun- andi og þeir eru margir, meira að segja eru til margar mexíkanskar skyndibitaveit- ingahúsakeðjur, en best er þó að borða á stað þar sem eldað er upp á gamla mátann, þ.e. þar sem ábyrg manneskja stendur yfir pottunum og smakkar á og lagar og bætir þar til allt er eins og það á að vera. Greg, tengdasonur Bjargar, útbýr hér taco, en það eru djúpsteiktar maísflat- kökur fýlltar með kjöti, grænmeti og osti - og efitir smekk þá er hægt að fá mis- munandi sterka sósu yflr. Einu sinni í viku ... Hvers vegna ætli staðirnir séu svona margir þar vestra? Jú, það er vegna þess að mexíkanskur matur er bara svo góður! Um Enchilada er sígildur mexíkanskur réttur. Hér er krydduðu kjöti og jafnvel pintobaunastöppu vafið inn í heita hveitiflatköku og yfir hana sett bragðmikil og mexikókrydduð tómatsósa, þar ofan á mikið af osti. Með þessu er borið hrásalat og mikið af spönskum hrísgrjónum. Það er auðveit að veiða sólginn í mexíkanskan mot Vikan á veitingastaðnum Mexíkó í Kringlunni Tacosalat heitir þessi réttur. Hveiti-„tor- tilla“ er djúpsteikt og mótuð þannig að hún myndar skál sem fýllt er með ice- bergsalatblöðum, tacokrydduðu kjöti, maribou osti, púrru, tómötum, ólífum, avocadomauki (guacomole) og sýrðum rjóma. Með réttinum er hægt að fá sér appelsínudrykk sem búinn er til á staðn- um þannig að kreistar eru appelsínur þar til glasið er fullt - hollt og fullt af vítamínum! það getur blaðamaður borið vitni, því eftir að hafa búið í Los Angeles í nokkur ár, þar sem mexíkanskur staður er nærri á hverju horni, þá getur blaðamaður borið um það vitni hversu auðvelt er að verða sólginn í mexíkanska matinn, því fjölskyldan komst svo hressilega upp á bragðið að hreinlega var farið að bera á einhvers konar frá- hvarfseinkennum — eins og líkamann vant- aði eitthvað — ef ekki var borðaður mexí- kanskur matur að minnsta kosti einu sinni í viku! Það þarf því ekki að lýsa gleði blaða- manns — og fjölskyldunnar allrar — þegar þessi líka góði mexíkanski staður var opn- aður í Kringlunni daginn fyrir sumardag- inn fýrsta, enda án efa ein af fyrstu gestun- um. Þarna er um að ræða eins konar blöndu af skyndibitastað og „gamaldags" stað þar sem vandlega er fylgst með mat- reiðslunni og ábyrg manneskja vakir yfir pottunum. Á staðnum í Kringlunni er það Björg Friðriksdóttir sem ábyrgðina ber. Björg flutti heim frá Bandaríkjunum skömmu Jyrir síðustu áramót ásamt fjöl- skyldu sinni, en þar höfðu þau búið síðast- liðin sjö ár. Þar hafði hún kynnst mexíkan- skri matargerðarlist og þessa kunnáttu nýtti hún sér þegar maturinn var valinn sem þarna er boðið upp á. Alls ekki sterkur matur Eins og fyrr segir þá er Mexikó sam- bland af skyndibitastað og venjulegu veit- ingahúsi að því leyti að þarna tekur ekki VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.