Vikan


Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 12

Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 12
DÓMSMÁL Ærumeiðingar: Satt og logið sitt á hvað Hörð og óvægin ummæli stjórnmálamanna í garð hvers annars hafa einkennt stjómmálaumræðuna undanfarið. Þeir sem stíga hrunadans stjórnmálanna hafa mátt venjast því að margt misjafnt hefur verið um þá sagt, en svo hörð hefiur orrahríðin verið upp á síð- kastið að mörgum harðjaxlinum hefur blöskrað. Reyndar svo mjög að þekktur forystumaður lét þau orð falla í blaðagrein nýlega: „...að meir hefur farið fyrir persónuníði og rógi í stjórnmálaumræðu síðustu vikna en við höfum átt að venjast í áratugi.“ TEXTI: ÁRNI SIGURÐSSON Stjórnmálaumræðu síðustu vikna lýsir best þessi gamla staka. Satt og logið sitt á hvað, sönnu er best að trúa. En hvernig á maður að þekkja það, þcgar fiestir Ijúga. En hvers vegna ber stjórn- mál og ærumeiðingar á góma í sömu andrá. Jú, því þetta fer oft saman eins og ummælin hér að ofan sýna. Stjórnmála- menn eru meira áberandi sök- um starfa sinna á opinberum vettvangi og liggja þar af leið- andi betur við höggi. Siðferðið liggur þó stjórn- málum jafnt sem lögum til grundvallar. Æðsta siðferðis- gæðið er réttlæti og á þeim grunni hvíla stoðir réttríkisins. Höfliðatriði í mennsku siðferði er að leyfa fólki að njóta sann- mælis þ.e. að gætt sé réttlætis í umtali um fólk. Vernd ærunnar er m.a. lögfest með ákvæðum í almennum hegningarlögum, XXV kafla. Ásamt umferðarlög- um eru þau ákvæði sennilega algengasta orsök Iögbrota á fs- landi, því væri þeim framfylgt út í ystu æsar yrði Gróa á Leiti útlæg gerð af íslandi. Laus- mælgi og slúður er þjóðarósið- ur íslendinga. Slíkt orsakast kannski af smæð þjóðfélagsins en ósiður er það engu að síður, sem grefúr undan sið- ferði í þjóðfélaginu. Efni slúð- ursagna er oftar en ekki fyrir- litning grunduð á hroka, til- búnar sakir, ýkjur og öfúg- mæli. Eðli ærumeiðinga Ærumeiðingar flokkast und- ir skaðabótarétt, en fræði- greinin skaðabótaréttur fjallar um bætur fyrir tjón, þ.e. skerð- ingu eða ónýtingu hagsmuna, oftast fjárhagslegra. Meiðing á æru manns telst skerðing á ó- fjárhagslegum hagsmunum, þó ærumeiðingar geti einnig haft í för með sér fjártjón sem tjón- þoli á rétt á að fá sérstakar bæt- ur fyrir auk miskabóta. 2) En lítum aðeins á lögin. Svo hljóðar 234. grein Almennra hegningarlaga: „Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfn- um, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða varðhaidi í allt að 1 ári.“ 235. grein lag- anna hljóðar svo: „Ef maður dróttar að öðrum manni, ein- hverju því sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varð- ar það sektum eða varðhaldi allt að 1 ári.“ Og í 237. grein segir svo: „Ef maður bregður manni brigsium án nokkurs til- efni, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt.“3) Heiður í húfi En hverrar merkingar er æra og hvað felst í ærumeiðingum? í mæltu máli, hefur orðið æra, ýmsar ólíkar merkingar. Orða- bók Menningarsjóðs skilgrein- ir æru sem heiður, sóma, sómatilfinningu, virðingu og álit. Gunnar heitinn Thoroddsen fyrrum forsætisráðherra og Iagaprófessor var líklega manna fróðastur um æruhug- takið og það viðfangsefni lög- fræðinnar var honum ætíð kært. Hann reit doktorsritgerð, sem ber nafnið Fjölmæli og er yfirgripsmikið rit um æru- meiðingar og ýmsa meðferð þeirra í íslensku réttarfari í gegnum tíðina. Þar segir hann að æra sé í fýrsta lagi notað um heiður. í öðru lagi um tilfinn- ingu manns fyrir heiðri sínum og sómatilfinningu og í þriðja lagi dóm eða álit annarra um tiltekinn mann óg sé sú merk- ing algengust. Jafnframt segir Gunnar: „Fyrirlitning og róg- burður geta gert þann sem fyr- ir verður, að verri manni, dreg- ið úr lífsþrótti hans, skapfestu og siðferðisþreki; það er og hætt við, að hann vandi minna til verka sinna, þegar hann mætir misskiiningi og iítilsvirð- ingu, og fær engu um þokað í þessum rangláta dómi um- hverfisins" Og hann bætir við: „...Æran í réttarlegum skilningi (er) ekki sjálft persónugildi mannsins, heldur hugmynd eða dómur um það.“ Vitnar Gunnar til þess sem Einar Arn- órsson hefúr ritað um æru- meiðingar: ,/Era er fólgin í sjálfsvirðingu einstaklings eða virðingu annarra manna á honum. Lög um ærumeiðingar horfa því til verndar hugará- standi manna.“ '} Gunnar kemst að eftirfar- andi niðurstöðu: ,Æran er þannig dómur eða hugmynd manns sjálfs og annarra um persónugildi sitt. Grundvöllur- inn fyrir þessum dómi, persónugiidið, markast af eig- inleikum og hæfileikum, svo sem heiðarleik, drengsskap, fórnfýsi, örlæti, orðheldni, karlmennsku, viljaþreki, dugn- aði, gáfúm og af breytni og hegðun, athöfnum og líferni. Eiginleikarnir geta verið áskapaðir eða áunnir í Iífínu, sjálffáðri eða ósjálfráðir, góðir eða illir. Öll þessi atriði mynda persónulegt gildi mannsins." 5) í löggjöf er það nær undan- tekningarlaus regla að siðferð- isdómar falli undir æruhugtak- ið enda eru niðrandi ummæli um siðgæði manns kjarni æru- meiðinga og algengasta dæmi þeirra, þó íslenskir dómstólar hafi oft refsað fýrir niðrandi ummæli sem ærumeiðingar, þótt þau hafi ekki varðað sið- ferði manns. Ærumeiðing telst því ólög- mæt árás á æru annars manns og getur hún komið fram með hverjum þeim hætti sem mannleg hugsun getur birst í. Niðrandi ummæli sem hinum meiðyrta berst einum til vit- undar, særa aðeins sjálfsvirð- ingu hans, en berist þau til vit- undar þriðja manni eru þau árás bæði á sjálfsvirðingu og mannorð en sé það aðeins þriðji maður sem heyrir þau, teljast þau aðeins árás á mannorðið. Slíkar árásir gegn æru manna er almennt skipt í tvo meginflokka; móðganir (lítilsvirðandi ummæli) og að- dróttanir. Svo eitthvað dæmi sé tekið má nefna að það er refciverð móðgun ef einhver væri kallaður fífl eða bjáni en aðdróttun að kalla hann þjóf eða bera hann sök- um um refsivert athæfi. Slíkar aðdróttanir um glæpsamlegt atferli eru að jafnaði grófastar ærumeiðinga, til þess fallnar að gjörspilla áliti manns eða framtíð hans. 6) Forfeðranna frægð í refeimæli Grágásar, lög- bókar sem gilti á þjóðveldis- tímanum, var að finna rækileg- 1 2 VIKAN 25. TBL. 1988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.