Vikan


Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 37

Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 37
MISSKILNINGUR ÞORSTEINN EGGERTSSON TÓK SAMAN öðrum samgöngutækjum næsta aldarfjórð- unginn, fremur en þeim síðasta. Hér á landi má gera ráð fyrir að bíllinn verði jafnvel enn meira nýttur en áður milli landshluta, þegar vegir verða orðnir nógu góðir." - Hvað finnst þér um „alheimssjón- varpið“ sem nú er staðreynd hér? „Móttaka sjónvarpsútsendinga erlendra sjónvarpsstöðva er nýtt fyrir okkur íslend- inga og þó lengi hafi verið um þetta rætt, hafi maður ekki mikið hugsað út í hvaða áhrif og afleiðingar það hefði. Ég get ekki neitað því að mér flnnst þetta dálítið ískyggileg þróun fyrir okkar litlu þjóð, því fjölmiðlunin hefur tilhneigingu til að ýta til hliðar öðrum menningarlegum hluturn sem ég tel að yrði mikil eftirsjá í. Afþrey- ingarefhi verður væntanlega yflrgnæfandi á kostnað klassískara og vandaðra efhis og skiptir ekki meginmáli hvort efhið er ís- lenskt eða erlent. Það er skarplega athug- að hjá Jóhanni er hann segir að skvaldrið muni sigra. Skvaldrið yflrgnæfir aðra hluti, það nær eyrum fleira fólks og borgar sig þess vegna betur.“ - Hvemig verða valdahlutföllin í heiminum til ársins 2013? „Valdalilutföllin í heiminum í dag byggj- ast á jafnvægi í vopnabúnaði og er ekki lögð minni áhersla á það nú en fyrir 25 árum. Vopnabúnaður hefur stórlega aukist en nú eru menn hins vegar farnir að reyna að draga úr honum. Spennan á milli valda- svæðanna í vestri og austri hefur heldur minnkað og er stefhan að valdajafnvægi haldist. Býst ég við að menn séu að mörgu leyti bjartsýnni en áður að það takist. En ennþá finnst mér það nokkuð skynsamlegt mat á stöðunni, það sem segir í fyrri spá: að það verði svipað ástand eftir 25 ár, eða það verði ekkert ástand." □ kröfum, sem tækni og einkenni nútíma þjóðfélags skapa þeim.“ Hvað varðar hlut- fall í heimsyfirráðum..þá mundi ég ein- faldlega segja það, að það verði svipað ástand í heiminum eftir 25 ár — eða að það verði ekkert ástand. Að annaðhvort verði jafnvægið nokkurnveginn þolanlegt milli þessara tveggja flokka, eða þá að annar hafl sprengt báða í loft upp. Þar á milli virðist enginn millivegur vera.“ Gísli: „Ég er líka á þeirri skoðun, að annaðhvort verði heimurinn við líði, í svipuðu formi og nú, eftir 25 ár, eða við þurfum ekki að halda upp á 50 ára afmæli Vikunnar. Annars álít ég, að hin stríðandi afstaða Rússa og Kínverja, verði til þess, að Rússland nálgist æ meira vestrænu ríkin og á þessum tíma verði þær þjóðfélagsbreyt- ingar í Rússlandi, að hægt verði að vinna mikið meira með hinni stóru rússnesku þjóð. Ég er ekki trúaður á það, að þessar þjóðir fari í styrjöld á næstu 25 árum, né að Kínverjar verði svo sterkir á þessum tíma að þeir geri mikin skurk — ég trúi því varla að óhamingja mannkynsins verði svo mikil, að út brjótist kjarnorkustyrjöld með allri þeirri hræðilegu eyðileggingu, sem henni er samfara." □ Margir af hversdagslegustu hlut- um sem við þekkjum eru byggð- ir á misskilningi. Þegar Bretar lögðu Kína undir sig á sínum tíma tóku þeir eftir því að innfæddir drukku mikið te. Fljótlega komust þeir þó upp á lagið að drekka te sjálflr, fluttu það heim til Eng- lands og drukku það úr svipuðum krúsum og Kínverjar notuðu — en þeir vissu ekki almennilega hvað átti að gera við skálina sem fylgdi með, svo þeir settu hana bara undir krúsina og hafa gert það síðan. Þar með var undirskálin fundin upp — en Kín- verjar notuðu þessa skál ofan á krúsina sem eins konar lok til að halda teinu heitu. Fæðutegundin sem við íslendingar köll- um korn er almennt kölluð grain í Amer- íku. Það sem Ameríkanar kalla corn köll- um við íslendingar aftur á móti ma/s. Corn flakes þýðir því maísflögur en ekki korn- flögur. Indjánar — frumbyggjar Ameríku — eru kallaðir indjánar vegna þess að Kólumbus hélt að hann væri kominn til Indlands þeg- ar hann fann Ameríku. Þegar David Living- stone kannaði ffumskógana í Kongó (nú Zaire) á sínum tíma kom hann að geysi- mikilli á (hún er víst einir þrettán hundr- uð kílómetrar að lengd) og spurði frum- byggjana hvað hún héti. Þeir svöruðu strax: „Aruwimi" sem þýðir reyndar „hvað segir maðurinn?" En dr. Livingstone mis- skildi mennina og kallaði ána Aruwimi og heitir hún það enn þann dag í dag. Þetta fljót á upptök sín skammt frá landamærum Uganda og rennur í Zaire-fljótið inni í miðju Zaire. Lengi vel var heilt landsvæði á þessum slóðum (á stærð við Danmörku) kallað Aruwimi — en auðvitað er ófært til lengdar að láta svo stórt hérað heita „Hvað segir maðurinn?" Lögreglustöðin Scotland Yard í Lund- únaborg á ekkert skylt við Skotland, eins og margir halda. í þessu tilfelli er orðið Scotland afbökun á norræna orðinu „skatt- land“, en fyrr á öldum var þarna ein helsta toll- og skattainnheimtustöð Lundúna. Það er því sitthvað Skotland og Skattland, þótt orðin séu nákvæmlega eins stöfúð á ensku. Sérstök gerð munn- trommu hefur stundum verið nefnd „gyð- ingaharpa" eða „júðaharpa" hér á landi vegna þess að hljóðferið heitir „jews harp“ á ensku. En orðið jews, sem undir venjulegum kringumstæðum þýðir gyð- ingar, er í þessu tilfelli afbökun á orðinu jaws sem þýðir kjálkar. Orðrétt þýðing heitisins á þessu hljóðfæri ætti því að vera „kjálkaharpa". Sumum flnnst skrítið að Nígeríumenn sjóða skreið og ítalir steikja saltfisk. Margir eru álíka gáttaðir þegar þeir koma á veit- ingahús og sjá útlenda ferðamenn borða skyr með rjóma út á og þamba rósavín með. En ítalir eru álíka hissa þegar þeir sjá okkur borða spaghetti með kartöflum — og jafnvel spæleggjum. ítalir nota spaghetti nefnilega svipað og aðrar þjóðir nota súpu — og við íslendingar borðum ekki grjóna- graut með kartöflum og spæleggjum, eða hvað? Aftur á móti nota ítalir ekki skeið til að koma spaghettistrengjunum upp á gaff- alinn. Það er breskur ósiður. ítalir nota bara gaffal. Hníf vilja þeir alls ekki nota á þennan þjóðarrétt sinn; segja að það boði ógæfu að skera spaghettistrimla niður. í staðinn vefja þeir þeim upp á gafifalinn. Og það sem Kínverjar kalla vorrúlur kallast kínarúllur hér á landi — en senni- lega myndu Kínverjar kalla fyrirbærið ís- lenskar pönnukökur austur í Kína. Þeim finnst nefnilega undarlegt að hafa kjúkl- ingahakk í þeim. Margir útlendingar halda að á íslandi búi eingöngu ísbirnir og eskimóar, sem er auðvitað tómur misskilningur. En hér á landi, sem víða annars staðar, eru sleðar notaðir til að ferðast á í snjó. Auðvitað eru til margar tegundir af sleðum, en þeir sem eru notaðir til snjóferða, s.s. skíðasleðar, hundasleðar og magasleðar, gætu einu nafhi heitið snjósleðar. En þá kemur babb í bátinn. Fyrir nokkrum áratugum voru nokkrir snjóbílar fluttir til landsins og mörgum árum seinna komu fýrstu vélsleð- arnir. Nú eru hins vegar margir búnir að slá orðunum snjóbíll og vélsleði saman og kalla vélsleða snjósleða. Þó þarf misskilningur ekki alltaf að vera slæmur eða neyðarlegur. Menn takast t.d. í hendur þegar þeir hittast. Það er eins kon- ar tákn um traust og vináttu. En í upphafi tókust menn í hendur - og hristu þær dug- lega - til að ganga úr skugga um að hinn aðilinn væri ekki með vopn falin í erminni. Misskilið augnaráð hefur oft orðið til þess að strákur og stelpa kynntust nánar, fóru að vera saman og urðu síðar fyrirmyndar- hjón. 25. tbl. 1988 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.