Vikan


Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 20

Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 20
EFTIR RAGNAR LÁRHH Gengið hans Þorsteins Raupað og rissad í tilefni palladóma Jóns Baldvins að vakti að vonum gífurlega athygli hér á dögunum þegar háæru- ■ verðugur utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, settist í W dórnarasætið og gaf meðráðherrum sínum, núverandi og fyrrver- andi, einkunnir. Palladómar eru ekki óþekkt fyrirbrigði hér á landi og eru jafnan vinsælt lesefni. Á sínum tíma birtust frægir palladómar í Vikunni og voru þeir um þekkta landa, einkum stjórnmálamenn. En það mun vera einsdæmi að starfandi ráðherra gefi samráðherrum sín- um svo afgerandi einkunnir sem Jón Baldvin gerði í viðtali við Alþýðublaðið þann 13. október síðastliðinn. Að sjálfsögðu hafði Jón Baldvin erindi sem erfiði, enda dylst engum að sá var tilgangurinn. Blaðinu var dreift í stóru upplagi um landið þvert og endilangt. Já, sviðsljósið er heillandi, eins og sannast á öllum þeim látúnsbörkum sem tröllríða þjóðinni um þessar mundir. Látúnsbarkinn Jón Baldvin gaf raupara kærkomið tækifæri til að bregða pennanum, í þeim tilgangi að festa nokkrar skissur á blað, og fylgja þær línum þessum. Það hefur jafnan verið þakklátt verk og vanþakklátt í senn, að teikna skopmyndir af samferðamönnum. Vandi teiknarans er sá að skjóta ekki yfir markið og er það von raupara að enginn fyrtist við þær teikn- ingar sem línunum fylgja. Textinn undir teikningunum er að sjálfsögðu byggður á fyrrnefndum palladómum Jóns Baldvins. Jóns Baldvins vinsælasti maður þjóðarinnar. En Jón segir að Steingrímur hafi snemma verið ósáttur við þessa ríkisstjórn og einkum tvennt komið til. í fyrsta lagi hafi honum fundist að drengurinn við borðsendann sæti í sínum stól og í öðru lagi hafi honum fundist árangursleysi stjórnarinnar mikið. Jón Baldvin segir það ekki út í hött að kalla hefði mátt Steingrím leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar, þar sem hann hefði af pólitískri þefvísi vitað hvað almenningur vildi heyra. Jón Baldvin kveður Matthías hafa haft lítið að gera sem samgönguráðherra þar sem Vegagerð ríkisins sjái að mestu um þá sjoppu. Hafi Matthías því haft lítið að gera og lagst í ferðalög. En Jóni líkar vel við Matt- hías og segir hann viðfelldinn mann, léttan í lund og góðan félaga. Kveður hann Matt- hías vera langlífan mann í pólitík að hætti Mykyans og Kosygins. 20 VIKAN 25.TBL. 1988 Friðrik Sophusson hafði ekki mikið aö gera í iðnaðarráðuneytinu að sögn Jóns Baldvins, enda sé það lítilfjörlegt ráðuneyti. Ekki minnist Jón þess að Friðrik hafi flutt mál sem orð væri á gerandi. En sem málsvari Sjálfstæðisflokksins sé Friðrik harðskeyttur. Jón segir að Friðrik hafi viljað báknið burt í æsku, en hann hafi löngu gefist upp fyrir tregðulögmáli kerfisins. Johanna er sá ráðherra sem Jóni Baldvini kemur fyrst í hug þegar hann lítur til baka til fyrri stjórnar. Hann getur þess að hún hafi setið honum á vinstri hönd, sem þýðir að sjálfsögðu að hann hefur setið henni á hægri hönd. Jón segir að Jóhanna sé afkastamesti kvenpólitíkus á Alþingi með öllum kostum og kenjum kvenskepnunnar. Stefnuföst og þrjósk, en afskiptalítil um önnur mál en „sín eigin“. Meira en karlmannsígildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.