Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 39
eins og áður sagði, hann í framhaldsnám í
verkfræði en hún í fjölmiðlafræðina í Uni-
versity of Utah í Salt Lake City. „Ég var í
hagnýtu fjölmiðlanámi, við lærðum öll
vinnubrögð og störfuðum meðal annars á
fjölmiðlum í borginni. Ég vann um tíma á
Deseret News, einu aðaldagblaði borgar-
innar og var einnig aðeins í að aðstoða
einn af þekktari útvarpsmönnum fylkisins
á útvarpsstöð sem útvarpaði aðeins tal-
málsþáttum.
Samfélagið í Utah er svolítið sérstakt,
þarna eru mormónar allsráðandi og það
setur sinn svip á mannlífið. Þeir eru indælt
fólk og gott að eiga samskipti við þá, en
þeir eru svolítið ofstækisfullir. Landslagið
er eitt það stórbrotnasta sem ég hef séð í
Bandaríkjunum annars vegar eyðimörk og
hinsvegar Klettafjöllin. Þarna eru líka ein
bestu skíðasvæðin í Bandaríkjunum, enda
voru margir skíðaáhugamenn frá Evrópu í
háskólanum, til dæmis þó nokkuð marg-
ir Norðmenn og því var skólinn með al-
þjóðlegu yflrbragði og mjög ffábrugðinn
mannlífinu í kring.“
Meðal verkefna hennar í skólanum var
viðtal við einhvern þekktan mann, sem
vinna átti fyrir tímarit. Hún valdi höfðingja
Ute-ættflokksins, en þeir búa í fjöllunum á
mörkum Utah og Colorado. „Ég keyrði
þangað í febrúar í vitlausu veðri, þetta var
eins og að koma til annars lands. Hjá indí-
ánunum ríkir mikil fátækt, en höfðinginn
var með ýmsar áætlanir í gangi til úrbóta.
Hann hafði meðal annars komið á fót með-
ferð fýrir áfengissjúklinga og búið var að
reisa hótel sem var mjög sérstakt í útliti,
risastórt múrsteinshús í laginu eins og
indíánatjöld. Höfðinginn var stórmerkileg-
ur maður, hann hafði menntað sig og vann
að því að endurbæta samfélagið og koma
fólki sínu í samband við umheiminn.
Skíði og hundar
— Áttu þér einhver áhugamál utan við
starfið?
„Við Helgi erum forfallnir skíðamenn,
hann er reyndar gamall keppnismaður.
Við tökum Grím með okkur, hann hefur
mjög gaman af því að hlaupa um í
snjónum. Það má eiginlega segja að hann
sé áhugamál, alla vega tekur hann mikinn
tíma. Ég er með hundadellu og hef alltaf
átt hund. Grímur er með fínni ættartölu en
nokkur annar í fjölskyldunni og nú er
hann í hlýðniskóla að læra góða hunda-
siði.“ Grímur sýnir mér fúslega það sem
hann hefur lært; að setjast, leggjast og
heilsa. Hann hefur Iátið lítið fýrir sér fara
meðan á viðtalinu hefur staðið, sofið mest
allan tímann og rétt vaknað til að leika sér
að plastdýrunum sínum.
— Hvernig manneskja er Kristín Helga?
„Ég er frek og alls ekki feimin. Ég er
ffekar sveiflukennd, stundum er ég ofsa-
lega kát og stundum hundful. Það er ekk-
ert þarna á milli. Ég hef mjög gaman af að
gera hlutina með engum fýrirvara, læt
stjórnast af hugdettum. Maðurinn minn er
aftur á móti miklu jarðbundnari og skipu-
lagðari en ég. Ég fékk til dæmis þá hug-
dettu að fara til Hawaii í vorffíinu okkar
eitt árið, við fórum með bakpoka á ódýr-
asta fargjaldi. Við bjuggum á Maui, sem er
mjög falleg lítil eyja og lítið um ferða-
menn, í kommúnu hjá brimbrettaáhuga-
mönnum. Þetta var mjög afslappað
líf og ég hefði vel getað hugsað mér að
vera þarna í nokkra mánuði, slappað af á
ströndinni og gengið undir pálmatrján-
um... en kannski á ég eftir að fara aftur
þangað, hver veit..." □
25. tbl. 1988 VIKAN 39