Vikan


Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 33

Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 33
Hér eru helstu niðurstöður þremenninganna Tæknilegar framfarir verða öilu hægari en undanfarin 25 ár. • Afkoma manna batnar um helming. • Tveir og hálfur frídagur í viku. • Þyrlur og einkaflugvélar í almennri notkun. • Samgöngur innanlands batna - mjólk ef til vill flutt í plastleiðslum • Ferð til London tekur 1 klst. • Nýting sjávarafurða tekur miklum framförum og markaður eykst • Tekin upp fiskirækt. • Ferðamannastraumur til íslands eykst verulega. • Tvær „Þjórsárvirkjanir“ verða fullgerðar. • Fullkomin heyþurrkun, óháð veðri. • Útflutn- ingur afurða eykst. • Landgræðsla verður víðtæk. • Þéttbýlið á Suðvesturlandi eykst. • Reykjavík stækkar gífurlega að flatarmáli, en íbúar verða 150-200 þús. • Úthverfin við Lækjarbotna og í Mos- fellsdal. • Léttbyggð einbýlishús vinna á. • Alheimssjónvarp á hverju heimili. • Menn hlusta með öðru eyranu, horfa með öðru auganu. • Trúarfélögum fjölgar. • Efnishyggjan víkur um set. • Kennslusjónvarp mikið notað. • Skvaldrið vinnur á í útvarpinu. • Takmörkun barneigna víðast nema á íslandi. Jóhann Hannesson Jóhannes Nordal Gísli Halldórsson eins og gert sé víða erlendis. Hann telur einnig að útflutningur landbúnaðarafúrða muni aukast og að landgræðsla verði mikil. Stór-Reykjavík og híbýlin Jóhannes telur að bæir og borgir verði ekki eins þéttbyggð, dreifist meira, eins konar sambland bæjar og sveitar. Þannig muni bæir og þorp tengjast með byggð smám saman. Hann segist geta hugsað sér að Hveragerði verði nokkurs konar úthverfi Reykjavíkur eftir 25 ár. Jóhann telur hinsvegar ekki líklegt að Reykjavík nái austur fyrir Hellisheiði á þessu tímabili. Jóhannes tekur fram að þegar sé farið að selja lóðir í Hveragerði, fólki sem starf- ar í Reykjavík. En raunar búist hann ekki við að byggð verði samfelld á þessu svæði og hugsanlega verði um 150—200 þúsund manns á Reykjavíkursvæðinu öllu, með út- borgunum. Jóhann segist halda að Reykjavík muni ekki hafa þanið sig lengra út en upp í Mosfellsdal og að Lækjarbotn- um. Hvernig híbýli verða í þessum nýju út- borgum, svarar Gísli: „Ég hef á tilfinning- unni, að þær byggingar verði stærri, bjart- ari og léttari, en nú gerist. Líklega vill fólk þá heldur vera í einnar hæðar húsum, kjallaralausum og ofanjarðar að öllu leyti, með fleiri og stærri gluggum, því mér hafa reynst gluggar vera meiri varmagjafar en álitið hefur verið.“ Hann gerir líka ráð fýrir að meira verði notað af viði í byggingar og þar verði fleiri og fúllkomnari heimilistæki en áður. Sjónvarp verði í hverju húsi þar sem fólk getur horft á atburði um leið og þeir eru að gerast í heiminum. Einnig telur Gísli að allir hafi þá sitt fjarskiptatæki í vas- anum og geti þannig rætt við hvern sem er hvar sem er. En þrátt fyrir allt þetta verði fólk almennt ekkert hamingjusamara. Jóhann er einnig þeirrar skoðunar að háhýsum fækki og meira verði byggt af lægri húsum, stærri að flatarmáli. Háhýsin hafi þá tilhneigingu að verða nokkurs kon- ar fátækrahverfi. Þó býst hann við að há- hýsin verði byggð áfram enn um sinn. Jóhannes talar um hve litlum breyting- um byggingariðnaðurinn hafi tekið. Bæði séu stökkbreytingar í byggingum kostnað- arsamar og fólk vanafast og því telji hann steinsteypuna verða hér áffam að mestu, nema eitthvað nýtt komi fram sem verði ódýrara og betra en nú þekkist. Alheimssjónvarp og íslensk menning Árið 1963 voru þrjú ár í að Rikissjón- varpið tæki til starfa hér á landi, en þegar var hafin umræða um áhrif þess á menn- inguna. Einnig var „alheimssjónvarp" í augsýn, þ.e. sjónvarpssendingar milli landa. Jóhann álítur líklegt að sjónvarp hafi sín áhrif á menninguna fýrst í stað, en sennilega verði menn farnir að læra að nota sjónvarp dálítið skynsamlega árið 1988. Hann nefnir þau áhrif sem sjónvarp- ið hafi haft á fólk í öðrum löndum og enn sé verið að vinna úr rannsóknum í þeim efnum. Jafnframt segir hann að sjónvarpið muni vafalítið geta veikt íslenska tungu og mikið af erlendum orðum muni þrengja sér inn í málið. Jóhannes segist enginn aðdáandi sjón- varpsins, en með nýjum tímum muni óhjákvæmilega flæða alls konar erlend á- hrif yfir landið, í formi bóka, tímarita, kvik- mynda, utanlandsferða íslendinga og er- lendra ferðalanga, og því efist hann um að sjónvarpið hafi þar neina úrslitaþýðingu til ills. Gísll telur að samskipti við aðrar þjóðir séu af hinu góða, þar með kynnumst við hugsanagangi þeirra og menningu og eng- in hætta sé á að við töpum tungumálinu þess vegna. Sjónvarp telur hann hinsvegar ekki hafa góð áhrif fyrr en fólk kunni að nota það. „Ég óttast að menn lesi minna, hugsi minna, sjái með öðru auganu og heyri með öðru eyranu, noti heilann minna en verði því áhrifagjarnari." Hann spáir því að búið verði að koma upp kennslusjónvarpi fyrir skólana eftir 25 ár og einnig verði í almenna sjónvarpinu sér- stakir fræðslu- og vísindaþættir, sem hefðu góð áhrif á kennslumálin. Jóhann segir að íslensku mætti t.d. kenna í útvarpi, en sú stefna að nota út- varpið í vísindalegum og uppeldislegum tilgangi sé þegar dauð og svipað verði með sjónvarpið. — Þetta sé eintómt skvald- ur og skemmtanir og það verði skvaldrið sem sigri. Unglingavandamál og uppeldi Áhyggjur af ungdómnum var vaxandi vandamál árið 1963. Hvað segja þre- menningarnir um það mál? Jóhann segir það aukast, því bæði vanti vilja og getu til að stöðva þá þróun. Gísli segist ekki svo svartsýnn á það, hann hafi 25.10.1988 VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.