Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 36
LÍFIÐ Á ÍSLANDI ÁRIÐ 1988
„Ekki svo fjarri \ag\u
- segir Jóhannes Nordal um spódómana 25 órum síðar
TEXTI: GUÐRÚN ALFREÐSDÓTTIR
„Þetta er nú bara tiltölulega
skynsamlegt hjá okkur og ekki svo
fjarri lagi,“ segir Jóhannes Nordal
Seðlabankastjóri efitir að hafa lesið
yfir framtíðarspána frá 1963 um Iífið á
íslandi eftir 25 ár. „Margar þeirra
breytinga sem orðið hafa á þessu
tímabili hafa greinilega verið á þeim
nótum sem búist var við.“ Jóhannes
segist vel muna eftir þessu spjalli
þeirra þremenninga og að raunar hafi
hann ekki átt von á að þeir yrðu jafii
sammála um marga hluti og þeir
reyndust vera. Hann hafði búist við að
Gísli yrði ögn háfleygari því hann hafi
haft mikinn áhuga á tækninýjungum
og verið „fantasíumaður“ að því leyti.
Jóhann hafði svo reynst býsna prakt-
ískur sem presturinn í hópnum. Ekki
segist Jóhannes muna eftir neinum
óvæntum viðbrögðum við spádómun-
um, kannski hafi fólki fúndist þeir
óþarflega jarðbundnir frekar en hitt.
„Það er athyglisvert í þessum samræð-
um okkar, að við minnust ekkert á tölvur.
Annað hvort hefur sú spurning ekki komið
upp eða þá að tölvur hafi ekki svo mikið
verið komnar á dagskrá. Eins hefúr enginn
okkar getað séð fyrir um þá miklu fjöl-
miðlabyltingu sem orðið hefur á þessum
tíma. Væntanlegt sjónvarp hefúr þótt
nægilega stór biti þá. En sums staðar kom-
umst við nokkuð nálægt staðreyndum, til
dæmis í samgöngumálum, virkjunarmál-
um, varðandi húsbyggingar og þróun
byggðar almennt. Við spáðum Iíka tvö-
faldri þjóðarframleiðslu á mann, sem er
nokkurn veginn það sem orðið hefur. Hins
vegar hefur komið í ljós að íslendingar
taka aukatekjur meira fram yfir frítímann
en maður bjóst við og því hefur raunveru-
leg stytting vinnutímans orðið minni en
ella. En þetta á nú eftir að brcytast held ég.
Einnig gerði ég ráð fyrir að kapítalisminn
og kommúnisminn mundu mætast á miðri
leið og víst varð raunin sú að þeir nálguð-
ust, en þó á annan hátt en ég hélt, bæði
kerfin eru að fara meira yfir í markaðs-
hyggju. Varðandi ferðamannastrauminn til
landsins er líka áherslumunur hjá mér, því
ég bjóst við meiri aukningu ferðamanna til
íslands heldur en á ferðum fslendinga til
útlanda, en þetta varð nú öfugt.“
- Hverju viltu spá um lífskjör fólks
næstu 25 árin?
„Ég held að skoðanir manna hneigist að
því að lífskjarabatinn og þar með fram-
Ieiðsluaukningin geti ekki haldið áfram
með jafh miklum hraða og verið hefur síð-
ustu 25 árin og rúmlega það. Það getur
ekki endalaust gerst og því má búast við
að fremur hægi á hagvextinum. Svo er
annað sem mun gerast á næstu 25 árum og
það er mikil fyrirsjáanleg breyting á
aldursskiptingu þjóðarinnar, enn meiri en
menn bjuggust við. Fólksfjölgun hefur
orðið minni og hægari undanfarna áratugi
en gert var ráð fyrir og spáð er enn minni
Jóhannes Nordal Seðlabanka-
stjóri: „Ennþá finnst mér það
nokkuð skynsamlegt mat á
stöðunni, það sem segir í íyrri
spá: að það verði svipað ástand
eftir 25 ár, eða það verði ekk-
ert ástand.“
fjólksfjölgun næstu 25 árin, sem þýðir að
eldra fólki fjölgar mikið í hlutfalli við ungt
fólk. Þessu fylgir afar mikil þjóðfélags-
breyting."
— Verða byltlngar í samgöngumál-
um?
„í þessari spá okkar fyrir 25 árum segj-
um við að sennilega verið ffamfarir mestar
á sviði flugtækninnar, því þá töldu menn
að hljóðfráar þotur væru ekki svo ákaflega
langt undan. Reynslan hefur hins vegar
orðið sú að þó það sé tæknilega mögulegt
að framleiða þær þá er það svo dýrt að
hingað til hefúr það ekki þótt borga sig.
Concorde er eina tegundin sem komist
hefur í notkun, og það mjög takmarkað, og
ekkert bendir til að þetta breytist á næst-
unni. Það er heldur ekki ástæða til að bú-
ast við byltingarkenndum breytingum á
trú á íslendingum. Eftir miklar þjóðfélags-
breytingar takist nú smám saman að kenna
fólki að ala börnin dálítið betur upp og að
ráðamenn geti gert dálítið betur við
kennara og uppeldisfrömuði.
Jóhannes segist halda í þá von með Gísla
að það takist að leysa þessi mál á viðun-
andi hátt. Það þurfi mikið að gera til að
orka ungdómsins til athafna fái heilbrigða
og uppbyggilega útrás og hann sé sann-
færður um að það takist. Hann varar við of
mikilli svartsýni vegna hins svokallaða
„Þjórsárdalsungdóms" ýmsir jafnaldrar
hans hafi komist til manns þrátt fyrir ein-
hver víxlspor í æsku. Ungdómurinn, sem
mestar áhyggjur séu hafðar af í dag, verði
orðinn að nýtum borgurum eftir 25 ár.
Varðandi það hvort uppeldi barna færist
meira yfir á opinberar stofnanir, en hlut-
verk heimilisins fari minnkandi, svarar
Jóhann að það aukist stöðugt og með til-
liti til fjölgunar afbrotaunglinga sé það
ekki heillavænleg þróun.
Jóhannes segir þróunina hafa verið
lengi í þá átt að uppeldi, sérstaldega í
sambandi við menntun, verði æ meira
utan heimilana. Með batnandi lífskjörum
skapist mótspyrna við þessari þróun, því
36 VIKAN 25.TBL.1988
menn vilji nota frítímann til að vera með
fjölskyldunni.
Eftirsótt ferdamannaland
Að fsland verði eftirsótt ferðamanna-
land árið 1988, eru þeir félagar nokkuð
vissir um. Jóhannes segir margt mæla
með því, m.a. aukinn frítími fólks og
tekjur. ísland hafi upp á ýmsilegt að bjóða,
sem verði sífellt meira metið, eins og öræf-
in og sérkennilega náttúru, og því sé nauð-
synlegt að fara að ákveða hvernig við vilj-
um hafa öræfin — „hvort rétt sé að drita
niður skálum og hótelum hvar sem er. Ég
býst við því að tekjur af ferðamönnum
aukist töluvert, og þá jafnframt að eyðsla
okkar íslendinga aukist vegna ferðalaga
erlendis, þótt það verði kannski ekki í
sama hlutfalli."
Jóhann telur að við þurfum að gera
ýmislegt til að auka ferðamannastrauminn.
Veðráttan hái okkur og því þurfúm við að
geta hagrætt ferðum fólks þannig, að það
geti verið þar sem veður er best á hverjum
tíma.
Gísli lætur í ljós þá ósk sína, að árið 1988
veðri kominn sá baðstaður, sem hann hafi
eitt sinn stungið upp á. „Ég benti á Tjörn-
ina, sem líklegan stað, en kannski væri
heppilegra að hafa hann í Skerjafirðinum.
Þar mætti dæla sjó í baðstað uppi á landi,
hita hann upp með heitu vatni frá Hitaveit-
unni, og nota rafgeislalampa til að verma
fólkið í flestu veðri.“
Valdahlutfall í heiminum
Lokaspurning Vikunnar til þessara
þriggja heiðursmanna, á afmæli Vikunnar
árið 1963, hljóðar þannig: - Hvernig hald-
ið þið að valdahlutfallið verði í heiminum
effir 25 ár, milli kommúnisma og kapital-
isma?
Jóhanni finnst erfitt að spá þar um en
segir: „Líklega verður ein, nokkuð stór
styrjöld á þessu tímabili og nokkrar smáar,
og undir úrslitum þessarar einu stóru
styrjaldar geri ég ráð fyrir að valdahlutfall-
ið fari.“
Jóhannes hefur þá trú að bilið milli kap-
italisma og kommúnisma, sem tveggja
stríðandi efnahagskerfa, muni minnka með
tímanum. „...kerfin færist nær hvort öðru
heldur en fjær, vegna innri þróunar, því
bæði lúta að sjálfsögðu þeim lögmálum og