Vikan


Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 43

Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 43
SÍNIR EIGIN VERSTU ÓVINIR Þeir halda því viðstöðulaust fram að þeir séu ómögulegir. Þeir eru stöðugt að gera lítið úr sjálfum sér. Þótt harkalegir sjálfsgagnrýnend- ur beiti sjálfa sig þrýstingi gætu þeir verið að senda ýmiss konar skilaboð til annarra. ÞÝTT OG ENDURSAGT: ÞÓRDÍS BACHMANN • • OIl höfum við kynnst fólki sem gagnrýnir sjálft sig linnulaust og er gefið fyrir að ræða vankanta sína í eins miklum smáatriðum og hlustandinn þolir. Þessi teg- und er alls ekki óalgeng og innan hennar eru hinir ýmsu ættstofhar. Sjálfsgagnrýnendur geta verið búralegar vælu- skjóður eða sýnt heillandi skringilegheit, en þau per- sónuleikaeinkenni eru aðeins á yfirborðinu. Það sem þetta fólk á sameiginlegt er sá ávani að gera lítið úr sjálfu sér. Þótt flestir gagnrýni sjálfa sig öðru hvoru, gerir sjálfs- gagnrýnandinn það óvenju oft og áfellist sjálfan sig þunglega. Svo ötullega heldur hann ffam eigin misbrestum að ef honum er mælt í móti — ef hann er fullvissaður um að sjálfsmat hans sé alrangt — á hann til að reiðast og skoðanir hans á sjálfum sér gætu orðið enn skotheldari. Mikilvægasti greinarmunur- inn á sjálfsgagnrýnendum er þó hver tilgangur þeirra er, og þar kemur ýmislegt til greina. Oftast finnst okkur að svona fólk skorti sjálfstraust eða hafi minnimáttarkennd, eða álíti sjálft sig hafa á röngu að standa varðandi eitthvert málefhi. Þótt það sé sannleikskorn í þessum skýringum, sést þeim yfir hin persónulegu og félagslegu hlutverk sjálfsgagnrýni. Fólk setur ekki aðeins fram þessar „Ég er ómögulegur" yfirlýsing- ar sínar vegna þess að það trúi þeim einlæglega, heldur einn- ig til þess að fá einhverju ffamgengt. Fólk getur gagn- rýnt sjálft sig til þess að senda öðrum skilaboð, sem leið til að, segjum, láta fjandskap eða reiði í ljós, eða til að staðfesta þjóðfélagsstöðu. Unglingurinn sem tilkynnir að hann geti aldrei gert neitt rétt, að hann klúðri alltaf öllu, gæti verið að reyna að komast undan ábyrgð. Konan sem heldur því stöðugt fram við mann sinn að hún sé leiðinleg og heimsk og léleg móðir gæti verið að reyna að gera honum gramt í geði vegna þess að hann lætur raunveruleg áhyggjuefni henn- ar sig engu varða. Tilgangur- inn með því að gera lítið úr sjálfum sér gæti verið sá að leggja sjálfan sig í sölurnar í misskilinni tilraun til að halda fjölskyldunni saman eða eigin- gjörn tilraun til að láta líta á sig sem einstakling sem gerir óvenju miklar kröfur til sjálfs sín. Hver svo sem tilgangurinn er, veldur sjálfsgagnrýnandinn sjálfum sér óþægindum og jafnvel sársauka, og gerir sér kannski litla grein fýrir því að hann á sjálfur sökina á eigin óhamingju. Hann sér heldur ekki að hin óhóflega sjálfs- gagnrýni hans er skiljanlegt viðbragð við aðstæðunum í lífi hans. En þar eð hann skilur ekki ástæðuna fyrir sjálfsgagn- rýni sinni, er hann í slæmri að- stöðu til að gera nokkuð í mál- inu. Til að skilgreina hinar ýmsu tegundir sjálfsgagnrýni, verðum við að líta á hvað ein- staklingurinn er í raun og veru að gera: hvað hann ætlar sér, hverju hann fáer framgengt, og hvaða ángæju hann hefúr hugsanlega af því. Að virkja álag til að taka sig á Sumir gagnrýna sjálfa sig í tilraun til að skilja gjörðir sínar betur eða til að þvinga sjálfa sig til að gera betur næst. Bilið á milli skynsamlegrar og óbilgjarnrar sjálfsgagnrýni er ekki alltaf breitt. Aðili sem er gagnrýninn á reikningsgetu sína gæti t.d. tekið þá skynsam- legu ákvörðun að fýrst hann sé lélegur í algebru ætti hann að sleppa henni sem valgrein. Og ung stúlka gæti efast um hvort hún er nógu reynd eða nógu vinsæl til að fara út með eldri pilti í skólanum. Hefúr hún rétt fyrir sér? Eða er hún bara hrædd? Eða hvoru tveggja? Sjálfsgagnrýni skapar líka óþægindatilfmningu og leggur það álag á fólk að taka sig nú á. Til þess að ljúka verkinu setur þetta fólk „þumalskrúfur" á sjálft sig. Það er sérstaklega þegar fólk hefur lítinn áhuga á verkinu, að það ásakar sjálft sig um áhuga- eða orkuleysi og hvetur sjálft sig til að gera betur. Það er hvetjandi að vera harður við sjálfan sig, að minnsta kosti um stundarsakir, og jafnvel nógu lengi til að ljúka verkinu. En mistakist þeim, eins og gerist öðru hvoru, getur árangurinn orðið vítahringur vonbrigða og reiði sem leiðir til enn harkalegri sjálfsgagnrýni. Fólk sem gagnrýnir sjálft sig til þess að betrumbæta sig ætti að spyrja sig, „Hefúr það tilætl- uð áhrif? Mun meira álag leiða til meiri velgengni?" Þessar spurningar ættu að stuðla að því að fólk geri sér grein fyrir því að sjálfsgagnrýni þeirra skaðar það en er ekki tækni sem fær það til að standa sig æ betur. Vegna þess að ef hin óhóflega sjálfsgagnrýni þeirra væri verulega árangursrík, þá væri það nær alfúllkomið! Metnaði haldið í skefjum Sjálfsgagnrýni getur verið leið til þess að halda aftur af sjálfúm sér að gera ekki eitt- hvað sem gæti verið hættulegt eða siðlaust. Þegar einstakling- ur gagnrýnir sína eigin hæfi- leika eða þjóðfélagsstöðu, þá minnir hann sig á — eða sann- færir sjálfan sig um — að of metnaðarfúllar tilraunir til að breyta þeirri stöðu gætu verið dæmdar til að mistakast. Með sjálfsgagnrýni getur fólk á svipaðan hátt talað sjálft sig frá því að kaupa dýran bíl, sækja um stöðuhækkun eða eiga ástarævintýri. Einni afar aðlaðandi, giftri konu fannst maður sinn ekki sinna þörfúm sínum og hafa komið illa ffam við sig. Það væri gott á hann ef hún héldi framhjá honum, sagði hún, og ætlaði sér að gera það. En henni fannst einn- ig að framhjáhald væri siðlaust og gæti komist upp. Hvað átti hún að gera? Hún fór að ein- blína á það sem henni fannst athugavert við útlit sitt. Þessi þráhyggja varðandi útlitsgalla sína skerti sjálfstraust hennar og kom í rauninni í veg fyrir að hún færi út í þetta ástarsam- band. Svona röksemdafærsla hjálp- ar til að skýra hvers vegna margir táningar hafa allt að því áráttukenndar áhyggjur af út- liti sínu. Samkvæmt hinum fé- lagslegu væntingum þeirra sjálfra, eiga táningar ekki bara að hitta og vera með hinu kyn- inu á föstu, heldur eiga þeir líka að hafa ánægju af og vera snillingar í slíkum sambönd- um. Fyrir suma unglinga eru 25. tol. 1988 VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.