Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 5
VIKAN FAGNAR 50 ARA AFMÆLI
Orsakaði björgunarafrek ungs
sveitapilts útgáfii Vikunnar?
Núverandi ritstjórar Vikunnar, Þórarinn Jón Magnússon og
Bryndís Kristjánsdóttir, sitja á rökstólum ásamt framkvæmda-
stjóra Sam-útgáfunnar, Sigurði Fossan Þorleifssyni.
Skyldi það óbeint hafa
orðið þess valdandi að
Vikan hóf göngu sína
að telpa komst í lífs-
háska í byrjun aldar-
innar og ungur dreng-
ur var svo lánsamur að
bjarga henni? í stuttu
spjalli við einn af fyrr-
verandi ritstjórum Vik-
unnar er þessi getgáta
sett fram.
Gísli J. Ástþórsson, sem rit-
stýrði Vikunni ffá árinu 1953
til 1958, segir í viðtali á bls. 27
að þegar stofhandi Vikunnar,
Sigurður Benediktsson, var
ungur piltur í sveit hafi hann
drýgt þá dáð að bjarga telpu-
hnokka úr lífsháska við hinar
erflðustu aðstæður. Danskt
vikublað, sem verðlaunaði
óbreytta borgara fýrir ýmis
björgunarafrek, hafi haft
spurnir af þessu og boðið pilti
til Kaupmannahafnar til að
veita slíkum verðlaunum mót-
töku. Þannig kynntist Sigurður
af eigin raun og á áhrifaríkan
hátt vikublaði í svipaðri mynd
og hann átti síðar eftir að
stofha.
Það var fimmtudaginn 17.
nóvember 1938 sem Sigurður
Benediktsson gaf út fyrsta
tölublað Vikunnar. Ritstýrði
hann blaðinu en framkvæmda-
stjórnin var í höndum Einars
Kristjánssonar. Vikan var strax
hið myndarlegasta blað. Prent-
að á vandaðan pappír í tveim
litum. Var 24 síður að stærð og
í stóru broti. Lausasöluverðið
var 40 aurar en í áskrift kostaði
blaðið eina krónu og fimmtíu
aura á mánuði.
í dag býr Vikan við mikla
samkeppni á tímaritamarkað-
inum, en í forystugrein fýrsta
tölublaðsins sem út kom fyrir
hálfri öfd má lesa að við sömu
samkeppni hafi verið að etja,
en þar segir orðrétt: „Blaðið
býr yfir gnægð glæstra drauma.
Þrátt fýrir hinn þrönga markað
og mikinn fjölda íslenskra
blaða og tímarita hvarflar
hvergi að því að efast um til-
verurétt sinn og baráttuhæfhi
fýrir eigin þróun og viðgangi á
komandi tímum.“
Sigurður Benediktsson,
stofnandi Vikunnar. Hann
tók síðar til við listmunaupp-
boð sem lengi munu í minn-
um höfð.
Um efni blaðsins í aðalatrið-
um sagði að það væri ætlað tif
fróðleiks og skemmtunar,
gagns og gleði góðum lesend-
um. „Megináhersla verður
lögð á að flytja létt og læsilegt
efni til hvíldarlesturs og
dægradvalar, ásamt greinum
og ritgerðum, sem hafa al-
menna þýðingu í þjóðfélags-
legu og menningarlegu tilliti."
Þá kom fram að Vikan hafði
þegar aflað sér góðra sam-
banda og samvinnu við nokkur
erlend vikublöð og tímarit —
og þó alveg sérstaklega eitt
slíkt erlent blað, vikublaðið
Hjemmet í Kaupmannahöfn.
Við ritstjórn Vikunnar næst
á eftir Sigurði tók Jón H.
Guðmundsson, en þegar hann
Forsíða fyrsta tölublaðs Vik-
unnar, sem út kom 17. nóv-
ember 1938.
féll skyndilega frá greip Erling-
ur E. Halldórsson í fáeina mán-
uði inn í. Erlingur er rithöf-
undur og býr nú í Grímsey.
í síðasta tölublaði birtust
viðtöf við þá fimm ritstjóra er
ritstýrðu Vikunni á síðustu
fjórtán árum. í þessu tölublaði
er svo rætt við þrjá þeirra sem
stýrðu Vikunni áratugina tvo á
undan. Sá fjórði, Jökull Jakobs-
son, er látinn.
Síðasta tölublað Vikunnar
var að stórum hluta tileinkað
afmæli blaðsins og svo er einn-
ig með þetta tölublað. Þegar
farið var að blaða í eldri ár-
göngum Vikunnar rákumst við
núverandi ritstjórar blaðsins á
svo óskaplega margt sem gam-
an væri að endurbirta. Svo
margt að ógjörningur væri að
láta það allt eftir sér. En eitt og
annað munum við þó leyfa
okkur að sýna ykkur lesendum
í næstu tölublöðum. Það verð-
ur enginn svikinn af þeim
lestri og myndasýningum.
Og þá er bara að vona að
blaðalesendur verði jafn trygg-
ir Vikunni næstu 50 árin eins
og þau 50 ár sem nú eru að
baki.
Þórarinnjón Magnússon
Bryndís Kristjánsdóttir
Forsíður Halldórs
eftirminnilegar
Hlíf Geirsdóttir hafði sam-
band við okkur á Vikunni.
Af því Vikan á svona stór-
afmæli þá langaði hana til
að segja firá því að hún
hefði keypt hvert einasta
blað sem komið hefði út.
Því miður ætti hún ekki allt
safnið því hún hefði geymt
blöðin uppi á háalofti þar
sem raki hefði komist í
þau, en líklega öll blöðin
frá 1970 eða þar um bil.
Hlíf sagðist afltaf setja Vik-
una í samband við feðingu
sonar síns, en hann hefði fæðst
í september sama ár og Vikan
kom út í fyrsta sinn. Hlíf var þá
22 ára. Hún sagðist alltaf hafa
byrjað á því að fletta blaðinu,
svona til að sjá hvað væri í því
— en síðan hefði það verið
krossgátan. Krossgátan í Vik-
unni hefði verið sín einkaeign
— aðrir heimilismenn hefðu rif-
ist um krossgátur í öðrum
blöðum. Hlíf sagði að sér hefði
fundist frábært að sjá viðtal við
manninn sem hefur gert kross-
gáturnar öll árin! Hún hefði
einhvern veginn aldrei hugsað
um manninn þarna á bakvið.
Hlíf sagðist náttúrulega ekki
muna eftir einstaka efni í öll-
um þeim Vikum sem hún hef-
ur lesið, en sérstaklega sagðist
hún muna eftir ffábærum for-
síðum sem Halldór Pétursson
hefði teiknað. „Vikan hefur
alltaf verið okkar heimilis-
blað,“ sagði hún að lokum. „Ég
fékk mína krossgátu og krakk-
arnir Binna og Pinna." □
25. tbl. 1988 VIKAN 5