Vikan


Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 38

Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 38
Lœt stjórnast af hugdettum - rœtt við Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, fréttamann ó Bylgjunni TEXTI: SVALA JÓNSDÓTTIR UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Kristín Helga Gunnarsdóttir hefiir starfað á fréttastofu Bylgjunnar í rúmt ár og nú í haust tók hún einnig að sér umsjón stutts fréttaþáttar af léttara taginu, Lifið í lit, sem sendur er út tvisvar á dag. Á næstunni mun Kristín Helga taka sér bameignarfrí, en hún segist eiga erfitt með að slíta sig frá starfinu og ætlar að koma aftur til starfa í vor. Stór og vinalegur hundur tekur á móti mér einn laugardagseftirmiðdag á heimili Kristínar Helgu í Garðabænum. Við setj- umst niður yfir kaffi og kökum við kerta- ljós og hundurinn, sem heitir því virðu- lega nafiii Grímur Fífill og er eins árs ensk- ur springer spaniel, hefur komið sér mak- indalega fyrir í sófanum við hliðina á mér. „Ég hef alltaf haft gaman af að skrifa og fylgst vel með stjórnmálaumræðunni. Kannski er það vegna uppeldisins, það var mikil pólitísk umræða á heimilinu og skylda að fylgjast með því sem var að gerast, nám í blaðamennsku var eiginlega rökrétt framhald af þessum áhuga. Eftir að ég útskrifaðist ffá MR 1983 fór ég til Spán- ar í eitt ár í háskóla í Barcelona að læra spænsku og árið eftir lærði ég spænsku í Háskóla íslands. Þegar ég fór til Bandaríkj- anna í University of Utah í fjölmiðlanámið fékk ég spænskuna metna sem aukafag og með því að taka námið svolítið hraðar en venja er tókst mér að ljúka því á tveimur árum.“ Ég skrifaði líka grein um Navaho indíána og eiturlyfjavandamál sem er mjög alvar- legt á þeirra svæði. Þeir smygla peyote of- skynjunarlyfinu ffá Mexíkó og síðan fara heilu fjölskyldurnar í vímu. Mörg hræðileg ofbeldisverk eru unnin undir áhrifúm þessa ofskynjunarlyfe og ástandið var í mikilli andstæðu við fallegt umhverfið, en þeir búa í Monumental Valley þar sem margar kúrekamyndir hafa verið kvik- myndaðar." Sex dagar til jóla Kristín Helga var flugfreyja í tvö sumur, en eyddi einu sumri við nám í Utah til þess að stytta námstímann. Hún hóf síðan störf á fféttastofú Bylgjunnar um haustið 1987. „Ég held ég hefði ekki getað valið mér 38 VIKAN 25. TBL 1988 betri stað til að byrja á en Bylgjuna. Við vinnum í öllum málaflokkum, erlendum fféttum, lögreglufréttum, stjórnmálum og menningarmálum. Mér finnst mikilvægt að geta unnið við fjölbreytt verkefni, vera ekki jörðuð í einhverri einni deild. Lífið í lit er tvisvar á dag, klukkan hálf níu á morgnana og síðan klukkan hálf fimm. Ég hef ffjálsar hendur með elhi, þetta er fféttatengt efhi, neytendaupplýsingar matreitt á léttan hátt. Sem dæmi má nefna; hvað kostar að gifta sig, ástandið á hús- næðismarkaðnum, hvað er að gerast þá stundina, eiginlega allt sem er almenningi viðkomandi." — Er ekkert erfitt að koma úr námi og vera allt í einu í beinni útsendingu? „Þetta var ftirðufljótt að koma. Sumir hafa fengið áfall allt í einu, hugsað sem svo: „Það eru mörg þúsund manns að hlusta á mig,“ og farið í baklás, en ég held ég sé ekki enn búin að gera mér grein fyrir því að ég sé í útsendingu. Starfið hefúr gengið stórslysalaust, ég gerði þó smáveg- is mistök um daginn sem voru nokkuð spaugileg effir á. Ég las að það væru sex dagar til jóla í staðinn fyrir sextíu og sex, þetta var lesið fyrirfram og ég uppgötvaði ekkert fyrr en það kom í útsendingu. Ég fölnaði þegar ég heyrði þetta, fólk hefúr eflaust haldið að við værum farin að fá okkur neðan í því og komin í jólaskapið fyrirffam á fféttastofúnni!“ Eins og í rauðu ástarsögunum Kristín Helga er 25 ára, dóttir Erlu Hjart- ardóttur bankastarfemanns og Gunnars Jónssonar sem starfar sjálfetætt. Hún hefúr búið í Garðabænum frá tveggja ára aldri og býr nú í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt Helga Geirharðssyni verkffæðingi, en þau hafa búið saman í fjögur ár. „Við kynntumst þegar ég var fararstjóri á Ibiza, sumarið eftir að ég var á Spáni. Ég brá mér heim í fjögurra daga frí og þá hitti ég Helga. Hann kom í heimsókn til mín út í smátíma áður en ég fór heim, þetta var al- veg eins og í rauðu ástarsögunum," segir Kristín Helga og hlær. Á næstunni mun fjölga á heimilinu því von er á nýjum fjöl- skyldumeðlim eftir rúman mánuð. „Það ríkir mikil hamingja og tilhlökkun hjá okk- ur þessa dagana. Fyrstu mánuðina var fæð- Kristin Helga Ieggur greinilega mikið upp úr því að gefa lifinu lit eins og þessi mynd ber með sér. Grímur Fífill hjúfrar sig upp að húsmóðurinni. ing barnsins svo fjarlæg en núna þegar hún er að nálgast erum við orðin mjög spennt. Það er líka tilhlökkunarefhi að léttast og geta farið að hreyfa mig eðlilega á nýjan leik, það getur verið þreytandi að vera svona fýrirferðarmikil" segir hún bros- andi. Hún segist þó eiga erfitt með að slíta sig ffá starfinu og er ákveðin í að fara að vinna aftur næsta vor. Ég er alsæl í þessu starfi, hef alveg fúndið mig í þessu. Þegar ég hef átt ffídag hef ég iðulega staðið sjálfa mig að því að hringja niður á fféttastofú og benda á hitt og þetta. Ég er altekin af fjöl- miðladellu, það fýlgir starfinu, reyni að lesa sem flest blöð og fýlgjast með sjón- varpsútsendingum, það er nauðsynlegt að sjá hvað hinir eru að gera til að staðna ekki. Indíánahöfðingi í viðtali Kristín Helga og Helgi unnusti hennar héldu til ffamhaldsnáms í Bandaríkjunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.