Vikan


Vikan - 20.04.1989, Qupperneq 42

Vikan - 20.04.1989, Qupperneq 42
5MÁ5AGA Edgar Allan Poe: 1 fat af amontillado ortunato hafði skaðað mig á marg- | an hátt, en ég bar það eins og ég ' best gat. En þegar hann leyfði sér að móðga mig, þá strengdi ég þess heit, að ég skyldi heíha mín. Þú, sem þekk- ir mig svo vel, skalt samt ekki láta þér detta í huga, að ég hafi haft í hótunum við hann. Að lokum mundi ég hefna mín, en ég mátti ekki leggja út í neina áhættu. Ég varð að hefha mín, án þess að mér yrði hegnt fyrir. Hlyti ég hegningu fyrir, var sökin ennþá ógoldin. Hvorki í orði né verki hafði ég gefið Fortunato ástæðu til að efast um vináttu mína. Ég hélt áffam að brosa ffaman í hann, og hann vissi ekki, að nú brosti ég að tilhugsuninni um kvalir hans. Hann hafði eina veika hlið, þótt hann á öðrum sviðum væri maður, sem vert var að líta upp til, og jafhvel að óttast. Hann var hreykinn af því, hve mikið vit hann hafði í vínum. Fáir ítal- ir eru sannir listþekkjendur. Venjulega er áhugi þeirra miðaður við tíma og tækiferi, til að hafa peninga út úr breskum og amer- ískum auðkýfingum. En Fortunato hafði sérstakan áhuga á gömlum vínum. Og sjálfur hafði ég gott vit á ítölskum vínum og keypti mikið af þeim, þegar ég gat. Það var í rökkrinu, kvöld nokkurt, þegar kjötkveðjuhátíðin stóð sem hæst, að ég hitti vin minn. — Hann heilsaði mér venju ffemur hjartanlega, því að hann hafði drukkið mikið. Hann var klæddur eins og hirðfífl, í þröng, röndótt föt, og á höfðinu hafði hann háa, uppmjóa húfu með bjöllum. Ég var svo feginn að hitta hann, að ég ætlaði aldrei að geta sleppt hendi hans. - Kæri Fortunato, sagði ég við hann. - Það var gott, að ég hitti þig. En hvað þú lítur vel út í dag. Nú hef ég fengið fat af víni, sem á að vera Amontillado, en ég er hræddur um, að svo sé ekki. — Hvað? sagði hann. — Amontiilado? Heilt fat? Ómögulegt! Og það á miðri kjöt- kveðjuhátíðinni! — Ég er hræddur um, að það sé ekki Amontillado, svaraði ég. — Og ég var svo heimskur að borga fuilt verð fyrir það, án þess að ráðgast við þig. Ég gat hvergi fund- ið þig, og ég var hræddur um að verða af kaupunum. — Amontillado! - Ég efast um það. — Amontillado! — Ég verð að fá fulla vissú. — Amontillado! — Þar sem þú ert upptekinn, þá ætla ég að fara til Luchesi. Ef nokkur hefur vit á vínum, þá er það hann. Hann mun segja mér... — Luchesi þekkir ekki Amontillado ffá Sherryi. — Og þó halda sumir, að hann sé ekki eftirbátur þinn. — Komdu, við skulum fara? - Hvert? — Niður í kjallarann þinn. — Nei, nei, góði vinur. Ég vil ekki mis- nota greiðvikni þína. Ég sé að þú ert upp- tekinn. Luchesi... - Ég er ekkert upptekinn, — komdu! — Nei, vinur minn. Það er ekki vegna þess, að þú sért upptekinn, heldur af því, að ég sé, að þú ert með slæmt kvef. Hvelf- 40 VIKAN 8. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.