Vikan


Vikan - 20.04.1989, Page 42

Vikan - 20.04.1989, Page 42
5MÁ5AGA Edgar Allan Poe: 1 fat af amontillado ortunato hafði skaðað mig á marg- | an hátt, en ég bar það eins og ég ' best gat. En þegar hann leyfði sér að móðga mig, þá strengdi ég þess heit, að ég skyldi heíha mín. Þú, sem þekk- ir mig svo vel, skalt samt ekki láta þér detta í huga, að ég hafi haft í hótunum við hann. Að lokum mundi ég hefna mín, en ég mátti ekki leggja út í neina áhættu. Ég varð að hefha mín, án þess að mér yrði hegnt fyrir. Hlyti ég hegningu fyrir, var sökin ennþá ógoldin. Hvorki í orði né verki hafði ég gefið Fortunato ástæðu til að efast um vináttu mína. Ég hélt áffam að brosa ffaman í hann, og hann vissi ekki, að nú brosti ég að tilhugsuninni um kvalir hans. Hann hafði eina veika hlið, þótt hann á öðrum sviðum væri maður, sem vert var að líta upp til, og jafhvel að óttast. Hann var hreykinn af því, hve mikið vit hann hafði í vínum. Fáir ítal- ir eru sannir listþekkjendur. Venjulega er áhugi þeirra miðaður við tíma og tækiferi, til að hafa peninga út úr breskum og amer- ískum auðkýfingum. En Fortunato hafði sérstakan áhuga á gömlum vínum. Og sjálfur hafði ég gott vit á ítölskum vínum og keypti mikið af þeim, þegar ég gat. Það var í rökkrinu, kvöld nokkurt, þegar kjötkveðjuhátíðin stóð sem hæst, að ég hitti vin minn. — Hann heilsaði mér venju ffemur hjartanlega, því að hann hafði drukkið mikið. Hann var klæddur eins og hirðfífl, í þröng, röndótt föt, og á höfðinu hafði hann háa, uppmjóa húfu með bjöllum. Ég var svo feginn að hitta hann, að ég ætlaði aldrei að geta sleppt hendi hans. - Kæri Fortunato, sagði ég við hann. - Það var gott, að ég hitti þig. En hvað þú lítur vel út í dag. Nú hef ég fengið fat af víni, sem á að vera Amontillado, en ég er hræddur um, að svo sé ekki. — Hvað? sagði hann. — Amontiilado? Heilt fat? Ómögulegt! Og það á miðri kjöt- kveðjuhátíðinni! — Ég er hræddur um, að það sé ekki Amontillado, svaraði ég. — Og ég var svo heimskur að borga fuilt verð fyrir það, án þess að ráðgast við þig. Ég gat hvergi fund- ið þig, og ég var hræddur um að verða af kaupunum. — Amontillado! - Ég efast um það. — Amontillado! — Ég verð að fá fulla vissú. — Amontillado! — Þar sem þú ert upptekinn, þá ætla ég að fara til Luchesi. Ef nokkur hefur vit á vínum, þá er það hann. Hann mun segja mér... — Luchesi þekkir ekki Amontillado ffá Sherryi. — Og þó halda sumir, að hann sé ekki eftirbátur þinn. — Komdu, við skulum fara? - Hvert? — Niður í kjallarann þinn. — Nei, nei, góði vinur. Ég vil ekki mis- nota greiðvikni þína. Ég sé að þú ert upp- tekinn. Luchesi... - Ég er ekkert upptekinn, — komdu! — Nei, vinur minn. Það er ekki vegna þess, að þú sért upptekinn, heldur af því, að ég sé, að þú ert með slæmt kvef. Hvelf- 40 VIKAN 8. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.