Vikan


Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 14

Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 14
VIÐTAL Varð fyrir ofsóknum vegna Irúar sinnar á Guð TEXTI: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR MYND: EGILL EGILSSON Sonja Haraldsdóttir heitir hún og sagði okkur mikla örlagasögu sína sem hún heíúr beðið í 11 ár eftir að fá birta. Sonja er þýsk. Hún bjó í Þýska- landi til ársins 1957 og menntaði sig sem aðstoðarmaður lögfræðinga. Hún vann í Þýskalandi, Noregi, Frakklandi og Banda- ríkjunum. Hún giftist fslendingi árið 1958 og átti með honum þrjú börn og gerðist ís- lenskur ríkisborgari. Síðan skildu þau hjónin og Sonja flutti til Bandaríkjanna árið 1973 en sneri svo heim til íslands árið 1976. Sonja hefúr þá sögu að segja af viðskipt- um sínum við sendiráð íslands í Washing- ton, ræðismann íslands í Flórída, og utan- ríkisráðuneyti íslands að hún fékk ekki að flytja með sér húsgögnin sín og bílinn, hún missti húsgögn til ræðismannsins, (hann seldi þau og sendi henni aldrei pening- ana), heimilisdýr barnanna, sem voru vist- uð á dýraheimili meðan hún beið innflutn- ingsleyfls, höfðu verið aflífúð þegar leyfið kom, hún bað utanríkisráðuneytið að senda sér peninga sem hún átti á spari- sjóðsbók hér á íslandi en í staðinn keypti ráðuneytið flugmiða handa fjölskyldunni fýrir þá. Þeir peningar voru síðar endur- greiddir. Þegar fjölskyldan kom til lands- ins var þar enginn til þess að taka á móti henni en Sonja segir sendiráðið í Washing- ton hafa lofað því. Þar stóð fjölskyldan á íslenskri grund, févana, húsnæðislaus og vinalaus. Sonja leitaði til Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar. Fjölskyldan fékk húsnæði og fjárhagsaðstoð frá stofnuninni í fjóra mán- uði. Sonja leitaði að vinnu en fékk hvergi starf sem samræmdist menntun hennar. Það háði henni að hún átti erfitt með að skrifa íslensku, þótt hún talaði hana og tvö tungumál til viðbótar. Hún vænti þess að Félagsmálastofnun aðstoðaði hana við að finna slíkt starf en það gerði stofnunin ekki. Atvinnuleysisbætur gat hún ekki fengið þar sem hún hafði búið í Bandaríkj- unum og hafði þar af leiðandi ekki greitt félagsgjöld til verkalýðsfélags hér á landi. Eftir fjögurra mánaða tíma var fjárhags- aðstoðinni hætt af hálfu Félagsmálastofn- unar. Sonja var orðin andlega og líkamlega niðurbrotin. Hún fékk hvergi sjúkrarúm nema á Kleppi en þar dvaldi hún þar til hún yfirgaf spítalann á eigin ábyrgð. Sonja bað Félagsmálastofnun um að útvega vetrarföt fýrir börnin en fékk þau ekki, svo þau urðu að ganga í sumarfötum í vetrar- kuldanum. Sonja fékk síðan pláss á Heilsuhælinu í Hveragerði og Félagsmálastofnun kom yngsta barni hennar fyrir í dagvistun á meðan. Eitthvað þurfti Sonja að standa í stappi við Félagsmálastofnun á ný vegna þess að stofnunin vildi ekki greiða kostnað hennar við dvölina á Heilsuhælinu. Þó fór svo að lokum að stofnunin greiddi dvöl- ina, enda var Sonja févana. Á þessum tíma Sonja var lokuð inni ó Kleppsspítala og sagt hún vœri geðveik og hœttuleg börnum sínum vegna trúar sinnar ó Guði og endurfœðingu. Sonja fór síðar í mál við ríkið vegna þessarar frelsissviptingar - vann málið og voru greiddar skaðabœtur fékk Sonja 55000 krónur á mánuði í með- lag og mæðralaun. Þetta voru einu tekjur hennar. Hún lifði spart, enda reykir hún ekki og stundar ekki dansleiki. Sumarið 1978 dró svo til tíðinda hjá Sonju þegar Félagsmálastofnun æskti þess að Sonja rýmdi íbúðina sem hún hafði á vegum stofnunarinnar. Heimir Bjarnason aðstoðarborgarlæknir kom heim til henn- ar og ræddi stuttlega við hana, eða í 15 mínútur, og útskýrði fýrir henni, að sögn Sonju, að hún þyrfti að rýma íbúðina fyrir þann 15. ágúst, að öðrum kosti yrði hún send á Kleppsspítalann. Þann 17. ágúst kemur Sigríður Ásgeirs- dóttir, lögfræðingur Félags einstæðra for- eldra, til hennar og ræðir við hana. Þá kom lögreglan á staðinn og flutti Sonju nauð- uga á Kleppsspítala að beiðni Félagsmála- stofnunar sem hafði sótt um forræðis- sviptingu til dómsmálaráðuneytisins og fengið læknisvottorð frá Heimi Bjarnasyni um að Sonja væri haldin sjúklegri þrá- hyggju. Sonja hafði komið 5 ára dóttur sinni fyrir í öruggt skjól áður en synir hennar tveir stóðu ráðalausir í mikilli geðshræringu meðan móðir þeirra var flutt burt. Sigríður Ásgeirsdóttir reyndi að fá Sonju lausa en árangurslaust. Um kvöldið og frarn á nótt urðu síðan unglingssynir Sonju að rýma íbúðina og stóðu þá uppi heimilislausir með dót fjöl- skyldunnar. Sonja dvaldi í 11 daga á Kleppsspítala. Henni var sagt að hún væri ætluð geðveik og hættuleg börnum sínum vegna trúar sinnar á Guð og endurfæðingu, af því að í því kæmi fram sjúkleg þráhyggja. Sonja segist hafa fengið sprautu á fjórða degi við „ranghugmyndum sínum“. Sonja komst seinna að því að efnið í sprautunni er að- eins notað fyrir harðsvíraða glæpamenn og er hættulegt ófrískum konum. Hún hafði ekki verið spurð hvort hún væri barnshafandi. En þar sem lögfræðingur hennar var ekki í bænum gat hún ekkert aðhafst á móti. Hún fór í hungurverkfall og neytti ekki matar í 7 daga. Hún neitaði allri meðferð, enda komin á spítalann gegn vilja sínum. Hún segir að séra Halldór S. Gröndal, sem hafði reynst fjölskyldunni einstaklega vel, hafi heimsótt hana og veitt henni uppörvun og huggun. En hún er reið yfirmönnum kirkjunnar fýrir það að hafa látið það viðgangast að manneskja væri flutt nauðug á geðsjúkrahús vegna trúarskoðana sinna. Það var svo 10. nóvember 1978 að sjálf- ræðissviptingarmálið gegn Sonju Haralds- dóttur féll niður og ríkið var dæmt til þess að greiða allan málskostnað. Sonja fór í skaðabótamál við ríkið og svo óvenjulegt var mál þetta að dómi var frest- að tvisvar. Garðar Gíslason dómari dæmdi síðan ríkið til þess að greiða Sonju Har- aldsdóttur 1,6 milljónir í skaðabætur, en það var ekki nema brot af þeirri upphæð sem beðið var um. í dag vinnur Sonja hálfsdagsvinnu. Hálf- an daginn hefúr hún notað til þess að skrifa trúarlega bók á ensku sem ber heitið „Matteus 24:12“. Sonja vitnar í 9. grein mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna sem er svo- hljóðandi: Ekki má eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá í fangelsi, geð- veikrahæli eða varðhald né gera útlæga. Einnig stendur í 18. grein: Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar. í þessu felst frjálsræði til að skipta um trú eða játningu og enn fremur til að láta í ljós trú sína eða játningu, einir sér eða í félagi við aðra, opinberlega eða einslega, með kennslu, tilbeiðslu, guðs- þjónustum og helgihaldi. □ 14 VIKAN 18.TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.