Vikan - 07.09.1989, Page 16
FELAG5MAL
Til fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur leita m.a. aðilar sem af einhverjum
ástæðum geta ekki framfleytt sér samkvæmt
1. grein framfærslulaga
VIÐTAL: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR
MYND: EGILL EGILSSON
Aðeins þriðjungur fóiksins
þiggur langtímagreiðslur frá
, Félagsmálastofnun, en þar er
að mestu leyti um að ræða börn sem
eru vistuð af bamaverndarnefnd,
langtímasjúklingar og gamalt fólk.
Þriðjungur hópsins þiggur aðstoð
stofnunarinnar í 2-5 ár, en þriðjung-
ur í innan við eitt ár. Reykjavíkurborg
leggur mest sveitarfélaga á landinu fé
og þjónustu til aðstoðar þeim sem
uppfylla skilyrðin sem sett eru í
lögum.
f ársskýrslu Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar frá 1987 kemur
fram að skjólstæðingar nefna oftast
ónógar tekjur sem aðalástæðu fyrir
komu sinni. Skýrsla um mat starfs-
manna sýnir sömu ástæður og skjól-
stæðingar nefina í umsóknum sínum,
en munurinn er hins vegar sá að
áherslurnar breytast. Ónógar tekjur fá
til dæmis minna vægi. Hins vegar fá
þættir eins og vímuefnavandi, fjöl-
skylduvandi og vandi vegna barna og
unglinga miklu meira vægi. Veikindi,
örorka og húsnæðisleysi fá einnig
meira vægi, þótt munurinn sé minni á
þessum þáttum milli mats umsækj-
anda og starfsmanns.
Af rúmlega 1000 nýjum málum sem
komu upp árið 1987 voru 70% mál þar
sem skjólstæðingur kom að eigin
frumkvæði. Þegar skjólstæðingar
koma ekki að eigin frumkvæði eru
algengustu tilvísanirnar úr heilbrigð-
isgeiranum eða 10%, ættingjar og vin-
ir 6%, og dómskerfíð er 6 %. Síðan
koma skólar, félagsmálastofinanir úti á
landi og aðilar úr öldrunargeiranum.
25% þeirra sem leita til fjölskyldu-
deildar eru öryrkjar, þar af eru rúm-
lega 21% með 75% örorku en rúm-
lega 4% með minni örorku en það. í
kjölfarið fýlgja þeir sem eru skráðir
sem verkamenn og sjúklingar, en
hvor hópur um sig er u.þ.b. 21%. Síð-
an eru u.þ.b. 10% skjólstæðinga skráð
sem atvinnulaus.
Rúmur helmingur þeirra sem sækja
til fjölskyldudeildar Félagsmálastofn-
unar Reykjavíkurborgar eru ein-
hleypingar en ekki fjölskyldufólk
eins og nafn deildarinnar gefúr til
kynna.
í reglugerð um aðstoð Félagsmála-
stofnunar við aðila sem af einhverjum
ástæðum geta ekki framfleytt sér
stendur m.a. að kanna skuli til þraut-
ar möguleika á annarri liðveislu en
fjárhagsaðstoð og henni aðeins beitt í
eðlilegum tengslum við önnur úr-
ræði Félagsmálastofnunar, t.d. ráðgjöf
og leiðbeiningar. Heimilt er að veita
fjárhagsaðstoð sem er til þess fallin að
koma í veg fýrir að viðkomandi kom-
ist í þá aðstöðu að geta ekki séð sér og
sínum farborða og í öðru lagi að veita
fjárhagsaðstoð sem lið í endurhæf-
ingarmeðferð sem sérstaklega er til
þess fallin að hjálpa viðkomandi til
sjálfsbjargar. Markmið aðstoðar Fél-
agsmálastofnunar er því hjálp til
sjálfshjálpar.
Ný lög um sjálfræðissviptingu tóku
gildi 1. júlí 1984. í þeim er gert ráð
fýrir að Félagsmálastofhun eða ætt-
ingjar geti lagt fram beiðni um inn-
lögn einstaklings gegn vilja á geð-
deild í 14 daga án þess að komi til
sjálfræðissviptingar. Tilgangur þessa
ákvæðis er meðal annars sá að það
þurfí þá ekki að koma til sjálfræðis-
sviptingar vegna tímabundins
ástands. Ef um beiðni um sjálfræðis-
sviptingu er að ræða er leyfilegt að
halda sjúklingi á geðdeild lengur en í
14 daga, eða þangað til dómur fellur
um sjálfræðissviptinguna. Til þess að
leggja inn einstakling gegn vilja hans
þarf að koma til beiðni firá aðstand-
anda eða félagsmálastofhun og lækn-
isvottorð ekki eldra en tveggja ára
gamalt.
16 VIKAN 18. TBL. 1989