Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 46
KENN5LA
MYNDBANDIÐ
2. grein - myndatakan
UMSJÓN: MARTEINN SIGURGEIRSSON
Þegar byrjað er á myndatöku skal
gera sér grein fyrir því í upphafi
hverjir muni horfa á myndina. Mað-
ur verður að haga sér öðruvísi þegar
mynda á efni sem sýna á öðrum en fjöl-
skyldunni. Þá verður myndin að tala fyrir
sig sjálf, hafa ákveðinn efhisþráð og vera
skipulega uppbyggð. Efni sem myndað er
innan fjölskyldunnar skilja allir en það er
eigi að síður vandasamt að gera atburðum
í lífi fjölskyldunnar góð skil. Sömu grund-
vallarreglur gilda við myndatökuna og hjá
kvikmyndagerðarmanni sem myndar ein-
hverja stórmyndina. Reynslan er besti
skólinn. Það er ódýrt að gera mistök með
myndbandið. Ef hver og einn temur sér
einhverja sjálfsgagnrýni og fær aðra til
þess að koma með athugasemdir geta
flestir gert sínar eigin myndir sem eru full-
boðlegar. Einnig er gott að kynna sér
námsefni um myndatökur og fara á nám-
skeið í þáttagerð.
Handrit
Ekki er nauðsynlegt að gera handrit
þegar myndað er heima eða á ferðalögum.
Þó getur verið gott að punkta niður þau
atriði sem mynda skal og fá þá um leið
yfirsýn yfir verkefnið sem getur sagt stutta
sögu. Atburður sem hefur framvindu.
Klippt í vél
Flestir sem taka myndir á myndband
sýna myndina að lokinni töku. Nokkrir
safha efni sem þeir stytta síðar og raða
saman upp á nýtt, klippa. Þetta verður að
hafa í huga þegar myndað er. Með stöð-
ugri þjálfun má ná töluverðum árangri
með því að „klippa í vél“ eins og það er
kallað. En þá er reynt að vanda sem best til
myndatökunnar. Myndin byrjar á titli/
texta og síðan rennur hún áfram með
breytilegum sjónarhornum og mynd-
stærðum ásamt mislöngum myndskeiðum.
Sögð er saga sem er tilbúin þegar tökum
lýkur.
Myndbygging
Við myndatöku er sífellt verið að velja
sjónarhorn úr umhverfmu sem römmuð
eru inn í ferning sem hefur hlutföllin 3:4
(sjónvarpsskjár). Þessum brotum er raðað
upp í eina heljarmikla myndaröð þar sem
aðeins sést ein mynd í einu en verður að
muna allar hinar og áhrif og tengingu
Gott er að hafa stuðning þegar myndað er. Hér hvílir olnboginn á hné og tökuvél er
í sömu hæð og myndefnið.
þeirra innbyrðis. Þegar rammaður er inn
hluti af umhverfmu er það dálítið af
handahófi í fyrstu. Við nánari athugun er
mikilvægt að hlutir innan rammans séu í
jafnvægi og rétt staðsettir innbyrðis. Eftir-
talin atriði hafa áhrif á jafnvægi í mynd-
fletinum: Stærð hluta, litir, birta, hreyfing
og hljóðgjafl. Þessi atriði teyma augað um
myndflötinn. Þar sem augað er statt hverju
sinni er gott að byrja næsta myndskeið
með áhrifin á sama stað í myndfletinum
(mjúkt klipp).
Skjánum má skipta í fleti með hugsuð-
um línum (sjá mynd). Mikilvægustu hlutar
myndarinnar eiga að vera á línunum. Lín-
urnar skerast i mikilvægustu punktunum,
t.d. andlit þar sem augun eru á efri línunni.
Þegar myndað er er gott að lofti aðeins
fyrir ofan höfuðið og eins ef horft er til
hliðar að loftrými sé fyrir framan andlitið.
Myndatakan
Þegar byrjendur mynda í fyrsta sinn eru
myndavélin og tökumaður á mikilli hreyf-
ingu við það að mynda og leita að mynd-
efni. Breytilinsan er óspart notuð ffam og
aftur. Árangurinn verður mynd sem
óþægilegt er að horfa á, þar sem myndefn-
ið er á sífelldri hreyflngu. Myndavélin á
oftast að vera kyrr nema einhverju sé fýlgt
eftir en fyrirmyndin má gjarnan hreyfa sig.
Best er að nota góðan þrífót þar sem því
verður við komið. Þannig fást kyrrar
myndir. Ef verið er að mynda fólk er venj-
Mikilvægustu hlutirnir í myndinni eiga
að vera á línunum. Línurnar skerast í
mikilvægustu flötum myndarinnar.
an að hafa linsuna í augnhæð fyrirmyndar.
Því miður mynda allt of margir börn
þannig að myndvélinni er beint niður að
þeim. Oft er ekki hægt að koma við þrífæti.
Þá er hægt að nota einfótung sem er ekki
eins fyrirferðarmikill, einkum á ferðalög-
um, en gefur engu að síður stöðugri mynd
en ef haldið er á vélinni.
Þegar haldið er á vélinni er best að hafa
hana á öxlinni ef hún er það stór eða nota
axlarstatíf, því myndin titrar meira ef mað-
ur heldur vélinni fýrir framan sig. Ef ekki
er annarra kosta völ er best að hafa oln-
bogana þétt upp að brjóstinu og skorða sig
sem best af. Gott er að styðja sig við grind-
verk eða bíl. Ef þarf að hreyfa vélina til
hliðar erbest að vinda örlítið upp á líkam-
ann og snúa honum svo til baka aftur hægt
og rólega.
44 VIKAN 18. TBL 1989