Vikan - 07.09.1989, Side 21
FÉLAG5MÁL
fólki. Hins vegar er tilfellið að markmið
Félagsmálastofnunar takmarkast af mann-
afla, tíma og fjárveitingum.
Hjálp til sjálfshjálpar
Hjálp til sjálfshjálpar er aðalmarkmið
stofnunarinnar og við göngum t.d. inn í
endurhæfingarprógrömm með öðrum
stofnunum og kostum ýmis úrræði um-
ffam lagalegar lágmarksskyldur sveitarfé-
lagsins. Það má nefna töluverða uppbygg-
ingu í sambýlum fyrir geðsjúka, það er að
segja vernduðum íbúðum fyrir fólk sem er
að útskrifast af geðsjúrkahúsi, og sambýli
fyrir áfengissjúklinga. Síðan er í einstökum
tilfellum fjármögnuð endurhæfing ein-
staklinga. Aðstoð Félagsmálastofnunar er
hugsuð sem leið út úr ógöngum en ekki til
þess að festa fólk í hlutverki þiggjandans.
Það getur verkað letjandi að fá fjárhags-
aðstoð, þá virkar hún eins og róandi lyf frá
lækni. En það má segja að við hvert tilfelli
sem ekki tekst að hjálpa manneskju til
sjálfsbjargar, og þá er átt við einstakling
sem ekki telst með í flokki eðlilegra lang-
tímaskjólstæðinga, þá hafi þetta ætlunar-
verk okkar mistekist."
Neitar Félagsmálastofnun fólki um
aðstoð?
„Félagsmálastofhun getur neitað fólki
um aðstoð ef það er sýnt að það aðhefst
ekkert til þess að ráða bót á sínum málum.
Það er ekki eins erfitt að meta slíkt í
hverju einstöku tilfelli eins og maður gæti
ætlað. En það er ekki hægt að alhæfa. Það
er skjólstæðingurinn sjálfur sem skilgrein-
ir það með félagsráðgjafanum hverjir
erfiðleikar hans eru, hvaða lausnir henta
honum og hvaða leiða ber að leita til þess
að ráða fram úr erflðleikum hans. Ef
vandamálið er atvinnuleysi, þá er skoðað
af hverju það stafar. Er það vegna almenns
atvinnuleysis eða vegna persónulegs
vandamáls, svo sem veikinda, eða mennt-
unarskorts jafnhliða vangetu til þess að
vinna erfiðisvinnu ófaglærðs verkamanns?
Er einstaklingurinn einstætt foreldri, sem
hefur ekki þrek til þess að vinna erfið-
isvinnu og síðan ráða við 2-3 börn að lokn-
um löngum vinnudegi? Ein lausn í slíku
máli er t.d. sú að leita sér menntunar.
Stundum er um áfengisvandamál að
ræða. Hér á landi er mikið framboð af
góðri meðferð fyrir fólk sem á í áfeng-
isvanda. Auðvitað þýðir ekkert að vera að
leysa önnur vandamál ef vikomandi er
meira og minna í vímu.
Það þýðir ekki að sækja um ljárhagsað-
stoð hjá Félagsmálastofnun ef aðili er
menntaður til einhverra sérstakra starfa en
fær ekki vinnu við það starf. Ef það mat er
lagt á mál umsækjanda að hann sé með
það sem hægt væri að kalla flottræfilshátt,
°g þiggi enga aðra vinnu á meðan hann
ekki fær nákvæmlega það starf sem hann
langar í, þá fær hann ekki fjárhagsaðstoð
hér.“
Maður þarf þá að fá sér skúringa-
starf á rneðan framkvæmdastjórastarf-
ið ekki finnst?
„Einmitt. Það er hið almenna viðhorf hjá
fslendingum, ólíkt því sem er víða erlend-
is. í Danmörku getur enginn neytt þig til
þess að taka verkamannavinnu ef þú ert at-
vinnulaus tannlæknir. Hér tekur þú þá at-
vinnu sem býðst og bjargar þér, vinnur
fýrir þér í hverju sem er ef þú getur ekki
fengið starf í fagi þínu. Fólk getur ekki
komið til okkar og sagt: „Ég á kröfu á fjár-
hagsaðstoð nema þið skaffið mér vinnu.“
Við gerum kröfu til hvers skjólstæðings
um að hann geri það sem hann getur til að
ráða bót á sínum erfiðleikum. Hins vegar
ef viðkomandi er ófaglærður verkamaður
og það er atvinnuleysi í þeirri grein, þá er
lítið sem viðkomandi getur gert til þess að
breyta þeim ytri aðstæðum.
Vinnumarkaður
hafnar þeim
Ytri ástæður eru til dæmis þær fyrir fólk
sem er að hluta til öryrkjar, eða sjúklingar
með skerta starfsgetu, að vinnumarkaður-
inn hafnar þeim gjarnan. Þessi hópur
stendur mjög höllum fæti núna í atvinnu-
leysinu. Það eru margar konur í þessum
hópi.“
Það minnir blaðamann á að í Englandi
var í vetur talsverð umfjöllun um sjúk-
dóminn M.E., sem hefur valdið skertri
starfsgetu hjá fjölda fólks í 1—5 ár. Um er
að ræða veiru sem sest að í meltingarkerf-
inu og veldur máttleysi, þreytu og skorti á
einbeitingu. Fjöldinn allur af fólki hefur
misst vinnu vegna þessa sjúkdóms og átt í
erfiðleikum með að fá sjúkrabætur vegna
hans, einmitt vegna þess að sjúklingurinn
missir ekki starfsgetuna að fullu.
Umburðarlyndi
gagnvart veikindum
„Það er ýmislegt sem getur gert það að
verkum að við réttar aðstæður sé allt í lagi
með fólk, en það ræður ekki við hvaða
vinnu sem er. Þá þarf það að vinna á stað
þar sem ríkir umburðarlyndi gagnvart
veikindum. En það er ekki mikið framboð
á slíkum stöðum. Þá á fólk rétt á því að fá
fjárhagsaðstoð í fjóra mánuði meðan gerð-
ar eru ráðstafanir til þess að finna viðun-
andi aðstæður.
Einstæðir foreldrar, sem eru óvinnufer-
ir vegna sjúkdóms eða örorku, skortir við-
unandi barnagæslu eða bera háan hús-
næðiskostnað, einnig einstæðir foreldrar
sem hafa fyrir veikum eða fötluðum börn-
um að sjá þannig að vinnugeta takmarkast
af þeim sökum, hjón eða sambýlisfólk með
börn þegar annað foreldrið er óvinnufært
vegna sjúkdóms eða á stofnun, barn er fatl-
að eða veikt, einnig ef húsaleiga er há, þá
er um að ræða fjárhagsaðstoð í þrjá mán-
uði.
Önnur viðhorf erlendis
En hingað kemur fólk sem hefur verið í
útlöndum þar sem félagsþjónusta þykir
miklu sjálfsagðari og réttur er e.t.v. skýrar
skilgreindur. Það hefur einhverja tiltekna
menntun og því þykir sjálfsagt að koma
hingað og biðja um fjárhagsaðstoð meðan
það fær ekki vinnu sem það hefur mennt-
að sig til. Þessir aðilar eru ekki endilega
hnípnir. Þeim finnst sjálfsagt að fá fjárhags-
aðstoð. En slíkt viðhorf er ekki almennt
hér. Meðal annars þess vegna kemur fólk
hingað hnípnara heldur en hollt er fyrir
það.
Eðlilegur réttur
Það hefur tvær hliðar. Fólk leggur mikið
á sig og það þiggur hjálp frá þeim sem
næstir því eru og það heldur í stoltið. En
það hefur þá bakhlið að ef þær bjargir eru
bannaðar þá fer fólk beygt af skömm til
þess að sækja aðstoð sem við erum í mörg
mörg ár búin að skilgreina sem eðlilegan
rétt.“
Sjálfræðissvipting
Félagsmálastofnun er einn af þeim
aðilum sem geta Iagt fram beiðni um
sjálfræðissviptingu. Hvað geturðu sagt
mér af slíkum málum?
„Slík mál eru afar sjaldgæf hjá okkur. Við
erum mjög íhaldssöm á að leggja fram
beiðnir um sjálfræðissviptingu. Það er al-
gjör undantekning. En segjum að það sé
barnaverndarmál í gangi og að það sé ljóst
að vanræksla barna sé á ferðinni, vansæld
barna hjá geðveiku eða geðveilu foreldri,
og sterkar grunsemdir fagmanna um að
geðveiki sé þarna að baki, þá hafa barna-
verndaryfirvöld heimild til að taka barnið
af heimilinu. En í mörgum tilvikum gæti
verið rétt að reyna jafnframt að koma við
meðferð, að koma viðkomandi til geð-
læknis. Það getur verið betri leið fyrir við-
komandi manneskju og börnin að reyna til
þrautar, þótt undir nauðung sé, að leggja
fram beiðni um sjálfræðissviptingu og fá
a.m.k. innlögn og athugun á því hvort
meðferð geti hjálpað. Ég vil árétta að slík
mál eru mjög fá, það líða e.t.v. nokkur ár á
milli þeirra. Enda vilja flestir fá hjálp þegar
mál eru komin á alvarlegt stig.
Áður en löggjöfinni var breytt gengu
sjálfræðissviptingarmál oft þannig fyrir sig
að heimildin var notuð til þess að koma
einstaklingi undir læknishendur, en síðan
gekk málið aldrei í gegn, það varð að svo-
kallaðri „skúfíúsviptingu". En núverandi
lög eru skýrari og tryggja betur réttar-
öryggi, og þar á ég við að innlögn getur
farið fram gegn vilja einstaklingsins í 14
daga, án þess að til sjálfræðissviptingar
komi.
Við berum ábyrgð
á börnunum
Það kemur ekki Félagsmálastofúun við
þótt fólk hafi einhverjar sérkennilegar
skoðanir. En það kemur barnaverndar-
nefnd við ef þessar sérkennilegu skoðanir
leiða til vanrækslu eða illrar meðferðar á
börnunum. Okkar deild er að bera ábyrgð
á börnunum."
18. TBL.1989 VIKAN 19