Vikan


Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 54

Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 54
DRAUNUR MINNISSTÆÐIR DRAIIMAR Vikan tekur að nýju til við draumaráðningar Kœri draumráðandi, mig langar að biðja þig að ráða nokkra drauma sem mig dreymdi á síðastliðnu ári og eru mér mjög minnisstæðir. 1) Mér fannst ég vera staddur að degi til fyrir utan háhýsi er ég bjó í uppi í Breið- holti og var sjór kominn alveg upp að hús- inu. Þarna var gamall sterklegur og þéttur maður kominn á bát og ætlaði ég með honum. Þegar ég er kominn upp í bátinn lít ég yfir Reykjavík og finnst mér borgin vera öll í eyði. Mér er eitt hús minnisstætt sem ég sá en ég gerði mér ekki grein fyrir hvort þetta var áburðarverksmiðjan eða verksmiðjuhús. Því næst horfði ég til baka í átt að þessu háliýsi og sá að allir glugg- arnir á íbúð minni voru auðir. Ég tek fram að þegar mig dreymdi þenn- an draum bjó ég í þessu háhýsi en nú er ég fluttur þaðan. RÁÐNING Flóð er tákn um uppnám og mikla starf- semi undirmeðvitundarinnar en draumar um flóð eru oft undanfarar mikilla breyt- inga. Það er greinilegt að viskan (í mynd eldra mannsins sem er svo sterklegur) bjargar þér úr kreppu sem þú ert kominn í og fær þig til þess að líta á borgina sem eyðilega, tóma og ómanneskjulega. Spurn- ingin er hvort flutningurinn hafi nægt til þess að leysa kreppuna. 2) Mig dreymdi að bróðir minn og fjöl- skyldur okkar vorum á ferðalagi uppi á hálendinu. Mér fannst annar bíllinn festast. Bróðir minn sest undir stýri og reynir að ná bílnum upp, það tekst og hann heldur áfram. Mér fannst bíllinn vera rauður jeppi en sá er ég ók var grænn. Mér fannst bróð- ir minn keyra mjög hratt og þótt ég reyndi að ná honum tókst mér það ekki. Því næst keyri ég hratt að beygju þar sem brú er og skáli og vatn. Ofan í vatninu lá rauði jepp-, inn sem bróðir minn ók og var mér sagt að maðurinn væri látinn, illa farinn og ekki hægt að greina hver hann væri. RÁÐNING Hér er greinilega um kreppu að ræða og hugsanlega lausn hennar. Erfitt er að vita ekki hvenær í rás atburðanna draumurinn kom. Engu að síður má sjá að bróðir þinn hefúr það af að brjóta upp stíflu eða leysa úr máli sem er fast. Hins vegar er hann fullur orku og anar áfram, en þú (á græn- um bíl) ert minna virkur, rólegri og var- kárari. Þú flýtir þér til þess að ná honum en hann er of fljótur. Þetta veldur þér áhyggjum og vekur e.t.v. upp dulda reiði. Endalok hans í ánni (þú afneitar allri ábyrgð á illvilja gagnvart honum með því að ekki er hægt að greina hvort það er í raun og veru hann ofan í ánni) geta verið áhyggjur af honum eða aðvörun um að hans aðferðir, þótt gagnlegar séu að vissu marki, séu ekki endilega besta langtíma- lausnin á vandamálunum. Ef til vill er best að þú ráðir hraðanum sjálfur. Eru þeir sem næstir þér eru að ætlast til að þú sért öðru- vísi en þú ert? 3) Mig dreymdi að ég og sambýliskona mín værum að aka bifreið á Nýbýlavegi í myrkri. Mér fannst allt í einu ég sjá dökkt konuandlit koma á móti okkur og yfirtaka allt útsýnið yfir veginn. Ég aðvaraði sam- býliskonu mína en hún sá ekkert. RÁÐNING Dökka konan er skuggalilið kvenlilutans í þér. Það sem bendir til þess er að hún er dökk, það er myrkur og að hún byrgir þér auk þess sýn yfir veginn frarn á við (lífsins veg). Auðvitað sér sambýliskona þín ekki þessa kvenveru. Hún býr innra með þér og hefúr greinilega verið vanrækt. Þú mátt ekki ætlast til þess að sambýliskona þín takist á við kvenveruna í þér, þvert á móti þarft þú að takast á við hana, vingast við hana og sættast. Að öðrum kosti er hætt við því að þú sjáir sambýliskonu þína í gegnum dökka grímu þessarar kvenliliðar í þér. Það er eðlilegt að karlmenn fari fyrr eða síðar að bæta upp þær blíðari og um- hyggjusamari hliðar á sér sem ekki hafa fengið að tjá sig á yngri árum. 4) Á vinnustað mínum fannst mér ég sitja við skrifborð mitt og fyrir framan það voru tveir menn að tala saman. Mér finnst allt í einu kona með lítið barn koma inn. Konan sveif eins og hún væri framliðin. Konan réttir mér höndina og biður mig að koma með sér. Ég svaraði strax: „En ef ég vil ekki koma.“ RÁÐNING Þessi er í raun eins konar framhald af fýrra draumi, enda grunar mig, úr því að þig dreymir svona drauma á annað borð, að þú munir geta fýlgst með þroska þínum gegnum ffamvindu þessara drauma. Draumar okkar reyna í mörgum mismun- andi myndum að tjá okkur í hverju vanda- málin liggja. Mig grunar að þú sért óróleg- ur yfir þessum draumi og lítir á hann sem feigðarboða. Það er óþarfi. Að vísu felst í öllum breytingum á sjálfúm manni dauði einhvers óþarfs hluta af sálarlífinu, aðal- lega úreltra tilfinninga og venja. Konan er hér móðurleg og litli drengurinn ert þú. Hún biður þig, og nú á annan hátt, að taka eftir sér og vinna með sér til þess að þú megir vera heill. 5) Á vinnustað mínum fannst mér eitur- slanga hafa sloppið í loffræstikerfi hússins. Ég segi við starfsfólkið að við verðum að ná slöngunni út, en enginn aðhefst neitt. Ég fer af stað og Ieita og finnst mér þá snákur, sem var í loftræstistút í einni deild fyrirtækisins, bíta í hendi mína og allt í einu eru snákarnir orðnir fleiri í loftræsti- kerfinu. Ég kallaði til starfsfólksins eftir hjálp, en enginn gerir neitt. Mér er minn- isstæð ein kona, sem heitir sama nafni og sambýliskona mín, sem gerði sig líklega til þess að hjálpa mér í fýrstu en svo var eins og hún hætti við. RÁÐNING Enn er á ferð kreppan sem hefur verið augljós í öllum draumunum. Þér finnst þú vera í ormagryfju og hafir sært einn þeirra sem í kringum þig eru. Enginn tekur mark á angist þinni. Þessir draumar eru algengir og benda enn einu sinni á að það er maður sjálfur sem er að berjast við miklar sálar- legar breytingar. Höggormar eru afar hættuleg kvikindi. Finnst þér e.t.v. and- rúmsloftið óhreint á vinnustaðnum? Eða finnst þér þú ekki geta andað þarna, ekki notið þín? Ef til vill þarf að komast á betra jafnvægi milli vinnustaðar þíns og þess sem er listrænt, umliyggjusamt og þurf- andi fýrir hlýju. Sambýliskona þín á ekki auðvelt með að hjálpa þér, enda er þetta þín ákvörðun, þinn þroski og þitt líf. Ef þú ert við góða heilsu þarftu ekki að kvíða þessum draumum, heldur gleðjast yfir því að þrátt fýrir erfitt tímabil séu draumar þínir að benda þér á leiðir út úr kreppunni sem fylgir breyttum þroska. 52 VIKAN 18.TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.