Vikan


Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 34

Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 34
KVIKMYNDIR Blíða leitar skjóls hjá Bart og saman fylgjast þau með óvinunum sem nálgast óðfluga. Vissir þú að birnir gráta? TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR Hafirðu eldd enn séð myndina Bjöminn sem sýnd hefur verið í Regnboganum síðan um miðjan ágúst, skaltu drífa þig svo þú missir örugglega ekki af henni. Myndin er frábær! Sá þarf að vera mikið hörkutól sem ekki bráðnar fyrir töfrum Blíðu, eða Douce eins og bjamarhúnninn sem leikur aðalhlutverkið hefur verið kallaður, taktu því öll hörkutólin jafnt sem Ijúfmennin sem þú þekkir með þér og þú getur verið viss um að enginn verður fyrir vonbrigðum. Pegar talað er um myndir þar sem dýr eru í aðalhlutverki þá halda margir að um sé að ræða mynd þar sem dýr eru látin framkvæma ýmislegt sem aðeins menn hafa hingað til verið færir um — t.d. bjarga einhverjum úr klóm þjófs, aka bíl og hestar sem geta sungið, svo eitthvað sé nefht. Þá eru vanalega framkvæmdar ýmiss konar tæknibreilur þannig að dýrin virðast til alls vís, auk þess sem þau eru sérstak- lega þjálfuð. Annars konar dýramyndir sem fólk sér eru náttúrulífsmyndir þar sem fylgst er með háttalagi dýranna í þeirra náttúrulega umhverfi, en þá oftast úr nokkurri fjarlægð og án þess að áhorf- endur fái tækifæri til að kynnast „persónu- leika" dýranna. Það sem gerist aftur á móti í Birninum er að þar fá áhorfendur, líklega í fyrsta sinn, að kynnast því að birnir hafa hver um sig mjög ákveðinn persónuleika og að þeir eru um margt mjög líkir manninum. Litill og umkomulaus húnn - hræddur við allt f aðalhlutverkum í myndinni eru tveir birnir, húnninn Blíða og annar fúllorðinn sem heitir Bart. Blíða missir mömmu sína á sviplegan hátt og þarf þá að bjarga sér upp á eigin spýtur, en hún er lítil og hrædd við allt mögulegt — vatn, froska, flugur og umfram allt er hún mjög ein mana. Hún er því greinilega fegin þegar hún rekst á fúllorðinn björn og ætlar að 32 VIKAN 18. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.