Vikan


Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 39

Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 39
HEIL5A vegna margvíslegra sjúkdóma sem hrjáðu hana. Þessi kona er enginn sérvitringur heldur hljóðlát menntakona. Hún viður- kenndi að sér hefði fundist afar erfitt að hefja þvagdrykkjuna en hún hefði komist yfir byrjunarörðugleikana með því að blanda þvaginu saman við eplasafa. Nú drekkur hún það hreint vegna þess að eins og Pauls og Armstrong halda fram verður þvagið tært og bragðlítið. Hún kom með glas af þvagi sínu og það var eins og fölasta hvítvín og lyktarlaust með öllu. Fyrir nokkrum árum gerðist Sarah Miles leikkona mikill aðdáandi þvagdrykkju. Sagt er að hún blandi því saman við epla- safa og að hún hafi orðið sem ný mann- eskja við þessa meðferð. Sarah Miles vill ekki lengur ræða þvagdrykkju sína vegna þess hve hæðst var að henni. Líklega er hæðst að Pauls daglega, en hann kærir sig kollóttan. Hann skoraði einu sinni á kunnan þvagfæralækni að þeir skyldu láta efnagreina þvag sitt og athuga hvor þeirra væri með hreinna þvag. Læknirinn afþakkaði boðið. Arthur Pauls segir venjulega lækna afhuga þvaglækning- um af stjórnmálalegum og efnahagslegum ástæðum. Þvag er, þegar á allt er litið, ó- keypis og í nægilegu framboði. Hann mælir með því að byrjað sé að drekka aðeins 28 millílítra af fýrsta morg- unþvaginu úr miðri bunu. Ef tilhugsunin er of ógeðfelld mælir hann með því sem húðmeðferð. Grunnefni margra dýrra snyrtivara er þvagsýra, segir hann, en þvagsýra er í þvaginu. f Bandaríkjunum er einnig mikill markaður fýrir pillur sem innihalda efni úr þvagi og sumir læknar, sem eru hægt og varlega að gera sér grein fýrir kostum þvagsins, sprauta því í fólk fyrir offé. Þvag er líka stórgott við bruna- sárum. Verkamenn í verksmiðjum, þar sem ofhar eru.hafa alltaf vitað þetta. Ef ein- hver brennir sig mígur annar á sárið. Arthur Pauls hefiir sjúklinga í meðferð sem þjást af mörgum mismunandi sjúk- dómum, frá krabbameini að hjartveiki. Hjá honum er kona sem þjáist af lungna- þembu. Áður gat hún ekki staulast þvert yfir herbergi. Nú dansar hún yfir það. Það má vel vera að ekki sé langt í að lækn- ingamáttur þvagsins verði viðurkenndur. Vísindamenn hafa komist að því að urokinase, sem finnst í þvagi, leysir upp blóðtappa og hægt er að nota það til varn- ar og meðferðar gegn hjartaáföllum. Eina hindrunin við notkun þvags til lækninga er fordómar. TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON Hvers vegna færð þú æðahnúta? Æðahnútar kom nær eingöngu á ganglimi og myndast vegna þess, að bláæðamar starfa ekki sem skyldi. Til þess að blóðið í þessum æðum geti runnið upp á við, í átt til hjartans, er heilt kerfi af lokum í þessum æðum. Ef þessar lokur bila, safnast blóðið fyrir t æðunum, sem víkka út og myndast Iykkja eða lykkjur á æðarnar, er nefnast æðahnútar. Venjulegir einfaldir æðahnútar eru, út af fyrir sig ekki hættulegir. Ókost- urinn við þá er fyrst og fremst hversu mikil óprýði er af þeim, einnig geta þeir valdið óþægindum og sárum. Árangursríkasta lækningin er að fjarlægja þá með skurðaðgerð. Getur verið skaðlegt að salta matinn mikið? Venjulegt matarsalt NaCl inniheldur natríum (Na) sem er nauðsynlegt fyr- ir sýru-basajafiivægið. Klór (Cl) er einnig mikilvægur vegna saltsýru- framleiðslu magans. Til eðlilegrar starfsemi sinnar þarf likaminn ca. 3 g af salti á dag. í venju- legu fæði getur saltmagnið orðið allt að 20 g á dag. Ef maður borðar of mikið salt getur það valdið hækkuðum blóðþrýstingi, ef fýrir er tilhneiging í þá átt. Einnig geta komið fram truflanir á fitumelt- ingimni og saltsýruframleiðslu magans. Saltið bindur mikið magn af vatni og eykur þyngd fólks verulega, sem m.a. kemur ffam í auknu álagi á liðina. Hættulegir fæðingarblettir Fæðingarblettir eru samansafh af húðfrumum með litareftium sem neftiist melanín. Flestir eru þessir blettir hættulausir með öllu. Þeir geta verið í húðinni allt frá fæðingu eða myndast smám saman með árunum. Nýir fæðingarblettir koma oft fram um meðgöngutímann hjá konum eða eftir mjög kröftug sólböð. Oftast eru þeir góðkynja, en stöku sinnum geta þeir breyst í krabbamein. Þá verður breyting í frumunum, þeir fara að stækka og það kemur í þá kláði. Þessi krabbameinstegund er illkynja og þarf að nema blettina sem fyrst í burtu, áður en það fer að breiðast út. Ef dökkur fæðingarblettur fer að stækka ætti fólk að leita læknis sem fyrst. 18. TBL.1989 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.