Vikan


Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 56

Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 56
Skjálfandafljót er ijórða lengsta vatnsfall landsins og í því eru nokkrir fossar. SKJÁLFANDAFLJÓT Magnþrungid eg mérautt * ferðalögum er gjarnan A einhver af þekktari stöðum landsins JL hafður sem ákvörð- unarstaður. Hins vegar má oft finna skemmtileg útivistar- svæði þar sem menn eiga síst von á. Nágrenni Skjálfanda- fljóts í S-Þingeyjarsýslu heillar ef til vill ekki við fyrstu sýn, áin magnþrungin og mórauð. í nágrenni fljótsins eru hins veg- ar fjölmargir skemmtilegir úti- vistarstaðir og er vel þess virði að eyða degi eða dögum í skoðunarferðir þar, hvort sem er á öræfúnum ofan byggða, í Bárðardal eða sveitunum þar neðan við. Nokkra daga tæki að skoða allt nágrenni fljótsins enda svæðið stórt. Skjálfanda- fljót er fjórða lengsta vatnsfall landsins, 180 km að lengd. Frá Vatnajökli norðvestan- verðum falla nokkrar smáar jökulár er sameinast í Vonar- skarði og mynda upphaf Skjálf- andafljóts. Vonarskarð liggur milli Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls. Skarðið er 12—15 km breitt milli jökla og er kjör- inn staður þeim er una sér í auðn milli jökla. Suðvestan Tungnafellsjökuls liggur Nýidalur í víðum boga. Efstu drög dalsins ná alllangt inn með undirhlíðum jökuls- ins og má ganga þangað úr Vonarskarði. í mynni dalsins eru sæluhús Ferðafélags íslands. Bárðardalur er einn af lengstu dölum landsins, frem- ur mjór, milli eins og tveggja kílómetra breiður, með grón- um og klettalausum en brött- um hlíðum. Undirlendið er til- tölulega flatt. Dalurinn er hallalítill, hæðarmunur nyrstu og syðstu bæja í sjálfum daln- TEXTI OG MYND: BJÖRN HRÓARSSON JARÐFRÆÐINGUR um er um 115 m. Suður af Bárðardal eru bæir sem til hans teljast, efst Svartárkot í 400 m y. sjó. ísland hefur af mörgu að státa er telst til náttúruprýði. Eitt af því er mikill fjöldi og fjölbreytileiki fossa, svo að vart mun nokkurt annað land komast þar til jafns. í Skjálf- andafljóti eru nokkrir fossar. Þekktastir eru Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafhabjarga- foss ofan byggða, en Goðafoss, Barnafoss og Ullarfoss niðri í sveit. Þekktastur fossanna er Goðafoss, bæði vegna sögu sinnar og staðsetningar rétt við hringveginn. Aldeyjarfoss er einn af fegurri fossum lands- ins og er stutt ofan byggðar í Bárðardal. Fossinn steypist niður í mikinn stuðlabergs- ketil. Barnafoss er þar sem fljótið fellur í þrengslum ffam af Þingey niður í mikið gljúfur, vestan utanverðrar Þingeyjar. Til ferðalaga í Þingeyjar- sýslu má nefna glæsilega staði, svo sem Öskju, Herðubreiðar- lindir, Mývatnssveit, Jökulsár- gljúfúr, Hljóðakletta, Ásbyrgi og marga aðra þekkta staði. Eng- inn skyldi þó gleyma nágrenni Skjálfandafljóts, svo sem Vonarskarði, Fljótsgiljunum, Hrafhabjargafossi, Aldeyjar- fossi, Halldórsstaðaskógi, Sex- hólagili, Goðafossi, Barnafossi, Ullarfossi, Skipapolli, Þingey, Fossselsskógi, Ystafellsskógi og fjölda annarra staða er eiga stóran þátt í að gera ísland að þeirri náttúruparadís sem raun ber vitni. ÚTIVERA 54 VIKAN 18. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.