Vikan


Vikan - 07.09.1989, Qupperneq 56

Vikan - 07.09.1989, Qupperneq 56
Skjálfandafljót er ijórða lengsta vatnsfall landsins og í því eru nokkrir fossar. SKJÁLFANDAFLJÓT Magnþrungid eg mérautt * ferðalögum er gjarnan A einhver af þekktari stöðum landsins JL hafður sem ákvörð- unarstaður. Hins vegar má oft finna skemmtileg útivistar- svæði þar sem menn eiga síst von á. Nágrenni Skjálfanda- fljóts í S-Þingeyjarsýslu heillar ef til vill ekki við fyrstu sýn, áin magnþrungin og mórauð. í nágrenni fljótsins eru hins veg- ar fjölmargir skemmtilegir úti- vistarstaðir og er vel þess virði að eyða degi eða dögum í skoðunarferðir þar, hvort sem er á öræfúnum ofan byggða, í Bárðardal eða sveitunum þar neðan við. Nokkra daga tæki að skoða allt nágrenni fljótsins enda svæðið stórt. Skjálfanda- fljót er fjórða lengsta vatnsfall landsins, 180 km að lengd. Frá Vatnajökli norðvestan- verðum falla nokkrar smáar jökulár er sameinast í Vonar- skarði og mynda upphaf Skjálf- andafljóts. Vonarskarð liggur milli Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls. Skarðið er 12—15 km breitt milli jökla og er kjör- inn staður þeim er una sér í auðn milli jökla. Suðvestan Tungnafellsjökuls liggur Nýidalur í víðum boga. Efstu drög dalsins ná alllangt inn með undirhlíðum jökuls- ins og má ganga þangað úr Vonarskarði. í mynni dalsins eru sæluhús Ferðafélags íslands. Bárðardalur er einn af lengstu dölum landsins, frem- ur mjór, milli eins og tveggja kílómetra breiður, með grón- um og klettalausum en brött- um hlíðum. Undirlendið er til- tölulega flatt. Dalurinn er hallalítill, hæðarmunur nyrstu og syðstu bæja í sjálfum daln- TEXTI OG MYND: BJÖRN HRÓARSSON JARÐFRÆÐINGUR um er um 115 m. Suður af Bárðardal eru bæir sem til hans teljast, efst Svartárkot í 400 m y. sjó. ísland hefur af mörgu að státa er telst til náttúruprýði. Eitt af því er mikill fjöldi og fjölbreytileiki fossa, svo að vart mun nokkurt annað land komast þar til jafns. í Skjálf- andafljóti eru nokkrir fossar. Þekktastir eru Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafhabjarga- foss ofan byggða, en Goðafoss, Barnafoss og Ullarfoss niðri í sveit. Þekktastur fossanna er Goðafoss, bæði vegna sögu sinnar og staðsetningar rétt við hringveginn. Aldeyjarfoss er einn af fegurri fossum lands- ins og er stutt ofan byggðar í Bárðardal. Fossinn steypist niður í mikinn stuðlabergs- ketil. Barnafoss er þar sem fljótið fellur í þrengslum ffam af Þingey niður í mikið gljúfur, vestan utanverðrar Þingeyjar. Til ferðalaga í Þingeyjar- sýslu má nefna glæsilega staði, svo sem Öskju, Herðubreiðar- lindir, Mývatnssveit, Jökulsár- gljúfúr, Hljóðakletta, Ásbyrgi og marga aðra þekkta staði. Eng- inn skyldi þó gleyma nágrenni Skjálfandafljóts, svo sem Vonarskarði, Fljótsgiljunum, Hrafhabjargafossi, Aldeyjar- fossi, Halldórsstaðaskógi, Sex- hólagili, Goðafossi, Barnafossi, Ullarfossi, Skipapolli, Þingey, Fossselsskógi, Ystafellsskógi og fjölda annarra staða er eiga stóran þátt í að gera ísland að þeirri náttúruparadís sem raun ber vitni. ÚTIVERA 54 VIKAN 18. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.