Vikan


Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 38

Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 38
EÐAL ÞVAG - EÐA HVAÐ? Vissir þú að: • Þvagið þitt hefur lœkningamótt? • Ef þú drekkur það verður það um síðir tœrt eins og eðalvín? • Þúsundir einstaklinga neyfa þvags síns í kyrrþey? HEIL5A TEXTI: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON I't il forna var þvag kallað guðaveig. Það er elst allra læknislyfja. Margir græðarar álitu það gjöf frá Guði og tóku vers númer 5:15 í Orðskvið- um Gamla testamentisins bókstaflega, en þar stendur: „Drekk þú vatn úr vatnsþró þinni.“ Þvagmeðferð, sem felst í því að drekka eigið þvag eða að leggja það á sár í formi baksturs, er vel þekkt í heimildum frá Ind- landi, þaðan sem hún er líklega upprunn- in. Hún finnst einnig í heimildum firá Grikkjum til forna og víðar um Evrópu. í Englandi skrifaði Samuel bókina „English Physician" árið 1695. Þar stendur að þvag- drykkja hreinsi blóðið og lækni m.a. floga- veiki, svima, hjartaáföll, höfuðverk og lömun! Og á seinni hluta 19. aldar var þvagdrykkja vel þekkt og áhrifaríkt meðal við gulu og læknar mæltu meira að segja með henni. Við tuttugustu aldar manneskjur erum ekki eins jarðbundnar hvað varðar líkams- starfeemi okkar. Flestir myndu annaðhvort fá hláturskast af tilhugsuninni um að drekka eigið þvag eða bregðast ókvæða við. Hvaða gildi hefur þá þessi „elsta lækn- ingaaðferð" mitt í öllum þessum mismun- andi nýju straumum í lækningum? Árið 1944 gaf J.W. Armstrong út bókina „Lífevatnið". Hann hafði verið alvarlega sjúkur í mörg ár af völdum berkla og syk- ursýki. Eftir að læknum hafði mistekist að lækna hann rak hann minni til vitneskju frá afa sínum um sjúkdóma sem þvag læknar. Hann fór í góðan matarkúr og drakk „hvern dropa sem ég lét frá mér“. Hann varð svo fljótt heill heilsu að hann hóf að ráðleggja öðrum og fylgjast með þeim. Arthur Lincoln Pauls stundar lækningar með þvagmeðferð. Pauls er sextugur mað- ur sem hefur hreint ótrúlega orku. Þegar hann var ungur maður þjáðist hann af húð- sjúkdómum, blóðrásartruflunum, óskýrri sjón, háum blóðþrýstingi og ristilbólgu sem olli stöðugum niðurgangi. Hann leit- aði aðstoðar bæði hjá venjulegum læknum og hómópötum svo og öðrum náttúru- læknum, en ekkert dugði fyrr en hann las bók Armstrongs. Hann taldi að hann hefði engu að tapa við að prófa þessa vægast sagt undarlegu aðferð. Fyrstu áhrifln voru stórbrotin. Hann steyptist út í kýlum. En hann óttaðist ekki því þetta voru við- brögðin sem búast mátti við. Þvagið var að hreinsa líkamann og losa hann við úr- gangsefhi. Á nokkurra mánaða tímabili breyttist þvagið úr dökkum og gruggugum vökva í tæran og ljósan vökva. Hái blóð- þrýstingurinn og ristilbólgan hurfu og hann varð uppfullur af orku. Hann hefur drukkið tvö glös af þvagi úr miðri bunu á morgni hverjum æ síðan. Hann rekur lækningastofu með mjög góðum árangri og heldur fýrirlestra um heim allan. Það er skiljanlegt að fýrstu viðbrögð við hugmyndinni um þvagdrykkju séu nei- kvæð. Þegar Arthur Pauls heldur fyrir- lestra eru viðbrögðin allt ffá: „Þú ert að gera að gamni þínu,“ til: „Það hlýtur að vera eitthvað að þér.“ Svar hans við því er: „Nei, en það var það.“ Sumir sitja negldir af undrun, sumir spyrja endalaust og sum- ir hæðast að honum. Um það bil 10 pró- sent þeirra prófa þetta og um það bil 5 prósent halda meðferðinni áffam. Þeir sem fá bata segja öðrum ffá því. Einhvern tíma á meðan á fyrirlestrinum stendur tek- ur hann upp glas og drekkur úr því. Arthur Pauls segir að stærsta hindrunin sé í hugum okkar. Flestum er okkur kennt að klósettferðir séu skítugar og að við verðum alltaf að þvo okkur um hendur á eftir. Mikið af þessu tengist gömlum kynferðislegum bönnum við að snerta kynfærin. Hitt við- bragðið er að þvag sé úrgangsefhi og þar af leiðandi þurfum við að losa okkur við það. Hugmyndaffæðin á bak við þvagmeðferð kemur úr ríki náttúrunnar. Rétt eins og tré og plöntur þurfa dauð blöð og blóm sem næringu, þannig endurnýjum við forða okkar af steinefúum, vítamínum, hormón- um og söltum. Sextug kona, sem var í meðferð hjá Pauls, var tekin tali. Hún virtist ekki eldri en fimmtug. Hún hóf að drekka eigið þvag 36 VIKAN 18. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.