Vikan


Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 13

Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 13
RAUPAÐ 0(5 RI55AÐ Útúrsnúningar og ambögur .. . og hafði þá í húsi ásamt kærastanum mínum . .. TEXTI OG TEIKNINGAR: RAGNAR LÁR Amböguleit Það getur verið aldeilis bráðskemmtilegt að lesa blöð og tímarit með það í huga að leita að málvillum og ambögum. í sextánda tölublaði Vikunnar, sem út var gefið 10. ágúst síðastliðinn, eru m.a. grein og viðtöl um konur í hestamennsku. Þar er rætt við unga hestakonu sem heitir Hulda Gústafsdóttir. í viðtalinu segir m.a.: ...fékk að kemba til dæmis hestum fyrir fólk.“..og síðan hef ég eignast hesta hjá manninum sem ég var í hesthúsi hjá...“ „Síðastliðinn vetur flutti ég hestana í Víði- dalinn í Reykjavík þar sem ég hafði þá í húsi ásamt kærastanum mínum, Hinrik Bragasyni." „A íslandsmótinu hér tek ég þátt í gæðingaskeiði og keppni í fimm gangtcgundum." „Ég er ánægð með þá þróun að konur skuli nú smám saman vera farnar að gera sig meira gildandi í skeið- inu...“ .. . erkibiskupinn og blaðamaðurinn . .. Finna má ef leitað er Raupari biður þann ágæta blaðamann Hjalta Jón Sveinsson, sem fyrrnefnda grein ritaði, forláts á þessum sparðatíningi en gat ekki stillt sig þegar hann sá setning- arnar. Þeir eru margir ágætir blaðamennirnir sem hafa orðið fyrir því að rita setningar á þann hátt að út úr þeim hefúr verið auð- velt að snúa. Ekki á það síst við þegar sér- staklega er eftir því leitað. Útúrsnúningur Fyrir mörgum árum fór fréttastjóri eins dagblaðanna á fund í Seðlabankanum. Til- gangur fundarins var sá að kynna hertar reglur varðandi útgáfu ávísana. Fréttastjór- inn, sem hafði prófgráðu í íslensku fi:á Há- skólanum, samdi ffétt um fúndinn og fyrir- sögn sem var svohljóðandi: Nýjar reglur um misnotkun tékka. Af þessu má sjá að mörg eru vítin til að varast. Raupari minnist fyrirsagnar sem út úr var snúið á sínum tíma en fyrirsögn- in var svona: Skreið til Nígeríu. Ýmsir málsmetandi menn hafa löngum mátt gæta að orðum sínum í viðurvist blaðamanna. Fræg er sagan af þeim erki- biskupi af Kantaraborg sem fyrstur varð til að ferðast til Bandaríkjanna í nafni embættisins. Erkibiskupinn vissi vel um aðgangshörku bandarískra blaðamanna og var því var um sig þegar hann steig á land í Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu þyrptust blaðamenn að honum og sá fyrsti spurði: „Ætlar erkibiskupinn á næt- urklúbb í New York?“ Erkibiskupinn var sem fyrr segir mjög varkár og vandaði því til svarsins og sagði: „Eru næturklúbbar í New York?“ Fyrirsögnin á frétt fyrrnefnds blaða- manns var svohljóðandi: Eru nætur- klúbbar í New York? var það fyrsta sem erkibiskupinn spurði um er hann steig fæti á land í Bandaríkjunum. En látum raupi og rissi lokið að sinni. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.