Vikan


Vikan - 07.09.1989, Side 13

Vikan - 07.09.1989, Side 13
RAUPAÐ 0(5 RI55AÐ Útúrsnúningar og ambögur .. . og hafði þá í húsi ásamt kærastanum mínum . .. TEXTI OG TEIKNINGAR: RAGNAR LÁR Amböguleit Það getur verið aldeilis bráðskemmtilegt að lesa blöð og tímarit með það í huga að leita að málvillum og ambögum. í sextánda tölublaði Vikunnar, sem út var gefið 10. ágúst síðastliðinn, eru m.a. grein og viðtöl um konur í hestamennsku. Þar er rætt við unga hestakonu sem heitir Hulda Gústafsdóttir. í viðtalinu segir m.a.: ...fékk að kemba til dæmis hestum fyrir fólk.“..og síðan hef ég eignast hesta hjá manninum sem ég var í hesthúsi hjá...“ „Síðastliðinn vetur flutti ég hestana í Víði- dalinn í Reykjavík þar sem ég hafði þá í húsi ásamt kærastanum mínum, Hinrik Bragasyni." „A íslandsmótinu hér tek ég þátt í gæðingaskeiði og keppni í fimm gangtcgundum." „Ég er ánægð með þá þróun að konur skuli nú smám saman vera farnar að gera sig meira gildandi í skeið- inu...“ .. . erkibiskupinn og blaðamaðurinn . .. Finna má ef leitað er Raupari biður þann ágæta blaðamann Hjalta Jón Sveinsson, sem fyrrnefnda grein ritaði, forláts á þessum sparðatíningi en gat ekki stillt sig þegar hann sá setning- arnar. Þeir eru margir ágætir blaðamennirnir sem hafa orðið fyrir því að rita setningar á þann hátt að út úr þeim hefúr verið auð- velt að snúa. Ekki á það síst við þegar sér- staklega er eftir því leitað. Útúrsnúningur Fyrir mörgum árum fór fréttastjóri eins dagblaðanna á fund í Seðlabankanum. Til- gangur fundarins var sá að kynna hertar reglur varðandi útgáfu ávísana. Fréttastjór- inn, sem hafði prófgráðu í íslensku fi:á Há- skólanum, samdi ffétt um fúndinn og fyrir- sögn sem var svohljóðandi: Nýjar reglur um misnotkun tékka. Af þessu má sjá að mörg eru vítin til að varast. Raupari minnist fyrirsagnar sem út úr var snúið á sínum tíma en fyrirsögn- in var svona: Skreið til Nígeríu. Ýmsir málsmetandi menn hafa löngum mátt gæta að orðum sínum í viðurvist blaðamanna. Fræg er sagan af þeim erki- biskupi af Kantaraborg sem fyrstur varð til að ferðast til Bandaríkjanna í nafni embættisins. Erkibiskupinn vissi vel um aðgangshörku bandarískra blaðamanna og var því var um sig þegar hann steig á land í Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu þyrptust blaðamenn að honum og sá fyrsti spurði: „Ætlar erkibiskupinn á næt- urklúbb í New York?“ Erkibiskupinn var sem fyrr segir mjög varkár og vandaði því til svarsins og sagði: „Eru næturklúbbar í New York?“ Fyrirsögnin á frétt fyrrnefnds blaða- manns var svohljóðandi: Eru nætur- klúbbar í New York? var það fyrsta sem erkibiskupinn spurði um er hann steig fæti á land í Bandaríkjunum. En látum raupi og rissi lokið að sinni. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.