Vikan


Vikan - 07.09.1989, Side 55

Vikan - 07.09.1989, Side 55
FÓLK TÚRISTAR fá einkunnir í hegðun Það er afar forvitnilegt að skoða einkunnargjöf Sambands evrópskra hóteleigenda. TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON Sumarið 1989 var ekk- ert til að hrópa húrra fyrir hér á landi en á meginlandi Evrópu skein sólin svo glatt að sums staðar horfði til vandræða. Ferðamenn ónáðuðu okkur heldur ekki mikið enda hefur ísland aldrei náð því marki að kallast ferðamannaland. Til að svo megi verða þurfa að vera a.m.k. hundrað hótel í Reykja- vík einni saman. í smáríkinu Andorra, á landamærum Frakk- lands og Spánar, eru hátt á þriðja hundrað hótel — en rík- ið er næstum því helmingi minna en Reykjavík að flatar- máli. Samband evrópskra hótel- eigenda hefur látið kanna hvaða hótelgestir eru bestir og hverjir eru verstir. Niðurstað- an fyrir yflrstandandi ár er sú að Bretar koma best út en Jap- anir verst. íslendingar eru ekki nefndir sérstaklega þarna, heldur teljast þeir meðal Norðurlandamanna, ásamt Norðmönnum, Finnum, Dön- um og Svíum og Bandaríkja- menn eru settir undir einn hatt eins og svo oft áður. En svona eru athyglisverðustu einkunnirnar: ÓVINSÆLASTIR: Japanir. Þeir eiga það til að baða sig í ferskvatni inni í her- bergjunum. Þetta væri svo sem allt í lagi ef þeim nægði að fara undir sturu, en þeim finnst betra að hella vatni úr fötu yflr sig, rétt eftir að þeir fara á fetur, og afleiðingarnar geta verið heldur hvimleiðar. Ræst- ingafólkinu finnst kannski allt í lagi að koma að Japönunum allsnöktum en öllu verra er að þrífa eftir þá. Á sumum hótel- um seytlar vatnið gegn um gólflð en annars staðar hefur það eyðilagt húsgögn og or- sakað skammhlaup í rafimagni. Japanir hafa því fengið þann vafasama stimpil að vera óvinsælustu túristarnir á meg- inlandi Evrópu í ár. SÓÐALEGASTIR: Arabar eru heldur ekki vin- sælir meðal ræstingafólks á hótelum. Þeim finnst sjálfsagt að malla mat inni á herbergj- unum, sem væri kannski ekk- ert tiltökumál ef arabísk mat- argerðarlist væri ekki eins subbuleg og af er látið. KVÖRTUNAR- GJARNASTIR: Lengi hafa Þjóðverjar þótt meðal gráðugri ferðamanna á fslandi en á evrópskum hótel- um þykja þeir öðrum mönn- um kvörtunargjarnari. GRAÐUGASTIR: Bandaríkjamenn. Hér er ekki gerður neinn greinar- munur á íbúum Texas eða Nýja Englands, Klettafjalla eða Florida, Alaska eða Hawaii... Bandaríkjamenn eru bara Bandaríkjamenn og þykja gráðugri en annað fólk á evr- ópskum hótelum. NÍSKASTIR: Hollendingar — svona yflr heildina. Eins og þeir eru ann- ars indælt fólk - svona yfir heildina. ÞJÓFÓTTASTIR: Rússneskir ferðamenn voru svo til óþekkt fyrirbæri fyrir nokkrum árum en nú er svolít- ið farið að bera á þeim á evr- ópskum hótelum. Þeir eru svo sem ágætir út af fyrir sig, en þeir eiga það til að krækja sér í ókeypis minjagripi á hótelher- bergjunum, s.s. öskubakka, handklæði og ýmislegt fleira. Jafnvel heilu guggatjöldin. DRYKKFELLDASTIR: Norðurlandabúar drekka öðrum þjóðum meira á evr- ópskum hótelum. Þetta stang- ast að vísu á við meðalneyslu- tölur almennt, þar sem Frakk- ar, ítalir og Þjóðverjar inn- byrða meiri vínanda yfir árið á mann en Norðurlandabúar, en það segir kannski ekki alla söguna. Þeir kunna víst að fara betur með þetta en við. Og það eru hvorki Finnar né fs- lendingar sem drekka mest Norðurlandabúa á evrópskum hótelum, heldur Svíar. Það var svo sem auðvitað. Þeir eru þekktir fyrir að haga sér eins og englar heima hjá sér en detta svo duglega í það þegar þeir ferðast um önnur lönd. ÞAKKLÁTASTIR: Vinsælustu gestirnir á evr- ópskum hótelum í dag eru Bretar. Þeir eru bæði kurteis- ari en aðrir, svona upp til hópa, og virðast kunna betur en aðrir að meta það sem vel er gert. Það vekur athygli í þessari skýrslu að hvorki er minnst á ítali, Frakka né Spánverja sem eiga þó að kunna meira fýrir sér í ferðamálum en aðrar þjóðir. Ástæðan er kannski sú að sjálfir skera þeir sig ekki úr sem ferðamenn þegar þeir fara til annarra landa. En þótt þessi skýrsla eigi við hótelgesti á meginlandi Evrópu, þá er alls ekki víst að hún passi fýrir ísland. Ferðamenn sem koma til íslands eru í sérflokki; allt öðruvísi en aðrir ferðamenn. 18. TBL. 1989 VIKAN 53

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.