Vikan - 07.09.1989, Side 35
KVIKMYMDIR
fara rakleiðis til hans. En þetta er karlbjörn
sem þar að auki er særður eftir byssukúlu
veiðimanna, sem eru einu mennirnir sem
koma ffam í myndinni, og þvi vill hann
ekkert með Blíðu hafa. Hún gefst þó ekki
upp og heldur í humátt á eftir honum —
passar sig að fara aldrei of nærri skapvonda
karlinum — en að lokum tekst henni að
bræða hjarta hans, eins og allra þeirra sem
á myndina horfa.
í myndinni fylgjumst við áfram með
samskiptum þeirra tveggja, böndunum
sem á milli þeirra myndast - sem eru sams
konar bönd og myndast milli fullorðins
fólks og barna. Um leið kynnumst við
hegðun bjarna — hvernig karlbjörninn
hegðar sér þegar hann hittir birnu, hvern-
ig húninum líður á meðan hann er útund-
an, hvernig þeir hegða sér þegar þeim líð-
ur vel og þegar þeim líður illa. Vissirðu að
birnir gráta? Birnirnir eru söguhetjurnar
og mennirnir sem elta þá og drepa eru
„vondu“ mennirnir í sögunni, en í gegnum
myndina skynja áhorfendur þó að það er
hlekkur í keðju náttúrunnar að veiða sér
til matar. Mennirnir eru samt ekki að veiða
birnina sér til matar heldur út af skinnun-
um og þó myndin eigi að gerast fyrir það
löngu að ekki var farið að hugsa um að
hætta væri á að dýr yrðu útdauð sökum of-
veiði, þá kemst það til skila að enn þann
dag í dag er verið að veiða þessi skynsömu
dýr og að mennirnir eru þeirra hættuleg-
asti óvinur.
Með hnút i maganum
fra upphafi til enda
Myndin er svo áhrifarík að ffá upphafi til
enda var sú sem þetta skrifar með hnút í
maganum af spenningi, meðaumkvun,
hræðslu, gleði, ógeði og öllu þar á milli —
og ekki var laust við að augun væru í rak-
Veiðimenn eru einu mennirnir sem
fram koma í myndinni og þeir eru
óvinir söguhetjanna.
ara lagi nokkrum sinnum, en þó er myndin
í heild ekki sorgleg. Myndin á að gerast í
Bresku Kolumbíu en er tekin upp í austur-
rísku Ölpunum og náttúrufegurðin er
ótrúleg — náttúrufegurð sem höfðar einkar
vel til fslendinga því fjöllin og landslagið
minna um margt á ísland og kannski er
það ekki tilviljun að svo er því leikstjóri
myndarinnar segist vera ástfanginn af ís-
landi. Og sá sem lagði í það þrekvirki að
gera heila kvikmynd með björnum í aðal-
hlutverki er enginn annar en hinn þekkti
lfanski leikstjóri Jean-Jacques Annaud sem
varð heimsfrægur fýrir mynd sína Leitin að
eldinum, sem hann ætlaði reyndar að taka
á íslandi en ýmis atvik komu í veg fyrir að
svo gæti orðið. Hann gerði síðan myndina
Nafn rósarinnar, en flestir höfðu talið að
ógerningur væri að gera mynd eftir þessari
miklu skáldsögu. Samtímis því sem hann
vann að gerð Naíh rósarinnar var hann að
vinna að Birninum, enda tók gerð hennar
sjö ár. Jean-Jaques sagði að mannfræð-
ingurinn kunni, Desmond Morris, hefði
bent sér á það hversu margt væri sam-
eiginlegt með hegðun manna og dýra og
þegar hann fór að kynna sér það nánar sá
notfært sér þetta að neinu ráði í kvikmynd
fyrr.
Margir birnir skodadir
og fjórtán húnar prófaðir
Hann var nokkurn tíma að ákveða hvaða
dýrategund hann hygðist nota í myndinni,
en birnir finnast honum tengjast tilfmn-
ingum manna mjög sterkt og bendir þar á
að í gegnum tíðina hafa birnir verið vin-
sælastir af öllum tuskudýrum sem börn
leika sér að og það sé ekki tilviljun ein sem
þar ræður. Birnir urðu því fyrir valinu sem
aðalleikarar, en ekki hvaða birnir sem vera
skyldi. Ferðast var til margra landa og
margir birnir skoðaðir, auk þess sem
margir voru paraðir til að fá húninn litla.
Húnarnir urðu alls 14 og voru allir prófað-
ir í töku, en strax frá upphafi kom í ljós að
Blíða litla var stjarnan. Bæði Blíða og Bart
eru skapi farin eins og fram kemur í
myndinni, en það var einmitt vegna þess-
ara skapgerðareinkenna sem þau voru
valin. Blíða er dálítið stríðin í sér og prakk-
ari og sýndi það strax. Núna er hún orðin
táningur og býr á stórri landareign vinar
mm
Bart rís upp á afturlappimar til að
sjá betur og er þá um þrír metrar á
hæð, Bhða hermir eftir öllu sem
Bart gerir og rís því líka upp.
hann að þetta var viðfangsefhi sem var
tilvalið í kvikmynd og sagðist í raun vera
afar undrandi yfir því að enginn skyldi hafa
Um tvö hundruð manns unnu við
tökur á myndinni og notaðir voru
300 kílómetrar af fxlmu í upptök-
umar. Bart fylgist hér fullur áhuga
með tökumönnunum.
Jean-Jacques í Mið-Frakklandi. Jean-Jacq-
ues sagði að hann hefði nýlega séð til
hennar þar sem hún og tveir aðrir húnar
voru að baða sig í lækjarsprænu. Hinir
fóru strax út í en Blíða byrjaði á því að
skvetta á þá vatni. Burt er aftur á móti í
dýragarði í Utah í Bandaríkjunum, þar sem
hann fitnar og dafhar og vegur nú yfir
tonn, en bæði Burt og Blíða eiga eftir að
lifa á hvíta tjaldinu um ár og aldur því
Björninn á eftir að verða ein af þessum
klassísku myndum sem hægt er að horfa á
altur og aftur - jafnvel þegar maður er
orðinn áttræður.
18. TBL 1989 VIKAN 33