Vikan


Vikan - 07.09.1989, Síða 34

Vikan - 07.09.1989, Síða 34
KVIKMYNDIR Blíða leitar skjóls hjá Bart og saman fylgjast þau með óvinunum sem nálgast óðfluga. Vissir þú að birnir gráta? TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR Hafirðu eldd enn séð myndina Bjöminn sem sýnd hefur verið í Regnboganum síðan um miðjan ágúst, skaltu drífa þig svo þú missir örugglega ekki af henni. Myndin er frábær! Sá þarf að vera mikið hörkutól sem ekki bráðnar fyrir töfrum Blíðu, eða Douce eins og bjamarhúnninn sem leikur aðalhlutverkið hefur verið kallaður, taktu því öll hörkutólin jafnt sem Ijúfmennin sem þú þekkir með þér og þú getur verið viss um að enginn verður fyrir vonbrigðum. Pegar talað er um myndir þar sem dýr eru í aðalhlutverki þá halda margir að um sé að ræða mynd þar sem dýr eru látin framkvæma ýmislegt sem aðeins menn hafa hingað til verið færir um — t.d. bjarga einhverjum úr klóm þjófs, aka bíl og hestar sem geta sungið, svo eitthvað sé nefht. Þá eru vanalega framkvæmdar ýmiss konar tæknibreilur þannig að dýrin virðast til alls vís, auk þess sem þau eru sérstak- lega þjálfuð. Annars konar dýramyndir sem fólk sér eru náttúrulífsmyndir þar sem fylgst er með háttalagi dýranna í þeirra náttúrulega umhverfi, en þá oftast úr nokkurri fjarlægð og án þess að áhorf- endur fái tækifæri til að kynnast „persónu- leika" dýranna. Það sem gerist aftur á móti í Birninum er að þar fá áhorfendur, líklega í fyrsta sinn, að kynnast því að birnir hafa hver um sig mjög ákveðinn persónuleika og að þeir eru um margt mjög líkir manninum. Litill og umkomulaus húnn - hræddur við allt f aðalhlutverkum í myndinni eru tveir birnir, húnninn Blíða og annar fúllorðinn sem heitir Bart. Blíða missir mömmu sína á sviplegan hátt og þarf þá að bjarga sér upp á eigin spýtur, en hún er lítil og hrædd við allt mögulegt — vatn, froska, flugur og umfram allt er hún mjög ein mana. Hún er því greinilega fegin þegar hún rekst á fúllorðinn björn og ætlar að 32 VIKAN 18. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.