Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 8

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 8
NÆRMYND AF HLÖLLA í HLÖLLABÚÐ HVER ER KAUPMAÐ- URINN Á HORNINU? VIKAN R/íÐIR VIÐ KAUPMANNINN SEM ÚTVARP FM HEFUR HALDIÐ Á LOFTI o cn i < CQ o Qí Hlölli er á mjög „óræöum miðjum aldri" og fremur forn í skoöunum til lífsins og tilverunnar. Hann er þétt- vaxinn, stuttur til hnésins og meö illskeytt ilsig. Hár hans er tekið að þynnast en honum lánast meö klókindum að greiöa yfir skallann meö því að hefja skiptingu hársins á þremur mismunandi stöðum, þ.e. í hnakkagrófinni annars vegar og hins vegar í vöngunum alveg viö eyru. Hann er afar spé- hræddur og haldinn vægri ofsóknarkennd vegna útlits og menntunarleysis og er ákaflega uppsigað við Háskólann og alla sem honum til- heyra. VEIKUR FYRIR SKJALLI OG BARMMIKLUM STÚLKUM Hlölli er veikur fyrir skjalli og barmmiklum stúlkum og ræður, að sögn Ólafar eiginkonu hans, afleysingastúlkur til starfa samkvæmt nákvæmu brjóstmáli, burtséð frá öðrum eigin- leikum eins og til að mynda hvort þær kunna að gefa rétt til baka og svo framvegis. Hlölli í Hlöllabúð sagði til dæmis harðdug- legri stúlku upp störfum alveg umsvifalaust og hann komst að því að hún var í Háskólanum, ....enda var hún óheiðarleg og skrifaði vörur á kúnnana sem þeir höfðu aldrei tekið út,“ seg- ir Hlölli með vandlætingu í röddinni. „Þar að auki var hún forljót og var alltaf að fá frí til þess að fara til læknis," bætir Hlölli við og býðst til þess að kynna okkur fyrir hádegisafleysinga- stúlkunni sinni, sem hann segir að hafi verið framan á Útsýnarbæklingnum fyrir fáeinum árum. Hlöðver hefur umtalsverða hæfileika á ýms- um sviðum og er búinn óteljandi mannkostum að eigin sögn en jafnlyndur getur hann ekki talist, skaphöfn hans einkennist af miklum öfgum. Hann getur verið mjög lipur og allt að því blíður á manninn eina stundina en á það til að snúa viö blaðinu í einu vetfangi, hefur allt á hornum sér og fer þá ekki í manngreinarálit. Hann hefur ríka þörf fyrir að tala um allt og ekki neitt við kúnnana og verður.þá varla orð- fall svo stundarfjórðungum skiptir og alls ekki endilega í skiljanlegu samhengi en á hinn bóg- inn á hann afar örðugt með að einbeita sér aö því að hlusta á aðra tala. 8 VIKAN 12. TBL.1990 Hlölli er réttnefndur kaupmaðurinn á horninu því verslun hans stendur á bláhorni götunn- ar, rétt handan við kirkjugarðinn, með apótekið og fiskbúðina sitt á hvora hönd og skammt undan er auðvitað vídeóleigan en það sem verra er; skáhallt á móti, örlítið neðar í götunni, er Kjallarabúðin. Hana rekur Kristófer, aðalkeppinautur Hlölla um hylli við- skiptavinanna í þessu gamalgróna alþýðumannahverfi. ljósm.: guðrún jónsdóttir ER ÞAÐ KAPPSMÁL AÐ KONAN SÉ HEIMA Hlöðver er vinnusamur eins og fyrr segir og gengur í öll störf af sömu atorkunni og lítið gef- inn fyrir að safna í kringum sig óþarflega mörgu starfsfólki enda mikið á móti allri yfir- byggingu í rekstrinum. Hann vill vera „self suff-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.