Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 53
Á ÍSLANDIERU STRANGAR REGLUR
UM AUKEFNI
Það er aukefnanefnd sem starfar á vegum
Hollustuverndar ríkisins sem hefur yfirumsjón
með leyfisveitingum til notkunar aukefna í
matvœli. Stofnunin fylgist með rannsóknum sem
gerðar eru á matvœlaaukefnum í heiminum.
Það eru því sérfrœðingar hennar og aukefna-
nefndar sem œtla má að séu einna kunnugastir
þessum málum hér á landi. Jón Gíslason,
nœringarfrœðingur og deildarsérfrœðingur
Hollustuverndar ríkisins, varð fyrir svörum þegar
Vikan var þar á dögunum að afla sér upplýsinga
um sœtuefnið aspartam (Nutra Sweet, Canderel).
ar sem ekki er mjög
langt síöan fór að bera
á þessari umræöu um
aspartam var ekki fráleitt aö
spyrja Jón hversu langt væri
síöan aspartam var uppgötv-
aö.
„Þaö var uppgötvað síðla
árs 1965 af James M.
Schlatter sem starfaöi fyrir
bandaríska fyrirtækið G. D.
Searle & Co.,“ segir Jón. „Árið
1974, eða níu árum síðar,
veitti bandaríska matvæla- og
lyfjastofnunin (FDA) heimild til
notkunar á aspartam sem
borðsætuefni og sem sætuefni
í tilteknar tegundir framleiöslu-
vara. Ekkert varð þó af notkun
þess þar sem borin voru fram
mótmæli þess efnis að þetta
sætuefni væri ekki fullkannað
með tilliti til skaðsemi á heilsu
manna. Það var því ekki fyrr
en eftir margra ára rannsóknir
að í Ijós kom að efnið væri
með öllu skaðlaust og endan-
legt leyfi var veitt 1981 af hálfu
FDA. Tveimur árum seinna
var síðan leyft að nota aspar-
tam í gosdrykki. Miklar kröfur
voru gerðar bæði af hálfu heil-
brigðisyfirvalda og neytenda-
hópa í Bandaríkjunum á þeim
tíma sem leið frá því að efnið
var fyrst leyft og þangað til það
kom á markaðinn, varðandi
rannsóknir á hugsanlegri
skaðsemi efnisins. Má fullyrða
að fá aukefni hafi verið jafn vel
rannsökuð og aspartam áður
en þau fengu leyfi til notkun-
ar.“
Er vitað um að einhver sjúk-
dómseinkenni hafi komið fram
hjá fólki af völdum aspartams?
„Mikið hefur verið rætt um
ýmsa fræðilega möguleika á
heilsufarslegum kvillum af
völdum þess. En ekkert hefur
komið fram í rannsóknum sem
styður það. Bæði hefur FDA
farið f gegnum mikið af
kvörtunum sem borist hafa
stofnuninni og einnig Center of
Disease Control sem hefur
gefið út skýrslu sem staðfest-
ir að engin sannanleg tengsl
séu á milli neyslu aspartams
og orsaka þeirra kvartana sem
borist hafa. Það er ekkert
óeðlilegt að svona kvartanir
komi fram þar sem gífurlegur
fjöldi einstaklinga notar vörur
sem innihalda þetta efni. Asp-
artam er á borðum fólks í um
áttatíu löndum. Öll umræða
um skaðsemi þess veldur því
að fólk fer að velta fyrir sér
hvort einhver tengsl séu á milli
þess sem það hefur boröað og
þeirra sjúkdómseinkenna sem
það hefur fengið.
Tvíblindar rannsóknir hafa
verið gerðar á fólki sem hefur
kvartað undan aspartam og
hafa þær ekki sýnt fram á
tengsl kvartana og neyslu efn-
isins. Þá birtust nýlega niður-
stöður víðtækrar tvíblindrar
rannsóknar sem renna stoð-
um undir að aspartam (Nutra
Sweet) sé ekki skaðlegt. Hún
var framkvæmd þannig að eitt
hundrað manna hóp sjálf-
boðaliða var skipt í tvennt.
Annar fékk óvirkt efni (plac-
ebo) en hinn var látinn borða
aspartam sem svarar því að
þeir hefðu drukkið tíu lítra af
gosi sættu með aspartam á
dag í hálft ár. Þetta er nálægt
þv( að vera tvöfalt meira magn
en öryggismörk þau sem
segja til um hvað fólk á að
geta neytt af þessu efni dag-
MATVÆLUM
Jón Gíslason næringarfræðingur á rannsóknarstofu Hollustu-
verndar ríkisins þar sem hann er deildarstjóri. „Mér finnst það
alvarlegur hlutur þegar slegið er fram tilgátum og staðhæfingum
að órannsökuðu máli. Flestir neytendur hafa takmarkaða þekk-
ingu á rannsóknum og hvernig á að meta niðurstöður þeirra.
Þetta athæfi vissra aðila gerir ekkert annað en að rugla neytend-
ur í ríminu."
lega allt lífiö án skaðlegra
áhrifa. Sem sagt langt um-
fram það magn sem við get-
um borðað af aspartam
daglega. Rannsóknir af þessu
tagi eru kallaðar tvíblindar
þegar rannsóknaraðili og sá
sem rannsóknin beinist að vita
hvorugur hvort um aspartam
eða óvirkt efni er að ræða.
Margþættar rannsóknir voru
gerðar á báðum þessum
hópum, meðal annars með til-
liti til amínósýra og metanóls
í blóði og allra þeirra þátta
sem hafa verið til umræðu
sem hugsanlega skaðlegir
þættir þessa efnis. Skráð voru
öll kvörtunarefni fólksins.
Menn komust að því að eng-
inn marktækur munur væri á
þessum tveimur hópum.
Við hjá Hollustuvernd ríkis-
ins fylgjumst eins vel með öll-
um rannsóknum og umræðum
sem fram fara um málefni auk-
efna I matvælum og frekast er
unnt. Við erum í sambandi við
sérfræðinefnd Alþjóðheilbrigð-
ismálastofnunarinnar og Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna og
sérfræðinefnd Al þjóðah ei I brigö-
lagsins sem fjallar um mat-
vælamálefni, auk þess sem við
fáum niðurstöður rannsókna
sem birtar eru um þessi mál
frá ýmsum öðrum aöilum. Þá
er víðtæk samvinna milli
Norðurlandanna á þessu
sviði."
HVORT ER ÓHOLLARA
SYKUR EÐA ASPARTAM
„Ef málið er lagt upp á þann
hátt að sykur sé stór þáttur í
mataræðinu verður að segja
hann óhollari en aspartam.
Sykur er eölilegur þáttur í
mataræði okkar en of mikil
notkun hans er ekki æskileg.
Sama má segja um fituna.
Fólk verður að reyna að
sporna við henni og minnka
hlut hennar í mataræði sínu.“
Sykur er svo stór þáttur í
neyslu fólks að notkun á sætu-
12.TBL 1990 VIKAN 53
TEXTl: PORSTEINN ERLINGSSON