Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 30
PÓSTURINN
Kœri elsku besti póstur!
Nú þarf ég nauðsynlega að fá ráð
vegna þess að ég verð geðveik ef ég fœ
ekki hjálp. Mamma og pabbi halda
alveg rosalega mikið upp á brœður
mína tvo og leyfa þeim að gera altt sem
þeir vilja en mér leyfa þau ekki neitt.
Ég má ekki fara á böll án þess að vera
sótt og ég má ekki fara niður í bœ um
helgar, Svo hlusta þau aldrei á það sem
ég er að segja og byrja bara að öskra á
mig og ég þoli það ekki og fer að grenja
í hvert skipti sem við rífumst, Mamma mín
heldur að fðt skipti engu máli og henni
finnst að ég hafi lélegan smekk (hún hefur
meira að segja sagt að ég sé asni og fífl).
Svo er ég líka svo óvinsœl í skólanum
og er með rosa minnimáttarkennd og hef
lítið sjálfstraust (ég á mjög fáa vini). Ég er
alltof feit, svo er ég Ijót og allir strákar, sem
ég verð hrifin af, þola mig ekki.
Elsku póstur, þú mátt alls ekki henda
bréfinu - ég verð að fá hjálp, annars reyni
ég sennilega að fremja sjálfsmorð.
Ein óvinsœl.
etta er erfitt mál en alls
ekki óleysanlegt. Þaö er
alltaf dálítið erfitt fyrir póstinn
að gefa góð ráð þegar hann
veit ekki hve gamall viðkom-
andi er. Líklega ertu á aldrin-
um 13-15 ára - sem er
ALLRA versti aldur sem hver
og einn gengur í gegnum - og
þessir erfiðleikar ganga yfir en
pósturinn veit að þetta er
MJÖG erfitt á meðan á þessu
stendur. Erfiðast er oft að
skilja og tala við foreldra sína.
Varðandi foreldra þína þá
bendir það að þau skuli vilja
sækja þig á böllin til þess að
þeim sé mjög annt um þig og
að þau vilja ekki leyfa þér að
vera niðri í bæ um helgarstað-
festir það. Þú hlýtur að hafa
lesið í blöðunum um næstum
hverja helgi að einhver hefur
verið barinn og limlestur ein-
mitt niðri í bæ, auk allra
öfugugganna sem eru að ráð-
ast á börn og unglinga. For-
eldrar, sem ÞYKIR VÆNT um
börnin sín, eru dauðhræddir
við að leyfa þeim að fara á
þennan stórhættulega stað.
Kannski er þó þitt stærsta
vandamál að þú ert of feit. Það
er líklega það alerfiðasta sem
getur hent nokkurn ungling því
aldrei á lífsleiðinni virðist útlitið
skipta jafnmiklu máli og á ung-
lingsárunum. Föt fara sjaldn-
ast vel á þeim sem eru of feitir
þannig að ástæðan fyrirþví að
þið mamma þín eruð ekki
sammála um fötin þín gæti
verið sú að hún sé að reyna að
segja þér að eitthvað klæði þig
ekki, án þess að særa þig, en
svo endar þetta óvart allt í
rifrildi.
Hvernig væri að þú settirþér
það markmið að vera orðin
passleg fyrír sumarið? Mark-
mið skiptir nefnilega öllu máli
og það er gott að stefna á
sumarið þegar fólk er léttklætt
og meira sýnilegt af líkaman-
um. Þú veist áreiðanlega að
fitan hverfur ekki á einum degi
og síst af öllu af sjálfu sér.
Byrjaðu á þvi að hætta AL-
VEG að borða sætindi og
kökur, einnig fitu - smjör og
feitt kjöt - og minnkaðu svo við
þig allan mat.
Til þess að þetta gangi
VERÐURÐU að hreyfa þig en
það er ekkert gaman að vera í
líkamsrækt akfeitur svo þú
skalt hreyfa þig þar sem þú
getur verið i friði og það á
HVERJUM degi. Þú skalt
ganga eins mikið og þú mögu-
lega getur - slepptu því til
dæmis að taka strætó þar sem
þú ert vön og gakktu til að
byrja með að þriðju stöð þar
frá, lengdu svo göngutúrinn
alltaf meir og meir. Syntu svo
að minnsta kosti þrisvar í viku
eins lengi og þú getur -ogsvo
eina ferð í viðbót. Veldu þér
tíma sem fáir eru i sundi og ef
þú ert ákveðin í að grennast
ættirðu að geta verið búin að
missa að minnsta kosti tíu kíló
í sumar og fallegu sumarfötin
ættu þá að fara vel á þér.
Mundu samt að taka hvern
dag fyrír sig og gefast ekki upp
þó dagurinn í dag hafi verið
slæmur - vertu bara sérstak-
lega dugleg á morgun.
ÁSAÁLEW
ÚTÍLÍFID
Frh. af bls. 28
sumarið og sumarið þar áður
fór ég með vinkonu minni í
ferðalag um Mið-Evrópu. í eitt
skipti fórum við með Balkan
Air og það vildi ekki betur til en
svo að vélin bilaði á leiðinni.
Við urðum að lenda í
Ungverjalandi og enginn far-
þeganna hafði vegabréfsárit-
un inn í landið. Okkur var öll-
um smalaö inn í ógeðslega
flugstöð þar sem allir áttu að
sitja og þegja og við máttum
ekki einu sinni vita að vélin
hefði bilað. Til að við kæm-
umst inn í landið þurftu þeir
fyrst að skoöa vegabréfin, svo
aö skrifa nafn viðkomandi á
eina skýrslu, síðan á aöra
skýrslu og loks á þriðju skýrsl-
una. Eftir það þurfti að hringja
á aðra skrifstofu og stafa öll
nöfnin svo við vorum þarna í
óratíma. Þaö eina sem hægt
var að kaupa þarna var ung-
verskt kók og það ætla ég
aldrei að bragöa aftur. Það var
hryllilegt. ( Búdapest fylgdu
okkur menn með byssur og
þarna var heragi yfir öllu. Eftir
þetta fór ég til Búlgariu og það
stakk mig þá aö við gerum
okkur enga grein fyrir því hve
gott það er að búa á íslandi.
Það er mjög skrítin tilfinning
aö fara inn í búð þar sem eina
söluvaran er niðursoðin sulta
- eftir að geta valið úr þrjátíu
tegundum af öllu hér. Ég mat
landið mitt og þjóöfélagið bet-
ur á eftir."
Gætirðu ekki valið úr vinnu
með svona gott próf?
„Stúdentspróf er ekkert
merkilegt núna. Það taka allir
stúdentspróf og ég gæti
kannski orði gjaldkeri í banka
með þetta próf eða eitthvað
svoleiðis. Það væri frekar ef
ég dúxaði upp úr Háskólanum
að ég gæti valið úr atvinnutil-
boðum. Nú ætla ég að taka
mér frí í ár til að íhuga hvaða
nám mig langar í. Eins og er
langar mig einn daginn í
læknisfræði og hinn daginn í
tungumálanám. Ég er þannig
gerð að ef ég byrja á einhverju
finnst mér ég verða að Ijúka
því svo það er eins gott að
vanda valið."
Ertu ekkert að spá í að gifta
þig og fara að búa?
„Nei. Þá er maður orðinn
svo bundinn og þaö er ekki
hægt. Ég get svo margt gert
sjálf ef ég er ein og enginn er
aö skipta sér af mér. Ég held
að það sé stórfínt aö gifta sig
um þrítugt. Mér finnst hjóna-
band eins og fangelsi. „Nú
verðum við að vera saman
það sem eftir er. Þú skalt
passa þig að iíta ekki á aðra
konu og ég skal passa mig að
líta ekki á neinn annan mann.
Við förum alltaf út að skemmta
okkur saman og svo ferð þú í
Hagkaup á föstudögum með-
an ég tek til... “ Ömurlegt.
Svo getur vel verið að mér
finnist það sem ég sagði núna
alveg ferlega fáránlegt eftir tvö
ár en svona hugsa ég núna.
30 VIKAN 12. TBL. 1990