Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 20

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 20
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN KRABBINN SVAVAR GESTSSON RÁÐHERRA: vegna þess aö bæði jafningjar hans og undir- sátar líta upp til hans og vilja fara aö dæmi hans. Hann er metnaðargjarn og allar hans hugmyndir eru stórar í sniðum. Þegar hann skrifar eða talar er hann sannfærandi og kemst vel að orði. Hann talar frá hjartanu og við- brögðin við honum eru sömuleiðis frá hjartanu. Svavar Gestsson spjallaði við Vikuna um krabbamerkið og sjálfan sig. Menntamálaráð- herra tekur á móti okkur í hornskrifstofu sinni í gamla Sambandshúsinu. Hann er afslappaður að sjá á stutterma skyrtu og svarar spurning- um af einlægni og yfirvegun. Svavar er með salt í blóðinu; ættaður úr Borgarfirði og Dölun- um. Þegar við spyrjum um fæðingartíma hans til að geta reiknað út tunglstöðuna og rísand- ann fer hann beint í símann og hringir í móður sína, Guðrúnu Valdimarsdóttur. Svavar er frumburður hennar og elstur átta systkina en það stóð ekki á svarinu hjá Guðrúnu, Svavar fæddist klukkan tuttugu mínútur fyrir ellefu að kvöldlagi. Krabbinn lætur sér annt um heimili, börn og fjölskyldu? Menn í minni stöðu taka sér yfirleitt allt of lít- inn tíma til að sinna sjálfum sér og fjölskyldu sinni. Karlmenn í krabbamerkinu eru mjög ná- tengdir mæðrum sínum? Það er rétt, ekki síst í seinni tíð. Annars var ég einnig hændur að móðurömmu minni og hún skipti mig mjög miklu máli allt frá barn- æsku og þangað til að hún féll frá fyrir nokkrum árum. Krabbinn getur drekkt fólki í botnlausu þunglyndi? Þunglyndi er ekki mitt einkenni - hún er veiki sem ég hef ekki kynnst um dagana. (Þarna gæti gætt áhrifa frá rísanda því bogmaðurinn er bjartsýnasta og eitt alhressasta merkið). Krabbinn getur verið hefnigjarn? Ég hugsa að menn séu almennt þeirrar skoðunar að ég bíti mjög grimmt frá mér og sé hranalegur ef mér er misboðið. Krabbar eru forvitnir um allt sem liðið er? Já, ég sóttist eftir að vera með öldruðu fólki sem barn og spurði það þá spjörunum úr. Krabbinn er sérfræðingur í að safna auði og láta hann bera ávöxt? Þveröfugt - það kann óg hreinlega ekki. Hins vegar get ég vel sinnt fjármálum annarra, samanber þegar ég sá um fjármál Þjóðviljans, þaö gekk ákaflega vel. Mars í Ijóni - metnaðargjarn og allar hug- myndir stórar f sniðum? Ég hef mikinn metnaö fyrir minn málstað og sömuleiðis fyrir þetta ráðuneyti. Það er rétt að sumum finnast mínar hugmyndir allt of stórar í sniðum. Mars í Ijóni á einnig að fylgja að viðkomandi sé skapgóður og vinsæll og tjái sig af hlýju og einlægni. Svavar færist undan því aö svara þessu og segir að það verði aðrir að gera. Við höfum því samband við gamlan og gróinn skólabróður Svavars úr MR sem segir: Þegar ég rifja upp rösklega 25 ára gamla minningu þá vil ég alveg skrifa undir þessa lýs- ingu á Svavari. Ég reikna hins vegar með því að hann hafi breyst á þessum aldarfjórðungi eins og við allir. □ „Þunglyndi ekki mitt einkenni...“ Krabbinn Svavar Gestsson menntamálaráðherra er fæddur 26. júní 1944. Hann er rísandi bogmaður, með tungl í meyju og Merkúr (talanda) í tvíburum sem ætti að gera hann lipran ræðumann, Venus í krabba og Mars (framkvæmda- og kynorku) í Ijóni. Rísandi bogmaður viröist alltaf vera að flýta sér. Hann er hugrakkur og bjartsýnn á lífið og tilveruna auk þess að vera afar vinalegur og op- inskár í tali. Þessi einstaklingur reynir að forðast allar kringumstæður sem hindrað geta eða takmarkað fyrirvaralausar at- hafnir og getur þetta skapgerðareinkenni gert fólk að tækifærissinnum. Tungl í meyju gerir viðkomandi jarðbundinn og hagsýnan en auk þess vandlátan og gagn- rýninn, sérstaklega á náin sambönd. Um Merkúr í tvíbura segir að viðkomandi hafi mjög líkleg huga á borð við reiknivél, sé góður rökhugsuður en eigi til að gleyma grunn- forsendum í deilgm og draga þess vegna rangar ályktanir. Það þurfi þó snjallan mótherja til að gera sér grein fyrir þessu, því meðalmað- urinn láti sannfærast af greindarlegum athuga- semdum hans. Um Venus i krabba segir að viðkomandi sé skapgóður og vinsæl en ákaflega tilfinninga- næmur og böndin við fjölskylduna séu sterk. Þessir einstaklingar eigi erfitt með að standast það ef hitt kynið sýnir þeim áhuga og til þess að þeim líði vel verði þeir að fá tilfinningalega útrás. Mars í Ijóni bendir til að viðkomandi tjái sig á opinn og öruggan hátt en einnig af hlýju og ein- lægni. Þessi einstaklingur getur stjórnað „Ég hugsa að menn séu almennt þeirrar skoðunar að ég blti mjög grimmt frá mér og sé hranalegur ef mér er misboðið," svarar Svavar spurningu Vikunnar um hvort hann sé hefnigjarn eins og stjörnurnar segja að sé eitt einkenni krabbamerkisins. u06m. imggi 20 VIKAN 12. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.