Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 37

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 37
 yröi og fær oftast alltof mikla ábyrgö á sér og jafnvel heimil- inu sem framkallar síðan mis- þroska sem erfitt getur reynst að laga nema barnið hreinlega fái, sem fullorðinn einstakling- ur, leiðsögn einhvers sérfræð- ings sem getur fundið út hvar hann helst kemur fram og hef- ur þá heftandi áhrif á líf við- komandi. Börn, sem alin eru upp í alkóhólísku andrúms- lofti, verða oft síðar á ævinni óafvitandi til þess að draga að sér vandamálafólk frekar en annað fólk. Þau þekkja nefni- lega þá útgeislun og fram- komu best og eru þjálfuðust í að bregðast við framkomu þannig einstaklinga. Ég er ekki hissa á að þú sért öðrum fremri í hlutverki sálu- sorgara f hópi félaganna. Sannleikurinn er nefnilega sá að uppeldi barna úr alkóhól- mynstri dregur dilk á eftir sér. Það kemur meðal annars fram í því að þessi börn eru vön að taka tillit til ótrúlegustu að- stæðna og oftast þurfa þessar elskur ’alltof snemma að láta undan meö sinn vilja og langanir vegna annarra. Þau læra fljótt að umburðarlyndi og fórnfýsi bjarga oft málunum þegar aðrar og áhugaverðari leiðir sýnast óframkvæman- legar. Ég er ansi hrædd um að þú sért vön að láta undan með þarfir þínar og að þér finnist al- veg eðlilegt að reyna að leysa og hlusta á þarfir annarra án þess að hugsa þig um. Auðvit- að er kostur að geta sinnt öðr- um og vera óeigingjörn eins og þú. En mundu líka að þú þarft einhvern til að hlusta á þig og tii að hvetja þig. ÓHÆFIR FEÐUR OG EIGINMENN ( erfiðleikum, sem skapast af óreglu heimilisföður, verður erfitt að finna tíma og næði til að gefa börnunum á heimilinu það sem þau þurfa því venju- lega gerir óregluringulreiðin ekki boð á undan sé. Börn, sem liggja andvaka og skelf- ingu lostin á meðan verið er að berja mæður þeirra og svi- virða, eru gjörn á að gera of litlar kröfur af ótta við að auka kannski vandann sem heimilið er gegnsýrt af. Þess vegna hlýða þau á skökkum stööum og reyna að leysa sjálf það sem hrjáir þau. Þeim finnst mamma eiga nógu bágt þó þau verði ekki líkatil að íþyngja henni. Þetta gerir það að verk- um að þegar þessi börn verða fullorðin og velja sér sjálf lífs- förunaut eiga þau bágt með að trúa að nokkur vilji elska þau nema þau þurfi helst að bera ábyrgð á viðkomandi og jafn- vel bjarga honum fyrir horn. Þessir einstaklingar verða lan- goftast áframhaldandi fórnar- lömb ef þeir ekki átta sig á hvernig þeir eru alltaf að fara f eilífan hring til uppvaxtarins í hegðun og framkvæmdum. Þarna væri ágætt að verða sér úti um bækur sem eru þrosk- andi og upplýsandi um hvernig börn með fortíð þolandans vegna áfengisneyslu aðstand- enda eru óvarin fyrir ýmsu f mannlegum tengslum, ýmsu sem þeir sem ekki eiga þessa fortíð eru gjarnir á að notfæra sér. Eins og til dæmis að æti- ast til að þessar manneskjur séu ódrepandi og þess vegna megi bjóða þeim nánast hvað sem er og þær láti slíkt gerast, án þess að skilja að þetta er rangt, því þær þekkja ekki annað. SEKTARKENND OG VANDAMÁL í framhaldi af þessu skulum við skoða af hverju þú ert ánægð með nánast allt en ef- ast um sjálfa þig. Þú ert þessa mánuðina að Ijúka tímabili á milli tvítugs og þrítugs. Þú ert svolítið á undan flest- um jafnöldrum þínum hvað varðar skóla lífsins. Það stafar af því aö þú hefur mikla og erf- iða reynslu að baki. Úr þessu ferð þú að þrá að vera eitthvað annað en allra manna gagn, andlega séð. Þú vilt vita hvort þú eigir að rækta dulargáfur þínar sem virðast augljósar. Um þær efast þú stórlega en ég ekki því fram kemur í skrift þinni að þú ert mjög næm og kannski næmari vegna allra áfallanna sem þú þurftir að fara í gegnum í uppvextinum. Ef ég væri þú myndi ég leggja mesta rækt við forspár- hæfileikann því hann erfrekar sjaldgæfur og þess vegna áhugaverður. Þú vilt öllum vel og hefur reynt að láta erfiðleik- ana gera þig að betri mann- eskju. Þaö finnst mér frábært. Eins ertu mjög einlæg og hrokalaus en mættir hafa pínulítið meiri metnað fyrir þína hönd. Ég finn líka þegar þú talar um fólkið í lífi þínu að þú ert fljót að benda á kosti þess, jafnvel þótt þér falli ekki gallarnir. Þetta gefur til kynna að þú fyllist sektarkennd út af því aö sjá svona augljóslega hvað miður fór og fer í fari þess. Ekki efast ég um að við- komandi persónur hafi kosti en hefur þetta sama fólk séð þína kosti? Hvað varðar samband þitt við mann þinn er það dæmi- gerð afleiðing af uppeldi þínu. Þú passar hann og verndar og trúir sennilega líka aö þú getir bjargað honum frá óreglu. Það bjargar enginn öðrum á þeim vettvangi. Ef fólk finnur sig ekki knúið til að breyta sér sjálft gerir enginn annar það fyrir það. Þú getur vissulega með góðsemi þinni og hrein- lyndi verið honum holl fyrir- mynd en hann verður sjálfur að sjá að óregla og barnaupp- eldi og ást til þín eiga fátt sam- eiginlegt. Á meðan hann breytir ekki afstöðu sinni til vímuefna nýtir hann örugg- lega ekki tækifærin rétt til að hlúa að þér og börnunum. Það vilt þú helst ekki viðurkenna af því að þú færð kannski óbæri- lega sektarkennd fyrir bragðið. Samt hefur þú sett honum kosti sem er verulega gott frá þinni hendi. Því skyldir þú vera að burðast með vandamál f formi eiginmanns ef þú átt kost á öðru. Við megum adrei við- halda vanþroska þeirra sem við elskum bara af því að við erum óeigingjörn og fórnfús, eins og þú svo sannarlega ert, kæra Snót. UPPSÖFNUÐ REIÐI Ef við íhugum feril barns sem verður aö þola það alla sína æsku að sjá móður sinni mis- þyrmt og verða sjálft að sitja undir gagnrýni frá meingölluð- um fósturföður er ekki fráleitt að álykta að réttlætiskennd og dómgreind barnsins brenglist um tíma. Ef þú horfir til baka er miklu sennilegra að þú fyllist reiði en gleði. Hitt er svo ann- að mál að manneskja með þína eðlisþætti, sem eru margþættir og áhugaverðir, nennir ekki að viðhalda röng- um tilfinningum. Hún velur heldur að þroskast og verða betri manneskja en þær fyrir- myndir sem hún átti kost á og höfðu hreinlega fátt að gefa vegna veikleika sinna. Þú ert dul en skapstór, auk þess að vera frekar sáttfús, sem vissulega er kostur. Eins hefur þú greinilega listræna hæfileika sem gætu komið fram í handavinnu og listmál- un auk Ijóðagerðar, ef það freistar þín. Að eyða tíma og kröftum í að byggja upp gott samband við börnin þín, eins og þú gerir, er af hinu góða en börnin hafa líka gott af að finna að þú eigir þér hugðar- efni og áhugamál sem þú þarft náttúrlega tíma og tækifæri til að rækta. Farðu á einhvers konar námskeið innan um fólk sem ekki gerir kröfur til þín en virðir þig vegna hæfileika þinna og þægilegrar fram- komu. Hún virðist þér eðlislæg og er líkleg til að gera þig vin- sæla þó þú setjir þig ekki endi- lega í hlutverk hlustandans öll- um stundum. Við þurfum líka að geta verið þiggjendur og það átt þú sennilega erfitt með af því að hitt er orðið þér svo tamt. Vissulega er jákvætt að þú sért þakklát fyrir alla þá reynslu sem þú hefur farið í gegnum en það breytir því ekki að þú þarft að fara frá for- tíðinni og ná að losa þig við hegðun og framkomu sem er afleiðing af ótta og óöryggi þess liðna. MÓTLÆTI GETUR VERIÐ GÆFA Hver einasti einstaklingur á þessari jörð er hér í einhverj- um tilgangi. Vissulega er okk- ur það ekki alltaf augljóst en svona er það nú samt. I skóla lífsins eru okkur skömmtuð verkefni til að vinna úr. Þín reynsla er líka reynsla sem ótal margir verða að fara í gegnum. Við sem höfum farið í gegnum mótlæti vitum að ef við snúum ekki ósigrum í sigra, okkur sjálfum til handa, er hætt við að við verðum bitur og heldur óáhugaverð í sam- skiptum við annað fólk. Það sem segir mest um manngildi okkar er hvernig við förum í gegnum andstreymi og hvern- ig við vinnum úr því. Ef ekkert væri að kljást við í lífinu er hætt við að okkur fyndist það frekar óspennandi og við myndum örugglega óska eftir einhverju að takast á við. Eins er hárrétt sem þú segir, kæra Snót, að við getum nefnilega orðið öðrum til styrktar í erfið- leikum þeirra ef við erum búin að sjá hvar við getum bætt okkur sjálf. Viðurkenning ann- arra er oftast það sem við þráum mest en fáum sjaldn- ast. Þess vegna megum við ekki gerast fórnarlömb án þess að taka eftir því og fá út á það einhvers konar viðurkenn- ingu. Þá er hún of dýru verði keypt. Þetta minni ég þig á af augljósum ástæðum sem liggja fyrst og fremst í fortíð þinni og þeim erfiðleikum sem hún hefur bakað þér. Ég er nefnilega ansi hrædd um að þú sjáir ekki við sjálfri þér þarna og gangir því of skart undir öðrum á kostnað sjálfrar Frh. á bls. 49 12. TBL. 1990 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.