Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 12
• íslenskt þjóð-
félag er eins
og alkaheimili
þar sem allt er
bara sagt í
himnalagi.
• Það hlýtur að
vera til hugvit
í viðskipta-
heiminum til
að búa til
myndir og
þœtti fyrir lítinn
markað.
um. Til þess aö okkur séu tryggð eölileg sam-
skipti viö umheiminn aö þessu leyti held ég aö
það sé óhjákvæmilegt aö Póstur og sími láti af
sinni einokun. Ekki aö þeir geti ekki veitt góða
þjónustu en segjum aö erlendur banki keypti
hlut í innlendum banka, þá er mjög algengt úti
að banki hafi sitt einkasíma- og tölvukerfi.
Þetta er ekki hægt hér! Viðkomandi banki þyrfti
aö leigja línur dýrum dómum af Pósti og síma.
Segjum að þú hafir sérþarfir sem Póstur og
sími getur ekki uppfyllt fyrr en eftir tvö ár. Áttu
þá aö bíöa ef annað fyrirtæki á markaðnum
getur gert þetta á einu ári?
Hér eru ákveðin fyrirtæki sem geta ekki beö-
iö þangað til Póstur og sími er búinn aö leggja
sjálfvirkar stöövar út um allt land. Eins og for-
gangsröðin er núna - og hún er hreinlega póli-
tísk - þá er hún fáránleg frá sjónarmiði nútíma
viðskipta. En þetta verðum við að búa við og
það nær ekki nokkurri átt.“
Fyrst þú ert að tala um póliiíska forgangs-
röð, hvernig líst þér á pólitíkina nú að loknum
sveitarstjórnarkosningum ?
„Ég er orðinn innilega leiður á pólitík - eða
kannski ætti ég að segja á stjórnmálamönnum.
Mörkin eru líka svo óljós varðandi hvað það er
að vera pólitíkus. Það eiga allir góða punkta en
mér finnst pólitíska kerfið einmitt ekki þjóna
þeim sem ætla að nota það til að bæta lífskjör
fólks. Kerfiö virkar hreinlega ekki. íslensk
stjórnmál eru mjög tætt - þó maður hafi líka
sláandi dæmi í New York þar sem vandamálin
eru nánast óyfirstíganleg. Par ríkir líka viss
uppgjöf þó reynt sé að klóra í bakkann og gera
eitthvaö fyrir heimilislausa, til að mynda, en
kerfið virkar ekki þar frekar en hér.
Annað sem þreytir mig varðandi pólitíkina er
þessi rosalega forsjárhyggja. Allir líta til stjórn-
málamanna um að laga hlutina. Allir frá lítil-
magnanum og upp í frystihúsaforstjóra hringja
í þingmanninn „sinn“. Ríkið kemur í stað
mömmu og pabba. Eitt makalaust dæmi var
þegar frétt barst um að Danir væru farnir að
kaupa íslenskan fisk, verka hann sem saltfisk
og selja á okkar markaði til Spánar. Það fyrsta
sem Samband íslenskra fiskframleiðenda ger-
ir þegar þeir heyra þetta er að biðja íslensk
stjórnvöld að kanna þetta mál! Til hvers eru
þeir með samtök? Hvers vegna kanna þeir
þetta ekki og drífa í að gera eitthvað í þessu?
Svo gætu þeir komið með málið undirbúið til
rikisstjórnarinnar. Nei, án þess aö líta á málið
er því umsvifalaust hent inn í ráðuneyti!
( Bandaríkjunum er aftur eins og einhver
náttúruöfl séu að verki hvað hnignunina þar
varðar. Þetta land hefur átt sitt blómaskeið en
er nú áveðurs og þessu má líkja viö þegar jök-
ull bráðnar eöa eitthvað slíkt sem engan veg-
inn er hægt að stöðva.
Evrópa og Japan eru að koma upp og verða
miklu sterkari en fyrr og það er orðið mjög
augljóst hvað Bandaríkjamenn eru hræddir og
margir þar gráta líka í stjórnvöldum.
Halli er meyja og rísandi tvíburi og það er
„hinn vængjaði sendiboði guðanna“, Merkúr,
sem stjórnar báðum þessum merkjum. Merkúr
stjórnar líka fjölmiðlun svo þaö má segja að
Halla hafi verið áskapað að fara inn í þennan
heim. Þegar hann er spurður hvort hann sé
gagnrýnin og nöldrandi meyja eins og þær ger-
ast verstar segir hann fyrst að ég verði bara að
spyrja aðra um það en jánkar því svo að vita af
þeim hliðum hjá sér. Annars segist hann vera
óánægöur með þetta leiðindaorð sem af meyj-
um fari og aö þær meyjar sem hann þekki séu
sjaldnast svona.
„Þessi gagnrýnisþörf á aöra kemur upp hjá
fólki ef það er óánægt með sjálft sig. Þá er farið
að yfirfæra alveg villt. Og þaö er eiginlega
þjóðarmein hjá okkur. Fólk er mjög óánægt
með sjálft sig hér og ég held að það sé af því
að þjóðin er ekki búin að ná sér eftir breytinga-
skeiðið. Við erum þjóð í tilvistarkreppu þó ég
sé ekki með lokaorðið um hvernig á að fara að
því að lifa á íslandi. En ég þekki fólk sem kem-
ur alls staðar að úr heiminum og oft virðast
okkar vandamál hreinlega hlægileg í saman-
burði við vanda annarra þjóða.
Kröfurnar eru rosalegar og auðvitað er erfitt
að lækka flugið þegar fólk er búið að venja sig
á ákveðinn munað. Úti í heimi eru hörmung-
arnar einhvern veginn nær fólki, til dæmis eit-
urlyfjavandamálið. Úti finnst mér fólk vera fariö
að fara varlegar með lífið og sjálft sig en við
erum enn þessir galgopar og veiðimenn. Úti
veður fólk ekki áfram eins og viö. Það athugar
sinn gang og er alvarlegra. Fólk hugsar um
andlegu hliðina og hugtök á borð við gott og
slæmt. Hér sé ég ennþá mikið ábyrgðarleysi
og það er svosem gömul tugga; fólk er að taka
lán út á að málin „reddist" og standa í svoleið-
is barnaskap sem gengur ekki upp.
Á hinn bóginn er New York-búinn alltaf að
koma einhverjum hugmyndum í verk sem
betra væri að láta ógerðar. Þar myndi íslend-
ingurinn vita betur og gera sér grein fyrir að
þetta tiltekna prójekt myndi ekki ganga. Það er
allt fullt af hæfileikalausu fólki þarna sem er að
gera ómerkilega hluti. Við erum kröfuharðari
og að því leyti nær náttúrunni að við finnum
betur þessa réttu músík."
Hvað gerir svo þjóðfélagsrýnirinn í tóm-
stundum sínum?
„Ég var einfari sem barn og þurfti í rauninni
að læra að vinna með öðrum en það er einhver
skemmtilegasti lærdómur sem ég hef farið í
gegnum. Ég finn að ég hef mjög gaman af því
að ná saman samstilltum hópi og skipuleggja
starfsemi. Síðan ég fékk mér tölvu sit ég mikið
við hana og það fara ótrúlega margar tóm-
stundir í það. Svo les ég góðar bækur og fer á
skíði þegar færi gefst en helst ekki í leikhús
því það fer í taugarnar á mér. Nú erum við
komin með miklu betri miðla sem skila hlutun-
um betur en leikhúsið. Á sviði er nauðsynlegt
að standa og hrópa, jafnvel það sem maöur
myndi aldrei hrópa. Mér finnst eiginlega
leikhúsið afdankaður miðill. Sjónvarp og kvik-
myndir lýsa miklu betur lífi venjulegs fólks.
Auðvitað er það innihaldið sem skiptir mestu
máli en það er framsetningin sem þvælist fyrir
mér.“
Ég hef orð á því að það þurfi kjark til að
segja álit sitt svo umbúðalaust og það er eins
og við manninn mælt aö nú opnast ný flóðgátt:
„Hér eru allir svo hræddir við að segja hlut-
ina eins og þeir eru. Þaö held ég að spretti af
því að við höfum verið lítil þjóð að reyna að
standa saman gegn erlendu valdi. Núna er
þetta orðið eins og á alkaheimili þar sem allt er
bara sagt í himnalagi og að það þurfi ekkert að
ræða málin. Sama vitleysan rúllar endalaust
áfram og enginn segir neitt af því enginn vill
vagga bátnum eða líta ofan í ormagryfjuna.
Þagnarmúrinn í kringum vitleysuna er orðinn
fjallhár og svo eru menn orðnir svo samtvinn-
aðir þessu að mörgum finnst hreinlega ekkert
vera að. Þetta „suss, ekki má“ er óskaplega
ríkt i fólki. Þetta er líka svo fámennt þjóðfélag
að manni óar við tilhugsuninni ef allt væri vitað
um alla. Smæðin mun ávallt gera það að verk-
um að það eru takmörk fyrir því hve nærri ein-
staklingunum er hægt að ganga."
Það er kominn tími til að kveðjast og á hefð-
bundinn hátt er spurt hvað taki við þegar mast-
ersgráðurnni er náö um næstu áramót.
„Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég tek
mér fyrir hendur að námi loknu en þaö er freist-
andi aö reyna að fá eitthvað að gera í New
York. Ég tók að mér smáverkefni fyrir United
Press International en þeir eru nú aö fara út í
fjármálafréttir í ýmsum myndum, svipað og
Reuter hefur verið að gera.
Ég heillast eins og er mest af upplýsinga-
þjónustu gegnum tölvur - gagnabönkum og
þess háttar. Sú þjónusta er dýr eins og er en
þess verður ekki langt að bíða að sá sem ætlar
aö skrifa ritgerð um segjum Van Gogh geti
kallað eftir öllu sem skrifað hefur verið um
hann - og myndunum! Fyrirtæki setja þennan
kostnað ekkert fyrir sig því nú geta þau fengið
miklu straumlínulagaðri upplýsingar. Við-
skiptavinurinn getur sniðið þær upplýsingar
sem hann fær alveg eftir sínum þörfum. Hann
þarf aldrei að borga fyrir upplýsingar sem hann
ekki bað um sérstaklega. Þetta á líka mjög vel
við um skóla. Nú gerirtæknin þaö mögulegt aö
klæðskerasauma upplýsingar fyrir viðskipta-
vininn. Fyrirbæri á borð við Ríkisútgáfu náms-
bóka fer að verða álíka tímabært og gufuskip.
Svo er þessi málfarslegi fasismi, sem hér er í
gangi, hreinn óþarfi að mínu mati. Það er eng-
in hætta á að við týnum málinu niður á næstu
öld þó við lögum það að nútímanum. Annars
þótti mér miður að sjá á dögunum yfirlýsingar
þess efnis að minnka þyrfti innlenda dagskrár-
gerð hjá Stöð 2. Þess í stað hefði ég viljað sjá:
„Stórefla þarf íslenska dagskrárgerð og finna
leið til að selja hana úr landi og græða á
henni!" Það hlýtur að vera til hugvit í viðskipta-
heiminum til að búa til þætti og myndir fyrir lít-
inn markað og byggja þannig framleiðslu ein-
hvern rekstrargrundvöll en ekki mæna alltaf á
ríkið.“
12 VIKAN 12. TBL.1990