Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 28

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 28
i ASA A LEIÐ UTI LÍFIÐ Ása Ólafsdóttir er nítján ára Reykjavík- urmær sem á dögun- um dúxaði á stúd- entsprófi í Verslunar- skóla íslands. Ása var á hagfræðibraut skól- ans og aðaleinkunn hennar var 9,07. Hún leyfir Vikunni að skyggnast inn í hugar- heim þeirra ungu og efnilegu sem eru á leið út í lífið. Hvað tekur við að námi loknu? „Skólaferðalagið er fyrst á dagskrá. Við förum til Jamaika og verðum þar í þrjár vikur. Eftir það ætla ég til Frakklands. Mig langar að læra frönskuna vel svo ég hafði samband við virta ráðn- ingarskrifstofu í Frakklandi. Þeir sem óska eftir fólki þurfa að borga þónokkra upphæð til að fá uppgefin nöfn svo ég treysti því að skrifstofan sé örugg. Ég mátti velja hvað ég vildi gera og óskaði eftir að vera á Rivierunni í þrjá mánuði við að gæta hunda. Ég kann- ast við stúlku sem fór út á veg- um þessarar skrifstofu og hún var í rauninni aðeins ráðin sem selskapsdama." Ætlarðu svo að búa í París I vetur? „Já, nú ætla ég að reyna að treysta á sjálfa mig og þrosk- ast svolítið á þessu. Mér finnst margir þeirra sem útskrifast með mér ætla að fara út og vera í eitt ár og sjá til með áframhaldandi nám. Fyrir- heitnu staðirnir eru Þýskaland og Frakkland í Evrópu og svo Los Angeles I Ameríku. Þeir sem ætla til LA eru þó mest að hugsa um að lifa og leika sér en þeir sem fara til Evrópu taka sig kannski alvarlegar. Sjálfri finnst mér gaman að koma til svona stórborga en fsland og Reykjavfk eru miklu persónulegri og ég hef enn ekki fundið neinn annan stað sem ég gæti hugsa mér að eyða ævinni á.“ Hvernig finnst þér skemmti- legt að skemmta þér? „Ég fer stundum á pöbb en finnst orðið leiðinlegt að fara eitthvað að hrista sig. Það er allt- af sama fólkið sem fer út að skemmta sér og ég verð þreytt á því að sjá ailtaf sömu andlitin. Skemmtana- Iffið verður mjög alveg sama hvenær maöur fer, það er alltaf eins. Ég vildi að einhvers staðar væri hægt að fá að sjá það fólk sem nennir ekki á þessi hefð- bundnu öldurhús." Hvernig líst þér á jafnaldra þína? „Ég held að þeir þekki mjög vel til umheimsins og séu tölu- verðir heimsborgarar. Fólk er Ifka svo sniðugt núna að finna sér leiðir til að vera lengi úti og kynnast staðháttum vel. Hérna er samfélagið svo lítið og maður hugsar svo þröngt að það er nauðsynlegt að komast á brott og kynnast einhverju nýju. Svo fara krakkarnir miklu lengra en til Evrópu eða Amer- fku. Það er farið í alla afkima, eins langt og hægt er að komast. Vinir mínir óku til dæmis um austantjaldslöndin í fyrra, áður en breytingarnar urðu. Fólk fór meðal annars eftir að hafa séð Óbærilegan léttleika tilverunnar á hvíta tjaldinu. Það fylgist alltaf svo- lítið aö, hvað er efst á baugi í dægurmálum og hvert fólk fer. Það hefur líka mikið að segja að fara út og kynnast öðru. Þá fyrst skynjum við hvað við eig- um gott að búa á íslandi." En kynslóð foreldra þinna? „Það er ekki þessi virðuleiki yfir þeim sem eflaust hefur einu sinni verið yfir rúmlega fertugu fólki. Þau reyna að vera vinir manns frekar en að þau vilji láta líta upp til sín. Pabbi er kennari og mamma vinnur á skrifstofu og ég á einn bróður sem er þremur árum yngri. Mamma var á sumar- skóla í Bournemouth á Eng- landi og fór sem au-pair til Þýskalands svo hún er alveg á því að ég fari út núna. Svo vor- um við í Danmörku á hverju sumri þegar ég var lítil og leigðum þar hús. Þar var kona sem hét Lise. Hún tók mig í skóla og kenndi mér dönsku. Orðin má læra hér f skólanum en hún vildi kenna mér að finna hljóðin og tala dönskuna rétt. Ég lærði heilmikið á þessu." Ásu er ýmislegt til lista lagt annað en að vera frábær námsmaður. Hún er kattþrifin eins og stúlku í meyjarmerkinu sæmir og hefur meðal annars unnið fyrir sér með skólanum með því að þrífa heimili fólks. En hvað hefurðu gert annað? „Ég hef verið að vinna í blómabúð, var í öskunni f nokkur sumur og svo verið í cjarðavinnu í kirkjugörðunum. I fyrrasumar var ég í París allt Frh. á bls 30 28 VIKAN 12. TB' 1990 TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.