Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 54

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 54
efnum mun aldrei koma til meö að hafa nein veruleg áhrif á heildarsykurneysluna. Þaö er samt fátt sem mælir á móti því að sætuefni komi í staö sykurs, en best væri ef fólk vendi sig af sætum mat almennt. Þaö eru margir sem halda því fram að meö því að nota mikið gervisætuefni þá eigi fólk erfiðara með að neita sér um sætan mat og það er það eina sem ég get séð að sé neikvætt við notkun gervi- sætuefna. ÓTRÚLEGT DÓMGREINDARLEYSI Hvað geturðu sagt um þá gagnrýni á aspartam sem nokkuð hefur borið á í fjölmiðl- um að undanförnu? „Ég hef heyrt þær kenningar að aspartam hafi veruleg áhrif á stjórnun heilans við insúlín- losun, en þaö er ekkert sem ég hef sóð sem bendir til þess. Það er einfaldlega vegna þess að hlutirnir gerast ekki á þenn- an hátt. Aukin insúlínlosun í líkamanum stjórnast að mestu leyti af sykurstyrk í blóði og kemur því heildarstarfseminni lítið við. Hvað varðar aukningu á metanóli í líkamanum er hún svo hverfandi lítil að það er óhugsandi að hún geti haft nokkurn heilsuskaða í för með sér. Talað hefur verið um röskun á boðefnakerfi heilans í sam- bandi við neyslu aspartams. Til þess að það geti átt sér stað verður neyslan að vera mjög mikil og langtum meiri en er á færi hins almenna borg- ara. Einnig hefur verið slegið fram í fjölmiðlum að plöntur hafi drepist þegar þær voru vökvaðar og fengu tvær töflur af Canderel. Ég tel að það sýni alveg ótrúlegt dómgreindar- leysi að bera þetta á borð fyrir fólk. Ég er hræddur um að menn hefðu ekki verið ánægð- ir ef plönturannsóknir hefðu verið notaðar til að leyfa asp- artam. Og að sjálfsögðu eru því ekki notaðar neinar slíkar rannsóknir til að banna það. Það er líka fáránlegt að ætla það að plöntur þoli ekki tvær til þrjár töflur af Canderel. Það höfum við sannreynt að gamni okkar hér í Hollustuvernd. Fleygt hefur verið fram sem stáðreyndum að gervisætuefni stuðli að fitusöfnun og meðal annars vitnað í rannsóknir bandarísku krabbameins- samtakanna. Þaö er rangtúlk- un að segja að þessar rann- sóknir sýni aö aspartam eða önnur sætuefni stuðli að fitu- söfnun. Rannsóknin beindist að stórum hópi Bandaríkja- manna og þeir spurðir hvort þeir notuðu gervisætuefni eða ekki og hvort þeir hefðu verið að léttast eða þyngjast árið á undan því sem spurningin var borin fram á. Það var enginn marktækur munur á þeim sem notuðu gervisætuefni eða syk- ur þegar þeir voru að léttast. Hjá þeim sem voru að þyngj- ast voru fleiri sem notuðu gervisætuefni. Þessar niður- stöður sýna ekki að notkun gervisætuefna stuðli að fitu- söfnun heldur má ætla að þeir sem eru að fitna noti frekar gervisætuefni en hinir, en hugsi að öðru leyti of lítið um mataræðið. Nokkuð hefur einnig verið vitnað í fjölmiðlum í grein sem birtist í vísindatímaritinu New Scientist í febrúar á árinu 1988. Þar er fjallað um opinn fund en ekki vísindalegar niðurstöður. Fundur þessi var haldinn í Bandaríkjunum þar sem H. J. Robert hélt fram- sögu um að aspartam gæti haft alvarleg áhrif á miðtauga- kerfið og haft önnur skaðleg áhrif. Þessar kenningar hans voru síðan hraktar í sama riti stuttu seinna. H. J. Roberts hefur ekki fengið neinar niður- stöður birtar um aspartam í vísindaritum og „rannsóknir“ hans standast ekki vísindaleg- ar kröfur. Verður að hafa það í huga þegar vitnað er til þess- arar umfjöllunar, rúmum tveimur árum eftir að kenning- ar þessar voru hraktar. Gagnrýni sem fram hefur komið um aspartam hér á landi ber vott um að sumir að- ilar hafi lítið kynnt sér þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á aspartam. Menn hafa greinilega mótað sér sterka persónulega skoðun í þessum efnum og margt fólk hefur þessa sömu tilhneigingu. Til dæmis hafa ákveðnir hópar fólks, sérstaklega í Bandaríkj- unum, haft það að markmiði að berjast gegn aspartam og ELIN REYNISDÓTTIR ISLENSK FEGURÐ MEÐ NO NAME NO NA.ME , Tj| NoName 1 jCTJpfr I í n a n: - NáttúruIæÆ WöMpekur veI - 0 f n æ nr || - F r á b æij SÖLUSTAÐIR NONAME: Paradis, Laugarnesvegi ■ Gimli, Miöleiti Ingolfsapótek, Kringlunm ■ Gott utlit, Nybylavegi ■ Garös Apótek, Sogavegi ■ Snyrtist. Lif, Mjóddinni ■ Snyrtiv. Brá, Laugavegi • Snyrtistofa Nönnu, Akureyri ■ Snyrtístofan Mímisvegi, Dalvik Perlan, Akranesi ■ Snyrtilinan, Fjarðarkaup ■ Snyrtist. Rós, Engihjalla ■ Snyrtihöllin, Garöabæ ■ Snyrtist. Amta, Vestmannaeyjum • Fóta- og snyrtist. Táin, Sauöárkróki ■ Gloria, Samkaupum, Njarövík ■ Snyrtist. NN, Laugavegi 27. 54 VIKAN 12. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.