Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 26

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 26
LJÓSM.: MAGGI vor voru kosnar ungfrú Holly- wood og sólarstúlka Úrvals- Útsýnar. Prýöa þær myndirnar í þessari opnu. Til marks um þaö hve stúlkurnar kunnu allar vel við sig á Costa del Sol má geta þess aö þegar haldiö skyldi heim aftur afréð Elín að framlengja dvölina um þrjár vikur minnst. Linda Pétursdóttir hefur aö- setur á Benal Beach, glæsi- legum gististaö sem fjöldi fs- lendinga gista á hverju sumri. Um þann staö má svo sannar- lega segja að hann sé heill heimur út af fyrir sig eins og segir I auglýsingum Hótel Loft- leiða. Viö Benal Beach er stærsti garður Costa del Sol, um tuttugu þúsund fermetrar. Þar eru margar spennandi sundlaugar samtengdar með rennibrautum, sem njóta mik- illa vinsælda fólks á öllum aldri. Úti I einni lauginni er bar sem hægt er aö synda aö til aö fá sér hressingu meðan tekin er hvíld. Annar og minni garð- ur er svo framan viö bygging- arnar meö skemmtilegum gróðri, gosbrunnum, seytlandi smálækjum og flóðlýsingu á kvöldin. ( kjallara hótelsins er stór og glæsileg líkams- og heilsu- rækt meö öllum þeim tólum og tækjum sem hægt er að hugsa sér auk gufubaðs, upphitaðrar innilaugar og sólarbekkja! Þannig aö auk þess aö koma sólbrún og sælleg heim úr frí- inu er hægt að verða stæltari og stæðilegri en fyrr. Úti fyrir eru svo að auki tennisvellir til afnota fyrir hótelgesti. Innan- dyra eru veggtennissalir. Sér- verslanir í byggingunni eru 20 talsins og auk þess er þar kjörbúð með allar nauðsynjar. Síðast en ekki síst er þess að geta aö þarna er að finna eitt af glæsilegri diskótekum Costa del Sol og höfðu stúlk- urnar okkar um það mörg orð hve flott það væri og tónlistar- valið þar ( góðu lagi. Eins eru veitingastaðir Benal Beach af- bragðsgóðir en þeir eru þrír talsins auk þess sem barirnir eru þrír. Á kvöldin er ekki síður líflegt við sundlaugarnar en á daginn. Þá eru gjarnan hljóð- færaleikarar þar og aðrir skemmtikraftar með athygl- isverð atriði. Fátt er notalegra en aö sitja þá með tebolla eða glas og njóta þess að vera til. Þessi glæsilega samstæða íbúðabygginga, sem er í Ben- almadena, aðeins hundrað metra frá baðströndinni og ( þriggja kílómetra fjarlægð frá Torremolinos til vesturs, hefur upp á tvenns konar íbúöir að bjóða. Annars vegar stúdíó- ^SM.: Þj/rf c- CT CT o 2 8L o> Ó 5T -<- D Q) íbúðir meö fullkomnum eld- húsbúnaði, baðherbergi og svölum. Hins vegar eru svo stúdíósvítur með svefnkrók eða íbúðir með einu svefnher- bergi, setustofu, eldhúsi, bað- herbergi og svölum - sumar svalir jafnvel tugir fermetra að stærð. í íbúðunum eru Ijósar keramik gólfflísar og öll eldhús og baðherbergi eru lögð kera- mikflísum í ítölskum stíl frá gólfi til lofts. Hreinlætistæki eru lituð, í frönskum stíl, rammar í gluggum og svala- hurðum eru úr áli og allar raf- lagnir með sjálfvirkum öryggis- rofa. f næsta nágrenni er að finna golfvöllinn Torrequebrada eða aðeins þrjá kílómetra frá Ben- al Beach. Helmingi styttra er að lystisnekkjuhöfn Benalma- dena og í hlíöunum fyrir ofan íbúðabygginguna er tívolí, sem er afar vel úr garði gert og rétt aö ætla sér góðan tíma þar. Stutt er ( vatnsskemmti- garðinn Aqua Park þar sem eldri og yngri geta auðveld- lega gleymt sér tímunum sam- an í stærri og smærri vatns- rennibrautum, sem sumar hverjar eru hinar hrikalegustu. f þessari grein hefur aðeins verið getið um Benal Beach en gististaðirnir sem Úrval-Útsýn og Saga bjóöa farþegum sín- um á Costa del Sol eru vita- skuld enn fleiri. Þar má m.a. nefna Timor Sol, sem er komið til ára sinna en er mjög vel við haldiö. Fjölmargir fslendingar halda mikilli tryggð við þann gististað og vilja hvergi annars staðar vera sumar eftir sumar. Eins á Santa Clara vaxandi vinsældum að fagna en það hótel er steinsnar frá miðbæ Torremolinos. Hér verður látið staðar num- ið í frásögn Vikunnarfrá lífsins lystisemdum á Spáni að sinni en við tökum upp þráðinn að nýju í næsta tölublaði. Útvarpsmaðurinn knái Jón Axel viðrar FM bol fyrír næstu myndatöku. Jón útvarpar FRÍ-klúbbsfréttum á FM á hverju föstudagskvöldi milli klukkan 7 og 8. Myndin til hægri vartekin I fyrrasumar á Útsýnarskemmtun á Benal Beach. Myndin hérfyrir neðan sýnir Benal Beach úr lofti en fbúafjöldinn þar samsvarar íbúafjölda sæmilegasta þorps. Neðsta myndin sýnir vel samtenginu sundlauganna. 26 VIKAN 12.TBI 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.