Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 52

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 52
UÓSM.: RÓBERT ÁGÚSTSSON rv*““y7 Einnig má nota það í matseld eins og til daemis í kartöflu- mús, rófustöppu, sósur, salöt og margt fleira." SYKUR YRÐI BANNAÐUR Er það rétt að aspartam sætu- efnið í Canderel sé að ein- hverju leyti hættulegt heilsu manna? „Hingað til hefur engum tek- ist að sýna fram á að svo sé, þrátt fyrir að það sé mest rann- sakaða aukefni matvæla í heiminum. Vegna mikilla um- ræðna um hugsanlega skað- semi sýklamats og sakkaríns var aspartam rannsakað óvenjulega mikið af ýmsum aðilum. Má meðal annarra nefna Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) en það er talið eitt strangasta eftirlit í heiminum. Efnið var búið að vera í rannsóknum í sextán ár áður en sú stofnun veitti leyfi sitt. Samt sem áður blossuðu upp miklar umræður um hugs- anlega skaðsemi aspartams. Danmörk var meðal þeirra staða þar sem mikið bar á þessari umræðu. Þær voru í hámarki 1986 og urðu til þess að dönsk heilbrigðisyfirvöld fólu matvælaeftirlitinu þar í landi að gera úttekt á málinu. Emil Poulsen, doktor og eitur- efnafræðingur, stjórnaði þeirri athugun. Niðurstaða mjög ít- arlegrar skýrslu var eftirfar- andi: „Það staðfestist hér með að rannsóknir, sem birtar hafa verið í vísindatímaritum eða sem framkvæmdar hafa verið af yfirvöldum og óháðum rann- sóknarnefndum, sýna að notk- un aspartams sem aukefnis hefur ekki minnstu áhættu í för með sér.“ I Svíþjóð voru tveir læknar, vísindamenn við háskóla í Hailgrímurr Þ. Magnússon svæfingarlæknir hefur haldið því fram að niðurstöðum vissra rannsókna hafi verið stungið undir stól. Um þessa staðhæflngu segir Guðmundur Hallgrfmsson:..........ég og fleiri eigum bágt með að trúa því að Bandaríska iyfja- og mat- vælaeftirlitið (FDA), sem er eitt strangasta eftirlit í heiminum, hafi látið stinga einhverju undir stól þegar um svo mikilvægt málefni er að ræða.“ Gautaborg, fengnir til aö gera sams konar úttekt á hugsan- legum aukaverkunum aspar- tams. Komust þeir að sömu niðurstöðu og Danir, að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að þetta efni væri á nokk- urn hátt skaðlegt heilsu manna. Kostir aspartams eru miklir. Fyrst og fremst er að nefna hversu gífurlegur áfangi það var fyrir sykursjúka að fá efni sem hefur sama sætubragð og sykur en enginn efast um að það sé líkast sykri á bragð- ið af öllum aukefnum á mark- aðnum. Ef Canderel kemur f staðinn fyrir sykur má reikna með að það sé mikil hjálp í baráttunni við aukakílóin. Nokkuð hefur borið á mis- skilningi fólks sem felst í hug- myndum um að Canderel eitt og sér sé megrandi. Það er af og frá því það nýtist ekki í bar- áttunni gegn aukakílóunum nema það komi í staðinn fyrir eitthvað sem er mun hitdein- ingaríkara, eins og til dæmis sykur. Lengi hefur vantað eitthvert efni sem kemur í staðinn fyrir sykurinn. Ef hann væri að koma á markaðinn nú myndu margir efasemdamennirnir standa upp og segja: „Þetta er ekki nógu gott. Hér er á ferð- inni efni sem brennirtennur, er stórhættulegt fyrir sykursjúka, rosalega fitandi, hefur gífurleg áhrif á blóðsykurinn og svo framvegis." Ég er viss um að þetta efni yrði bannað því mjög erfitt er að réttlæta neyslu sykurs. Staðreyndin er hins vegar sú að efni sem einu sinni er búið að leyfa er mjög erfitt að banna löngu seinna. Með aspartam er kominn fram valkostur sem hefur eng- in skaðleg áhrif á heilsuna eftir því sem vísindamenn heims- ins vita best.“ FREKAR TRÚARBRÖGÐ EN GAGNRÝNI „Gagnrýnina, sem komið hef- ur fram á þessa hluti, má frem- ur flokka undir trúarbrögð en gagnrýni byggða á rökum. Engin gögn, sem byggð eru á vfsindalegum athugunum, máli þessara gagnrýnenda til stuðnings, hafa verið lögð fram af viðurkenndum aðilum. Á hinn bóginn hafa verið lagð- ar fram heilu bækurnar með niðurstöður um skaðleysi aspartams. Ekkert aukefni í matvælum hefur verið rannsakað meira en aspartam. Það ætti þó öll- um að vera alveg Ijóst að maður, sem borðar ekki morg- unmatinn sinn og fer síðan út í sjoppu nokkru seinna og drekkur þar dietdrykk, er ekki á réttri leið. Ef hann hins vegar ástundar gott mataræði jafn- hliða því sem hann skiptir út þeim matartegundum sem innihalda mikinn sykur fyrir-' þær sem innihalda aspartam sætuefni eða bætir því við í stað sykurs þá er næringar- fræðileg staða hans góð. Talaö hefur verið um að í rottum, sem hefur verið gefið aspartam, hafi greinst hærri tíðni krabbameins en í öðrum. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa hvergi birst opin- berlega og væri mjög gaman að fá að sjá þær ef þær eru til. Ef þessar rannsóknir hafa ver- ið gerðar og niðurstöður þeirra eru réttar ætti þeim sem þær unnu að vera kappsmál að koma niðurstöðunum á fram- færi þar sem mikið er í húfi eða heilsa neytenda sem er ofar öllu. Ég hef séð þær staðhæfing- ar frá Hallgrími Þ. Magnússyni svæfingalækni að niðurstöð- um sem þessum hafi verið stungið undir stól vegna þrýst- ings hagsmunaaðila. Það er um það að segja að ég og fleiri eigum bágt með að trúa því að bandaríska lyfja- og matvæla- eftirlitið (FDA), sem er eitt strangasta eftirlit í heiminum, hafi látið stinga einhverju undir stól þegar um svo mikilvægt málefni er að ræöa sem þetta. Einnig hefur komið fram gagnrýni á að sætuefnið sé framleitt af mannahöndum. Mörg lyf, eins og hormónalyf, svo sem vaxtarhormón, eru framleidd í verksmiðjum og ef ætti að banna öll lyf, sem eru framleidd á þann hátt, þyrftu flestar þjóðir að endurskoða ansi margt hjá sér. Ég vil undirstrika að engin rannsókn hefur sýnt fram á skaðsemi aspartams á neinn hátt. Það eina neikvæða við aspartam er hversu dýrt það er í samanburði við sykur. Á móti kemur að það er mjög drjúgt eða um tvö hundruð sinnum drýgra. Mér finnst vítavert að fólk, sem hefur ekkert máli sínu til stuðnings, skuli vera að hræða aðra með einhverjum dylgjum sem ekki fá staðist í raunveruleikanum. Þar er meðal annarra um að ræða fólk eins og sykursýkisjúklinga sem verða að nota önnur sætuefni en sykur og veldur þessi óábyrga gagnrýni ástæðulausri hræðslu og gerir þeim lífið erfiðara." 52 VIKAN 12. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.