Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 23

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 23
venjum sínum valda þessar athugasemdir barninu hugar- angri gagnvart sjálfu sér. Þetta gæti auk þess leitt til þess aö telpan borðaði meira af þessu „forboðna“ fæði á laun. í hvert sinn sem foreldrar segja „Ekki borða þetta“ heyra börnin „Þú ert of feitur/feit til að eiga skiliö að njóta matar“. Mörg börn, sem eru of þung, segjast þjást meira af viðbrögðum foreldra sinna gagnvart offitu heldur en þeirra eigin tilfinningu fyrir því að vera of feit. 5. „Það er mikilvœgt að vera grannur." Vesturlandabúar eru fórnar- lömb miskunnarlausra þver- sagna. Þeir eru stanslaust hvattir til að borða og jafnframt er stöðugt verið að minna á hversu mikilvægt er að vera grannur. Ein auglýsing freistar með girnilegri súkkulaðiköku en sú næsta kynnir megrun- arfæði. Skilaboðin eru: „Borð- aðu hvað sem þig langar í en þú skalt ekki dirfast að fitna." Krakkar - þó sérstaklega stúlkur á gelgjuskeiði - verða fyrir áhrifum frá þessum skila- boðum. í öfgafullum tilfellum getur hræðslan við offitu leitt til anorexia nervosa (megrunar- sjúkdómur sem leiðir til van- næringar, ofmegrunar og jafn- vel dauða) eða bulima (þá belgir viðkomandi sig út af mat og framkallar síðan uppsölur). HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Þeir sem standa í ástar- sambandi þessa dagana eiga von á skemmtilegum tímum. Það verður mikið um ferðalög og þú átt eftir að njóta lífsins til hins ýtr- asta. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Vikan framundan verður þægileg og tíðindalítil. Þú hefur nýverið fengið í hendurnar skila- boð sem glöddu þig mikið. Svar- aðu þeim fljótlega annars heldur sendandinn að þau hafi ekki kom- ist til skila. WTVfBURARNIR 21. maí - 21. júní Þú færð afar erfitt verk- efni og mikið riður á aö þú standir þig. Þér finnst erfitt að sætta þig við annríkið en bráðlega fer að hægjast um og þú kemst í gott og langt fri. Því meira sem stúlkunni er umhugað um að vera grönn því móttækilegri er hún fyrir því að þróa með sér óreglu- legar matarvenjur. Með því að neita að taka þátt í þráhyggju þjóðfélagsins um líkamsstærð er hægt að draga úr sumum þeim skilaboðum sem barnið fær varðandi mat og líkams- stærð. Ein leiðin er að sitja á sér með athugasemdir, já- kvæðar eða neikvæðar, um þyngd barnsins eða annarra. Kenna verður börnum að hver einstaklingur hafi þyngd og lögun sem hæfir þeirri mann- eskju einni og hvorki geta allir né ættu að vera eins og sýn- ingarstúlkur í útliti. Ef börnum er kennt að grannur líkami geri fólk ekki gáfaðra, betra eða eftirsóknarverðara vaxa þau úr grasi sáttari við sjálf sig og aðra. 6. „Ég hata líkama minn.“ Besta leiðin til að innræta börnum heilbrigð viðhorf gagnvart fæðu og mataræði er að sjálfsögðu góð fyrirmynd foreldra. Þetta þýðir að þið virðið líkama ykkar, sama hvaða stærðar hann er, borðiö næringarríkan mat og aðeins þegar þið eruð svöng. Hvað ef þið ekki getið sýnt gott for- dæmi? Ef þið þjáist af ein- hvers konar vandamálum varðandi mat gætuð þið ein- sett ykkur að miðla til barn- anna að þið vilduð óska þess að þið væruð ekki tilfinninga- legt átvagl eða í óstöðvandi megrunarkúr. Styrkið heilbrigt viðhorf og háttarlag barna ykkar. Það getur verið að þið séuð ekki í sambandi við merkjamál líkamans varðandi matarlyst og hungur en þið getið hvatt börnin til að læra á sitt merkjamál. Ef þið virðið eðlilegt skyn barna ykkar varð- andi mataræði læra þau það einnig. Ofangreind atriði munu ekki aðeins koma i veg fyrir vanda- mál barna varðandi mataræði, þau gætu líka hjálpað til við að lagfæra þau vandamál sem fyrir eru. Fyrsta skrefið er ykkar, sem foreldra, að breyta þeim skilaboðum sem þið sendið börnum ykkar varðandi matarvenjur, úr neikvæðum í jákvæð. Barn, sem þjáist af of- áti, á auðveldara með að leggja af ef það finnur ekki fyrir sektarkennd eða feimni vegna þess. Sá sem þvingar sig til að borða eða er í megrun er lík- legri til að hætta ofáti eða megrun ef hann sannfærist um að hann sé einhvers virði, dýrmæt persóna, hvernig svo sem líkaminn er á sig kominn. Hér á eftir eru nokkur mikilvæg atriði sem hafa ber í huga: • Því yngra sem barnið er því meiri möguleikar eru til að hjálþa því að byggja upp heilbrigðar matarvenjur. • „Þyngdarvandamál“ eru ekki endilega vegna þess að matarvenjur séu slæmar. Sum börn eru eðli- lega aðeins þyngri eða að- eins grennri en önnur börn. • Breytingar á matarvenjum eru eðlilegar hjá börnum sem eru að stækka. Hins vegar geta merkjanlegar breytingar á matarlyst bams eöa þyngd gefið til kynna til- finningaleg vandamál. Börn geta líkt og fullorðnir byrjað að borða meira eða minna en venjulega þegar þau eru döpur, hrædd eða þeim finnst þau vera ófullkomin. Ef þið verðið vör við slíkar breytingar hjá börnum ykk- ar ættuð þið að reyna að finna út hvað angrar þau í stað þess að gagnrýna þyngd þeirra eða matarlyst. • Leitið ráða hjá lækni eða ráðgjafa ef ykkur grunar að barn ykkar sé að missa tök- in á matarvenjum sínum. • Hættið að reyna aö hafa áhrif á það sem skólabörn láta ofan í sig þegar þau eru ekki heima. Það er ekki hægt. Til hvers er þá að gera sjálfum sér gramt í geði? Einbeitið ykkur frekar að því að kenna þeim heil- brigða lifnaðarhætti - heima. Verið róleg og treystið því að barnið fari eftir því sem því var kennt - þegar það er að heiman og það sem eftir er ævinnar. VERIÐ RÓLEG OG TREYSTIÐ ÞVÍ AÐ BARNIÐ FARI EFTIR ÞVÍ SEM ÞVÍ VAR KENNT tjörnuspá. KRABBINN 22. júní - 22. júlí Þar sem þú ert mjög hæ- verskur að eðlisfari færðu ekki þá uppörvun sem þú raunverulega þarfnast. Reyndu ekki að þreiða yfir þá hluti sem vel eru gerðir, það er engin ástæða til þess. LJÓNIÐ 23. júlf - 23. ágúst Þú hefur áhyggjur af því að geta ekki staðið í skilum með verkefni þín. Þær áhyggjur eru óþarfar því þú ert þekktur fyrir að vera samviskusamur og stunda störf þín vel. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Kunningi þinn hefur ágirnd á eign sem þértilheyrir. Þú verður að gera það upp við þig hvers virði þessi eign er þér. Þér hættir til að sanka aö þér hlutum hvort sem þeir nýtast þér eða ekki. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Það er verið aö skipu- leggja einhvern fagnað þér til heiðurs. Það mun koma þér á óvart hve margir lögðu þar hönd á plóg. Þér hættir til að sýna ekki þakklæti þitt í verki. STEINGEITIN 22. des. -19. janúar Þú hefur samviskuþit vegna einhverrar ógoldinnar skuldar. Það er langbest að gera strax hreint fyrir sínum dyrum. Þér fer ekki vel að monta þig af eigin verkum, hættu því strax. VATNSBERINN 20. janúar- 18. febrúar Kunningjar þínir eru að gefa þig upp á bátinn. Það er ein- vörðungu þér sjálfum aö kenna. Þú hefur helgað þig starfinu og sinnt lítið fjölskyldu þinni og félög- um. Reyndu að breyta til hiö snar- asta. tMEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þú hittir á næstu dögum mann sem hefur mikil áhrif á framtíð þína. Þér hættir til að gleypa við gylliboðum. Þú verður aö temja þér vissa tortryggni í garð ókunnugra, það er öruggast. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Vegna utanaðkomandi áhrifa dragast ýmsar fram- kvæmdir sem hafa verið á döfinni hjá þér. Við því er ekkert að gera. Þú hefur áætlað að fara í frí en það mun dragasst eitthvað. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Þú ert mikið í sambandi við fólk sem stendur í fram- kvæmdum. Hikaðu ekki við að rétta hjálþandi hönd, jafnvel þó það komi til meö að riðla áætlun- um þínum. Launin skila sér. 12. TBL. 1990 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.