Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 39

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 39
I Skyldi það ekki vera draumur flestra að sigla á fyrsta flokks skemmtiferðaskipi eins og Sun Viking á milli eyjanna í Karabíska hafinu? Blaðamaður Vikunnar lét drauminn rætast og lýsir hinu Ijúfa lifi um borð í þessari opnu og þeirri næstu. il ^ Glæsileikinn blasir hvarvvetna við þegar gengið er um hið stór- kostlega skip. íburðurinn er með ólíkindum. Hvergi hefur verið til sparað. morgni. í hvert sinn sem far- þegar tóku þátt i íþróttum fengu þeir svokallaðan skips- dollar og þegar búið var að safna nokkrum slíkum var hægt að kaupa ýmsan varn- ing, svo sem peysur, sól- skyggni, töskur og gleraugu í gulum lit og var einungis hægt að kaupa þessa muni fyrir þessa dollara og vissi maður þá að þeir sem höfðu þá undir höndum höfðu verið duglegir að taka þátt í íþróttum. Verslanir voru um borö og var þar allt á fríhafnarverði. Má þar nefna snyrtivörur alls konar, skartgripi, fatnað, bæöi fyrir herra og dömur, minja- gripi og vín. Lítrinn af vodka kostaði sem svarar 250 kr. ísl. og fínt sérrí eins og Bristol Cream kostaði um 500 kr. ísl. lítrinn. í kvikmyndasölunum voru nýjustu myndirnar sýndar, myndir eins og Who Framed Roger Rabbit og Cocktail, sem ekki var farið að sýna á íslandi um þær mundir. Á hárgreiðslu- og snyrtistof- unni var hægt að gera sig klár- an fyrir þær uppákomur sem boðið var upp á, kokkteilboð skipstjórans og fleira. Banki var starfræktur um borð og hægt að geyma þar þau verðmæti sem maður hafði með sér og skipta úr einni mynt í aðra eftir áfanga- stöðum. Viö upplýsingaborðið var hægt að fá upplýsingar um áfangastaðina framundan og einnig það sem í boði var á þeim stöðum. Þarna var fullkomin fata- hreinsun þar sem þjónustan var til fyrirmyndar. Fólk gat fengiö fötin sín eftir skamma stund til baka, hvítþvegin og strokin. Lítil bjórkrá, þar sem hægt var að fá sér hressingu, var opin langt fram eftir nóttu. Margs konar önnur þjónusta var rekin um borð, svo sem heilsugæsla, líkamsræktar- stöð, símstöð, Ijósmyndaþjón- usta, barnagæsla og annað sem of langt mál yrði upp að telja. HÆGT AÐ BORÐA TÍU MÁLTÍÐIR Á DAG Fullt fæði var innifalið í verði ferðarinnar. Gat staður með sviði fyrir hljóm- sveit og skemmtiatriði. Þar var einnig hægt aö fá drykki með- an á skemmtun stóð. Á sóldekkinu var stór sund- laug miðskips, allstórt svæði til sólbaöa og bar að sjálfsögðu við höndina. Þarna á sund- laugardekkinu spilaði hljóm- sveit suðræna tónlist. Rétt hjá sundlauginni var gufubað og nuddstofa. Stórt spilavíti var um borð. Aftast á skipinu var bar á stórum palli er gnæfði yfir þilfarið og þaðan víðsýnt til allra átta út um stóra glugga. Matsalurinnn, þar sem aðal- máltíðir voru snæddar, var mjög stór og glæsilegur. Næturklúbburinn rúmaði fjölda fólks og svið fyrir hin ýmsu skemmtiatriði sem boðið var upp á. Mjög hæfileikaríkir og jafnvel þekktir skemmti- kraftar flugu á milli skipa til að skemmta farþegum. Má þar meðal annarra nefna ungfrú Bandaríkin sem kom og söng. Var mjög gaman að heyra hana syngja og spillti útlit hennar ekki fyrir söngnum. Einnig mætti nefna söngvara sem hafði lært hjá Louis Arm- strong og fleiri og fleiri. Veitingastaður var aftast á skipinu þar sem hægt var að fá léttar veitingar milli mála. íþróttaleikvangur var þar einn- ig og hægt að stunda þar ýms- ar íþróttir, svo sem körfu- bolta, borðtennis, skjóta leirdúfur meö hagla- byssu, pútta í golfi, skeifukast og svo ýmsa aðra leiki sem hefð- bundnir eru á farþegaskip- um sem þessu. Þetta þilfar var einnig notað til morgun- leikfimi á hverjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.