Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 48

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 48
SNORRI STURLUSON SKRIFAR: • Skoska gæðasveitin Big Country er ekki dauð úr öllum æðum þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá henni í rúm tvö ár eða frá því að plat- an Peace in Our Time kom á markaðinn. Nýr trommari hefur gengið til liðs við sveitina og innan skamms er væntanleg í verslanir safn- plata með öllu því besta frá Big Country. Þá hafa drengirnir greint frá því að þeir séu nú þegar farnir að hljóðrita nýja plötu sem kemur á markað í lok þessa árs. Fyrsta smáskífa þessarar plötu lítur dagsins Ijós á allra næstu dögum og mun lagið heita því frumlega nafni Save Me. • James Brown, The King of Soul, er i fang- elsi. Þetta vita nú margir. Brown var dæmdur í sex ára fangelsi eftir að hafa skotið á eigin- konu sína með haglabyssu og keyrt gegnum þrjú ríki Bandaríkjanna á vitskertum hraða með lögregluna á hælunum. Fyrir skömmu reyndi útvarpsstöð vestra að fá leyfi til að bjóða Brown vinnu og átti hann að sjálfsögðu að sjá um soul-þátt á stöðinni. Það tókst ekki en James Brown er hins vegar farinn að vinna. Nýlega var honum gefið leyfi til að starfa í þágu þjóðfélagsins. Hann heldur ræður og tal- ar við ungt fólk á villigötum. í kjölfar þessa hef- ur Brown verið fluttur til og er nú í fangelsi i Suður-Karólínu þar sem öryggisgæsla er í lág- marki. • Tommy Lee, trommuleikari Mötley Crue, lá á spítala fyrir skömmu eftir að hann hrundi nið- ur úr kaðli á tónleikum hjá Crue. Hæðin var áætluð um tíu metrar, Lee lenti á hausnum og fékk vægan heilahristing en er á batavegi. NÝJAR PLÖTUR Á MARKAÐNUM KID CREOLE & THE COCONUTS - PRIVATE WATERS IN THE GREAT DIVIDE Kid Creole og kókoshneturnar hans voru upp á sitt besta þegar diskóið helreið heimsbyggð- inni en hafa legið í dvala síðustu árin. Kiddi komst í fréttir fyrir skömmu þegar það kvisaðist að hann hefði pantað lag hjá Prince, The Sex of It. Lagið er á nýju plötunni og er eitt af bestu lögum hennar, virkilega góöur Prince. Þá er að finna á þessari plötu enska útgáfu Kaoma- lagsins Lambada. Það er eitt vinsælasta lag síðustu ára - virkilega skemmtilegt að heyra texta sem maður skilur við þetta annars ágæta lag. Kid Creole stendur alltaf fyrir sínu, stund- um finnst mér hann minna óþægilega mikið á Prince. Hann heldur greinilega mikið upp á litla manninn. Góð breiðskífa. ★ 2 PRETTY WOMAN - ÚR SAMNEFNDRI KVIKMYND Fáar kvikmyndir hafa vakið jafnmikla athygli á þessum síðustu og verstu og Pretty Woman. Leikararnir eru frábærir, leikstjórnin til fyrir- myndar og svo mætti lengi telja. Það sem skiptir þó kannski hvað mestu máli er tónlistin. Ný lög frá Natalie Cole, Go West og P.oxette eru skrautfjaðrirnar á þessari plötu en það má ekki gleyma nýju lögunum frá Robert Palmer, Peter Cetera (sem eitt sinn var söngvari Chicago) og Red Hot Chili Peppers. Punktur- inn yfir i-ið er svo titillagið sjálft, hið ódauðlega lag Roy Orbison. Góð plata í safnið en ekki fullkomin. ★ ★★1/2 CHARMED LIFE - BILLY IDOL Billy Idol komst í fréttirnar þegar hann lenti í bifhjólaslysi á leið heim úr hljóðveri. Einhvern veginn gerði þetta biðina eftir nýju plötunni erf- iðari og það var mikil eftirvænting þegar henni var loks skellt í geislaspilarann. Ekki voru von- brigðin mikil. Idol verður alltaf Idol og nýja plat- an fer nálægt því að vera hans besta. Gítar- leikarinn Steve Stevens er á braut og margir héldu að það myndi eyðileggja allt en satt best að segja er þetta bara betra. Cradle of Love hefur heyrst mikið sem og The Right Way og þess verður ekki langt að bíða að lög á borð við Love Unchained og Sweet Stuff fari að heyrast. Þessi er góð. ★ ★★★ McHAMMER - DON’T HURT ‘EM McHammer heitir rappari sem vakið hefur mikla athygli vestur í Bandaríkjunum upp á síðkastið, reyndar út um allan heim ef út í það er farið. Hann er ólíkur öðrum röppurum, boð- beri nýrra tíma aö vissu leyti, jakkafataklædd- ur, með snyrtilegt bindi og virðuleg gleraugu. U Can’t Touch This, sem í raun er endurhljóð- blöndun á Superfreak-laginu hans Rick James, hefur verið að gera allt vitlaust. Ágætt rapp fyrir þá sem hafa af því ánægju. ★ ★★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.